Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 30
458 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 F R É T T I R „Við búum okkur undir átakavetur,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Lækna- félagsins, en stjórnin fundaði um miðjan mánuðinn á Hreðavatni. „Tilgangurinn var að fara yfir stefnuna og setja aðgerðar- áætlun. Það var mikill samhljómur í hópn- um,“ segir hún en aðgerðirnar framundan verða kynntar á aðalfundi félagsins þann 14. október. Kurr er í læknum. „Kjarasamningarnir eru lausir í lok mars. Við sjáum, eins og flestir, fram á gríðarleg átök á vinnu- markaðnum. Okkur finnst mikilvægt að læknar sitji ekki eftir varðandi kjör. Þeir hafa verið að dragast aftur úr undanfarin ár,“ segir hún. Margt sé undir í þessum samningum. „Ekki aðeins kjörin heldur einnig framtíðarmönnun heilbrigðiskerfisins. Við verðum að ná samningum svo fólk geti hugsað sér að vinna hér á landi. Við upp- lifum að það sé undir. Þessir samningar snúast því um framtíðarheilbrigðisstefnu landsins og hvort okkur tekst að standa undir fyrsta flokks þjónustu.“ Steinunn segir ástandið ískyggilegt. „Það er því afar mikilvægt að við læknar stöndum sameinuð sem stétt. Það er núm- er 1, 2, og 3,“ segir hún. „Á þessum fundi stöppuðum við stálinu hvert í annað.“ Stjórn Læknafélags Íslands fyrir framan nýjan bústað Orlofssjóðs vð Hreðavatn þar sem vinnufundurinn var haldinn. Frá vinstri: Oddur Steinarsson (FÍH), Ragnar Freyr Ingvarsson (LR), Steinunn Þórðardóttir formaður, Sólveig Bjarnadóttir (FAL), Magdalena Ásgeirsdóttir (SFL) , Þórdís Þorkelsdóttir (FAL), Margrét Ólafía Tómasdóttir (FÍH) og Theódór Skúli Sigurðsson (SFL). Mynd/Dögg Pálsdóttir Skerptu á verkferlum Læknablaðsins á vinnufundi Ritstjórn og tveir starfsmenn samankomin á ritstjórnarskrifstofu Læknablaðsins. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamað- ur, Lilja Sigrún Jónsdóttir heimilis læknir fyrir framan, Ingibjörg Jóna Guðmunds- dóttir hjartalæknir, Gunnar Thorarensen svæfinga- og gjörgæslulæknir, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir ritstjóri og innkirtlalæknir, Magnús Haraldsson geðlæknir, Berglind Jónsdóttir barnalæknir, Hulda María Einarsdóttir skurðlæknir og Védís Skarp- héðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi. Á myndina vantar Ólaf Árna Sveinsson taugalækni. Mynd/Ingvar Freyr Ingvarsson Formaður LÍ segir átakavetur framundan Rífandi gangur er í innsendingum á fræðigreinum til Læknablaðsins. Alls hafa 45 greinar verið sendar inn það sem af er ári. Þær voru 51 allt árið í fyrra „Þetta hefur verið skemmtilegt og gaman að sjá hvað læknar hafa verið dug- legir að senda blaðinu fræðiefni. Ég tel að hópur lækna hafi fengið smá svigrúm til að huga að rannsóknum sínum í COVID. Staðan nú gæti því verið uppsöfnuð. Við sjáum á næstu misserum hvernig þróun- inni vindur fram,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir ritstjóri Læknablaðsins um það að þegar hafa 45 fræðigreinar borist blaðinu á árinu. „Við sem stundum vísindi finnum þó að COVID-álagið hefur víða komið niður á vísindastarfinu, sérstaklega hjá ungum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.