Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 36
464 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L Blaðið sem franski skurðlæknirinn Dubernard skildi Guðmund eftir með eftir samtal þeirra á Hótel Holti. Gögnin fékk hann hjá læknum sínum og fékk aðstoð Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta við að þýða. Á endanum fékk hann draum sinn um ágrædda handleggi uppfylltan. Mynd/gag „Ég hef hitt aragrúa af læknum á lífsleiðinni en þegar ég sá Dubernard kviknaði von um að ég fengi handleggi að nýju,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í samtali við Læknablaðið 19 mánuðum eft- ir handaágræðsluna. Lionel Badet minntist kollega síns og mentors, Jean-Michel Dubernard, í fyrirlestri sínum, en hann lést í fyrra. Dubernard hafi gert fyrstu handaágræðsl- una sem heppnaðist 1998, sama ár og Guðmundur Felix missti sínar. Einnig andlitságræðslu. Dubernard leiddi þá Badet og Guðmund saman eftir að Guð- mundur leitaði franska skurðlækninn uppi þegar hann var gestur á ráðstefnu hér á landi árið 2007. „Ég hringdi út um allan bæ og fann hann á Hótel Holti. Spurði hann hvort hann gæti grætt á mig hendur. Hann svaraði: Ég veit það ekki.“ Læknirinn hafi ritað niður hvaða gögn hann þyrfti á lítinn blaðsnepil hótelsins. „Ég var með Það hljóti að vera skrýtin tilfinning að taka hendi hér og legg þar og græða á annan einstakling. Fætur í framtíðinni „Nei, nei, nei. Fætur eru ekki inni í mynd- inni,“ svarar Badet strax. Enn séu gervi- fætur betri kostur en ágræddur fótur. „En með framþróuninni gæti það breyst á 10-20 árum. Það er erfitt að segja,“ svarar hann hratt. Gervifætur gefi þó líklega aldrei sömu tilfinningu og að hafa fót. „Og sú tilfinning, að skynja og finna, hef- ur verið lykillinn í tilviki Felixar.“ Ljóst er að Badet hefur mikla þekkingu sem þó fleygir hratt fram. Rannsóknar- verkefnið sem teymið hrindir nú í fram- kvæmd mun skipta miklu til framtíðar. En nýtist trúin honum í vegferðinni? „Mér finnst þessi menntun vega hvor aðra upp fyrir mig,“ segir hann og hugsar sig um. „Kannski er djáknamenntun mín ekki nauðsynleg teyminu og það var ekki háttur Jean-Michel Dubernard, mentors míns, að hugsa um trúna. En án hans hefðum við ekki náð svona langt,“ segir hann og brosir. Slys árið 1998 og yfir 50 aðgerðir á aðeins fyrsta árinu. Guðmundur Felix er þakklátur. „Ég hef treyst því sem læknar gera hingað til og það hefur virkað. Ég hef fengið ótrúlega góða meðferð á spít- alanum heima og hér. Slysið var öðruvísi og ég held að menn hafi gaman af því að kljást við ný viðfangsefni,“ segir hann kominn á heimili sitt í Frakklandi, með COVID, eftir Íslandsheimsóknina. „Ég læt líf mitt í hendur lækna trekk í trekk. Þetta fer eins og það fer. Ég óttast ekki dauðann enda búinn að vera dauður í milljarða ára og það sakaði mig ekki að vera dauður — en ég er ekki að flýta mér þangað.“ miða frá Dubernard og lifði á því í mörg ár. Fjögur ár liðu frá því að ég fékk mið- ann þar til ég var samþykktur af franska teyminu.“ Bið og rannsóknir tóku við þar til hendurnar voru græddar á í janúar 2021. „Ég hitti hóp af skurðlæknum á Landspít- ala þegar ég kom heim í desember. Þeir horfðu á mig og sögðu: Enginn hér inni í þessu herbergi hafði nokkra trú á að þetta yrði nokkru sinni gert,“ segir Guðmundur Felix og að í Dubernard hafi hann fundið mann sem var tilbúinn að leggja orðspor sitt undir. „Hann var ekki lengur með þetta franska teymi á þessum tíma. Badet var tekinn við en Dubernard var lærimeistari Badets og hafði því enn sín áhrif.“ Hann lýsir afrekum Dubernards. „Fyrsta handágræðslan, fyrsta andlits- ágræðslan. Framsýnn kall. Skemmtilegur karakter. Rosalega franskur,“ segir Guð- mundur Felix og hlær. „Í rauninni er það loforð hans ritað á lítinn miða sem kemur mér inn fyrir dyrnar og verður til þess að teymið skoðar málið.“ Guðmundir segir vöflur hafa verið á mönnum. Þeir hafi ekki verið spenntir til að byrja með og leitað ráða hjá evrópsku heimspekingaráði. „Það sagði: Ef þetta fer illa er mannorðið undir. Svo er einhver sem segir við þá: En hugsið ykkur hverju þetta getur breytt fyrir sjúklinginn ef þetta fer vel! Þeir hættu því að hugsa hvað þetta gæti gert þeim og fóru að horfa út frá sjúklingnum.“ Dubernard læknir hafi trúað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.