Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 449 R A N N S Ó K N marktækur munur milli karla og kvenna (p=0,81). Menntunarstig kvenna var hærra en karla (p<0,001) og algengara var að karlar væru giftir eða í sambúð en konur (86% á móti 74%; p<0,001). Al- gengara var að konur væru með barn undir 18 ára á heimilinu (20% á móti 13%; p<0,001). Ekki sást tölfræðilega marktækur mun- ur milli karla og kvenna á því hvort þau voru með annan sjúkdóm þegar þau greindust með krabbamein (p=0,81) en það átti við um 60% þátttakenda. Hvar og hvernig var upplýst um krabbameinsgreiningu Algengast var að þátttakendur fengju upplýsingar um að þeir væru með krabbamein á sjúkrahúsi (47%) en einnig voru nefndar læknastofur utan sjúkrahúss (22%) og heilsugæslan (14%). Hægt var að merkja við valmöguleikann „Annars staðar“, sem 17% þátt- takenda gerðu (tafla II). Í þeim tilvikum var Leitarstöðin títt nefnd sem og tilteknar læknastofur. Algengara var að konur fengju upp- lýsingarnar á sjúkrahúsi, 53% á móti 38% karla (p<0,001). Enn frem- ur var algengara að karlar fengju upplýsingarnar utan sjúkrahúss, 31% á móti 15% kvenna (p<0,001). Þegar spurt var með hvaða hætti þátttakendur hefðu fengið upplýsingar um að þeir væru með krabbamein sögðust 67% hafa fengið þær í viðtali, 25% með símtali og 9% á annan hátt, til dæm- is með tölvupósti eða í læknisskoðun (tafla II). Algengara var að konur en karlar fengju símtal (27% á móti 22%; p<0,001). Einnig voru þátttakendur sem búa á strjálbýlu svæði eða í þéttbýli með færri en 5000 íbúum líklegri til að fá greiningarsamtal í síma en þátttakendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu eða í þéttbýli með fleiri en 5000 íbúum (28-35% á móti 22-24%; p<0,01) (tafla III). Þegar upplýsingar um krabbameinsgreiningu voru veittar í viðtali var algengara að konum en körlum væri ráðlagt að hafa einhvern ná- kominn með sér (62% á móti 40%; p<0,001). Hvernig var staðið að upplýsingagjöfinni? Þegar spurt var hversu vel eða illa hefði verið staðið að því að upp- lýsa um krabbameinsgreininguna sögðu 77% að það hefði verið gert mjög vel eða fremur vel (tafla II). Hlutfallslega fleiri körlum en konum fannst staðið mjög vel eða fremur vel að því að upplýsa um krabbameinsgreiningu, 83% á móti 73% (p<0,001). Nánari greining leiddi í ljós að af þeim sem fengu símtal voru 62% sem sögðu að mjög vel eða fremur vel hefði verið staðið að málum á móti 85% þeirra sem fengu upplýsingarnar í viðtali hjá lækni (p<0,001). Meirihluti kvenna (58%) og þriðjungur karla (33%) sögðust hefðu þurft stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki vegna þess hvernig þeim leið andlega í greiningarferlinu (p<0,001) en í þessum hópi var svipað hlutfall karla og kvenna (um það bil 30%) sem leitaði þó ekki eftir þeim stuðningi (tafla II). Aðdragandi greiningar – einkenni og tímalengd Þegar spurt var um hvað hefði helst vakið grun um krabbamein var algengasta svarið að þátttakendur hefðu fundið fyrir óþægind- um/einkennum og leitað til læknis (42%). Aðrar algengar ástæður voru læknisheimsókn af annarri ástæðu (20%) og þátttaka í skim- Tafla I. Bakgrunnsþættir þátttakenda í Áttavitanum sem greindust með krabbamein á árunum 2019-2015. Fjöldi (%). Alls (N=1672) Karlar (N=704) Konur (N=956) p-gildi Aldur Meðaltal (SF)1 Meðaltal (SF) Meðaltal (SF) Meðalaldur við svörun spurningalistans 62,6 (11,7) 66,0 (10,7) 60,0 (11,8) <0,001 Meðalaldur við greiningu 59,2 (12,1) 62,6 (11,2) 56,7 (2,1) <0,001 Búseta Höfuðborgarsvæðið 992 (64) 428 (65) 560 (63) 0,81 Þéttbýli (≥5000 íbúar) 237 (15) 103 (16) 134 (15) Þéttbýli (200-<5000 íbúar) 247 (16) 103 (16) 143 (16) Strjálbýli (<200 íbúar) 74 (5) 28 (4) 46 (5) Menntun Grunnskólapróf eða sambærilegt 273 (18) 78 (12) 194 (22) <0,001 Framhaldsskólapróf 291 (19) 96 (15) 194 (22) Próf í iðngrein 312 (20) 226 (35) 86 (10) Háskólapróf 555 (36) 204 (31) 348 (40) Annað 100 (7) 49 (8) 51 (6) Hjúskaparstaða Gift(ur) eða í sambandi 1222 (79,4) 556 (86) 651 (74) <0,001 Ekki í sambandi 317 (20,6) 93 (14) 224 (26) Börn undir 18 ára á heimilinu Já 258 (17) 83 (13) 174 (20) <0,001 Nei 1292 (83) 580 (88) 708 (80) Með annan sjúkdóm við greiningu Já 925 (58) 399 (60) 525 (58) 0,73 Nei 663 (42) 278 (41) 381 (42) 1SF= Staðalfrávik Þátttakendur svöruðu ekki öllum spurningunum og því gefur samlagning fyrir hverja spurningu ekki endilega sama fjölda þátttakenda og gefinn er fyrir heildarþátttöku í rannsókninni. Ekki voru til upplýsingar um kyn 12 þátttakenda.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.