Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 451 R A N N S Ó K N um krabbamein væri að ræða borist innan 14 daga hjá 59% þátt- takenda og hjá 14% leið einn mánuður eða meira þar til staðfesting barst (ekki í töflu). Krabbameinsmeðferð Algengustu tegundir krabbameinsmeðferða voru skurðaðgerð (76%), lyfjameðferð (45%) og geislameðferð (39%). Skurðaðgerð var hlutfallslega algengari hjá konum (86%) en körlum (61%). Hlutfall þátttakenda sem fóru í tvær eða fleiri tegundir meðferða var 43% meðal karla og 73% meðal kvenna, sem skýrist af því að algengasta meinið meðal kvenkynsþátttakenda var brjóstakrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli hjá körlum. Ef einungis eru skoðuð mein sem bæði karlar og konur geta fengið, þá voru 45% karla sem fóru í fleiri en eina tegund meðferðar og 47% kvenna. Í töflu IV má sjá að 84% þátttakenda gekk mjög eða fremur vel að fá upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki meðan á meðferð stóð. Svipað hlutfall (80%) taldi sig hafa haft næði að öllu eða mestu leyti til að ræða við heilbrigðisstarfsfólk en einn af hverjum fimm (20%) taldi slíkt næði að engu, litlu eða nokkru leyti hafa verið til staðar. Algengara var að karlar (87%) en konur (75%) teldu sig hafa haft viðunandi næði til að ræða við heilbrigðisstarfsfólk (p<0,001). Svipuð svör sáust þegar spurt var hvort aðstaða til að ræða við heilbrigðisstarfsfólk hefði verið góð. Af öllum þátttakendum sögð- ust 71% hafa að mestu eða öllu leyti haft möguleika á að ræða ít- arlega um sjúkdóminn og meðferðina við heilbrigðisstarfsfólk en 29% þátttakenda fannst þeir að engu, litlu eða nokkru leyti hafa haft möguleika á því. Karlar (79%) voru líklegri en konur (65%) til að telja sig hafa að mestu eða öllu leyti haft möguleika á að ræða ítarlega um sjúkdóminn og meðferðina við heilbrigðisstarfsfólk en 21% karla og 35% kvenna töldu sig að litlu, engu eða nokkru leyti Tafla III. Upplýsingar um krabbamein eftir búsetu þátttakenda sem greindust með krabbamein á árunum 2015-2019. Fjöldi (%). Höfuðborgarsvæðið Þéttbýli (≥5000) Þéttbýli (<5000) Strjálbýli (<200) p-gildi Hvernig fékkst þú upplýsingar um að þú værir með krabbamein? Í viðtali hjá lækni 689 (68) 165 (69) 148 (59) 48 (65) 0,01 Með símtali frá lækni 222 (22) 57 (24) 87 (35) 21 (28) Á annan hátt 97 (9) 18 (7) 15 (6) 5 (5) Tafla IV. Upplýsingagjöf í tengslum við meðferð þátttakenda sem greindust með krabbamein á árunum 2015-2019. Fjöldi (%). Alls Karlar Konur p-gildi Hefur þér gengið vel eða illa að fá upplýsingar sem þú hefur óskað eftir frá heilbrigðisstarfsfólki? Mjög vel eða fremur vel 1274 (84) 584 (91) 686 (78) <0,001 Í meðallagi, mjög eða fremur illa 247 (16) 56 (9) 190 (22) Að hve miklu eða litlu leyti hefur verið næði til að ræða við heilbrigðisstarfsfólk? Mestu eða öllu leyti 1167 (80) 529 (87) 634 (75) <0,001 Litlu, nokkru eða engu leyti 298 (20) 81 (13) 216 (25) Að hve miklu eða litlu leyti hefur verið góð aðstaða til að ræða við heilbrigðisstarfsfólk? Mestu eða öllu leyti 1143 (78) 534 (87) 605 (71) <0,001 Litlu, nokkru eða engu leyti 328 (22) 81 (13) 246 (29) Að hve miklu eða litlu leyti hefur þú haft möguleika á að ræða ítarlega um sjúkdóm þinn og meðferð við heilbrigðisstarfsfólk? Mestu eða öllu leyti 1015 (71) 470 (79) 541 (65) <0,001 Litlu, nokkru eða engu leyti 410 (2) 122 (21) 287 (35) Mynd 1. Reglubundið mat á þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð fyrir tiltekin úrræði, skipt eftir kyni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.