Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 24
452 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N hafa haft möguleika á slíku (p<0,001). Mynd 1 sýnir svör þátttak- enda við spurningu um hvort metið hefði verið reglulega hvort þeir þyrftu á ákveðnum úrræðum að halda í meðferðinni. Með- al kvenna var algengast að metin væri þörf fyrir slökun (33%) og sjúkraþjálfun (28%) og meðal karla var algengast að metin væri þörf fyrir sjúkraþjálfun (24%) og næringarráðgjöf (24%). Greiningarár og tímalengd að upphafi meðferðar Í töflu V og á mynd 2 má sjá að tíminn frá því að greining krabba- meins var staðfest þar til fyrsta meðferð hófst lengdist á rann- sóknartímanum (2015-2019). Hjá 36% þátttakenda leið meira en einn mánuður frá greiningu þar til meðferð hófst árið 2015, bor- ið saman við 51% árið 2019. Út frá algengishlutfallinu má sjá að einstaklingar sem greindust með krabbamein árið 2019 voru nær helmingi líklegri til að hefja meðferð meira en mánuði eftir að stað festing lá fyrir, borið saman við þá sem greindust árið 2015 (PR = 1,42; 95% öryggisbil: 1,18 – 1,69). Í þessum greiningum voru teknir út þátttakendur sem merktu við að vera í virku eftirliti í stað meðferðar (N=134) og leiðrétting fyrir kyni og greiningaraldri breytti ekki niðurstöðunum. Meðal kvenna með brjóstakrabba- mein var rúmlega helmingi líklegra að meðferð hæfist meira en mánuði eftir greiningu árið 2019 borið saman við árið 2015 (PR = 1,57; 95% öryggisbil: 1,22 – 2,03) (ekki í töflu). Umræður Í Áttavitanum var safnað upplýsingum um reynslu fólks af krabba- meinsgreiningu, meðferð og hvernig lífsgæðin voru að lokinni meðferð. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en að danskri fyrirmynd.10 Niðurstöður hennar geta verið vegvísir bæði fyrir hagsmunagæslu Krabbameinsfélagsins sem og fyrir stjórn- völd og starfsfólk heilbrigðiskerfisins. Í þessari grein er greint frá niðurstöðum er varða aðdraganda greiningar, greiningarferlið og meðferðina sjálfa. Meðal þess helsta sem kom fram var að fjórð- ungur þátttakenda fékk upplýsingar um greiningu í símtali við lækni og að algengara var að konur fengju fréttirnar með símtali en karlar. Einnig var algengara að þátttakendur í smærri byggðar- kjörnum fengju símtal frekar en viðtal. Tíminn frá staðfestingu á krabbameini þar til meðferð hófst lengdist á rannsóknartímabil- inu. Algengara var að konur þyrftu frekar en karlar að fara í tvær eða fleiri tegundir krabbameinsmeðferða, sem skýrist af því að algengasta meinið er brjóstakrabbamein hjá kvenkynsþátttakend- um í þessari rannsókn. Algengt er að í brjóstakrabbameinsmeð- ferð séu notaðar fleiri en ein tegund af meðferð. Þá kom fram að þörfin fyrir ýmis konar úrræði samhliða krabbameinsmeðferð, svo sem næringarráðgjöf, sjúkraþjálfun og sálfræðiþjónustu, var ekki metin reglulega hjá öllum þátttakendum. Þegar niðurstöður um hvernig upplýst var um greiningu krabbameins hér á landi eru bornar saman við niðurstöður frá Danmörku árið 201610 má sjá að algengara var að fréttir af krabba- meini væru gefnar í viðtali í Danmörku, eða í 88% tilvika, borið saman við 67% tilvika á Íslandi. Mikilvægt er að vanda hvern- ig fólk er upplýst um að það sé með krabbamein og niðurstöð- ur rannsóknarinnar benda til að það hafi áhrif á hversu vel fólki fannst staðið að greiningunni. Að nota símtöl kann að vera óhjá- kvæmilegt en mikilvægt að það sé undantekning og þá staðið að símtölunum með sem bestum hætti. Þar má nefna til dæmis að ljóst sé hvenær símtalið muni eiga sér stað, að fólk hafi einhvern með sér í símtalinu og það fari til dæmis fram á heilsugæslustöð með þátttöku heilbrigðisstarfsmanns. Í Danmörku töldu 90% þátt- takenda að vel hefði verið staðið að því að upplýsa um krabba- meinið en 77% þátttakenda á Íslandi. Margir þættir hafa áhrif á horfur og lífsgæði þeirra sem grein- ast með krabbamein, meðal annars hvort meinið uppgötvast snemma, hve fljótt meðferð hefst og hvort hugað sé að víðtækri endurhæfingu (líkamlegri og andlegri) frá upphafi meðferðar í samræmi við þarfir hvers og eins.15 Í þessari rannsókn var algeng- ast að krabbamein uppgötvaðist í kjölfar óþæginda eða einkenna (42%). Mun algengara var að konur en karlar brygðust fljótt við einkennum sem síðar urðu til þess að meinið uppgötvaðist. Auk Tafla V. Tengsl á milli greiningarárs og tímalengdar milli greiningar krabbameins og upphafs fyrstu með- ferðar, skoðað með algengishlutfalli (PR) og 95% öryggisbili (ÖB). Fjöldi (%) PR (95% ÖB) Tími milli greiningar og meðferðar Greiningarár Innan við mánuður Meira en mánuður 2015 126 (64) 72 (36) Viðmið 2016 151 (62) 92 (38) 1,04 (0,85-1,28) 2017 157 (60) 100 (40) 1,11 (0,91-1,36) 2018 177 (60) 120 (40) 1,11 (0,92-1,35) 2019 148 (49) 157 (51) 1,42 (1,18-1,69) Mynd 2. Tímalengd frá því að einstaklingar voru upplýstir um að þeir væru með krabba- mein þar til meðferð hófst, skipt eftir greiningarári.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.