Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 459 F R É T T I R Eyrún Baldursdóttir og Þórunn Helga Felixdóttir eru fyrstar til að útskrifast úr sérnámi í öldrunarlækningum hér á landi eftir marklýsingu sem byggði á viðamik- illi reglubreytingu frá árinu 2015. Með henni feta þær í fótspor Eyjólfs Haraldssonar, sem varð fyrstur til að fá viðurkenninguna snemma á þessari öld, og Grímu Huldar Blængsdóttur, en út- skrift hennar byggði á reglugerðinni þá ósamþykktri. Báðar eru þær Eyrún og Þórunn al- mennir lyflæknar í grunninn en öldr- unarlækningar eru einnig kenndar sem viðbótarsérgrein við heimilislækningar hér á landi og var sú breyting staðfest með reglugerðinni. Útskrift þeirra Þórunnar og Eyrúnar festir umgjörðina í kringum sérnámið í sessi. „Stórtíðindi,“ segir Konstantín Shcher- bak kennslustjóri sérnámsins. Þær Þór- unn Helga og Eyrún fagna útskriftinni. „Merkileg tímamót að klára,“ segir Þór- unn. Námið hafi verið krefjandi vegna COVID. „En þetta er svo skemmtilegur hópur sérfræðilækna sem við vinnum með. Það hefur gert þetta að góðum tíma og við fengið tækifæri til að læra margt og þrosk- ast í starfi. Margir lögðu mikið á sig til að þetta gengi upp.“ Undir það tekur Eyrún. Haldið var upp á tímamótin. „Öldr- unarlæknar buðu okkur út að borða,“ seg- ir Þórunn. „Við áttum skemmtilegt kvöld þegar við fögnuðum áfanga okkar og að prógrammið hefði í fyrsta sinn útskrifað lækna.“ Þórunn byrjar nú að vinna sem öldr- unarlæknir á Landspítala en Eyrún á öldr- unarendurhæfingardeild hjúkrunarheim- ilisins Eirar. „Ég vinn með ótrúlega góðu þverfaglegu teymi að endurhæfingu sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á og hefur verið draumur minn.“ Báðar mæla þær heilshugar með nám- inu en þó enn frekar með kollegunum. „Dásamlegasta fólk veraldar hefur valið öldrun og mig langaði að vera kollegi þeirra,“ segir Eyrún sem hefur náð því markmiði sínu. Tjaldmorgunn á Suðurlandi Þú stígur upp úr svefninum rennir sundur tjaldinu milli dags og nætur Teygir nekt þína móti Skálholtsbirtunni Hleypir nóttinni út yfir morgunblaut engin Veist að hún skildi litla stjörnu eftir á festingu slímhúðar Leg er hjarta um hjarta, sláttur þeirra lofsöngur til lífsins núna og næsta Við fyrsta grát að vori hlaupa hvítar ár úr mjólkurþungum brjóstum Ari Jóhannesson Ljóð úr Dagsláttu, nýrrri bók Ara Jóhannessonar lyflæknis Eyrún og Þórunn útskrifast fyrstar úr íslensku sérnámi öldrunarlækninga læknum. Það er því mikilvægt að læknar haldi nú vel á spöðunum og slái ekki slöku við.“ Ritstjórn Læknablaðsins hittist á vinnufundi nú í septembermánuði. Farið var yfir verklag og vinnslu blaðsins. „Við erum ánægð að sjá hvað læknar eru til- búnir að tjá sig við blaðið. Það er frábært. Ég tel mikilvægt að við fylgjum fréttum af því sem er að gerast í kringum lækna þá og þá stund. Það er gaman að sjá það verða að veruleika í blaðinu,“ segir Helga. Átta læknar sitja nú í ritstjórn. „Hópurinn er fjölbreyttur, nær vel saman og reynslan innan hans af ritstjórnarstörfum fyrir Læknablaðið mislöng. Það blása því ferskir vindar í bland við trausta þekkingu á kjarna- starfsemi blaðsins. Þetta er samstillt ritstjórn.“ Helga Ágústa segir að breytingar hafi verið ákveðnar á fundinum. „Þær munu birtast lesendum og ég hlakka til að heyra og sjá viðbrögð lækna við þeim.“ Þórunn Helga Felixdóttir og Eyrún Baldurs- dóttir eru nýútskrifaðir öldrunarlæknar. Þórunn verður á Landspítala en Eyrún á Eir. Mynd/Steinunn Þórðardóttir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.