Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 40
468 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L „Við finnum að fólk óttast að erfitt verði að fá nýja kjarasamninga í gegn,“ segir Mika- el Smári Mikaelsson, nýr formaður samn- inganefndar Læknafélagsins og yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Kjarasamn- ingarnir renna út í lok mars. Upplýsingum og gögnum sé nú safnað til að kortleggja ólíka stöðu og þarfir lækna. „Öll félögin kynna það sem þau telja mikilvægast í samningunum á fundum í október.“ Eftir það verði stefnan sett. Mikael sagði já þegar honum var boðin forystan. Hann var formaður Félags bráða- lækna á Íslandi frá 2017 til 2021. Hann seg- ir nú tækifæri fyrir lækna að meta hvort þeim finnst núverandi kjarasamningur í takti við nútímann. „Ég tel að samningurinn mætti vera skýrari. Þannig að Landspítali hafi til að mynda tól til að laða fólk að og sé samkeppnishæfur við útlönd og aðra,“ segir hann og vísar meðal annars til bráðamóttökunnar. „Nú hef ég verið í stöðu yfirlæknis í rúmt ár. Stór hluti af verkefninu er að halda í mannauðinn og styrkja starfsem- ina. Ég hef endurtekið lent á veggjum, þar sem ég hef viljað gera eitthvað en verið sagt að samningarnir leyfi það ekki,“ segir Mikael en hrina uppsagna hjúkrunar- fræðinga hefur dunið á bráðamóttökunni svo nú vantar í þriðjung stöðugildanna. Læknar hafi hins vegar margir horfið frá á árunum 2020 og 2021. „Það er margra ára ferli að ráða í nýjar stöður lækna og hjúkrunarfræðinga,“ seg- Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, segir að hann hafi aðeins séð tvo kosti þegar hann tók við starfinu. Reyna að breyta ástandinu eða flytja með fjölskylduna hinum megin á hnöttinn. Mikael ber ekki aðeins bráðamóttökuna á herðunum heldur hefur hann tekið að sér að leiða kjarasamninganefnd lækna. „Ég trúi að hægt sé að bjarga bráðamóttökunni og fer síðastur frá borði“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ég fer síðastur frá borði“ ir Mikael og að rík og mikilvæg þekking glatist við uppsagnirnar. „Stærsta ástæðan fyrir að við missum nú mannskap er að fólki finnst vinnuálagið og áhættan í að vinnan hérna of mikil.“ Pressan á þau sem sitji eftir aukist því enn. „Við óttumst þennan vítahring því þegar fyrstu hætta eykst álag á hin sem eftir eru og þau brotna uns ekkert er eftir,“ segir hann. „Ég er samt hæfilega jákvæður og ætla mér að vera það. En auðvitað þegar maður horfir kalt á tölurnar er ástandið langt yfir hættumörkum.“ Er fólk þá í lífshættu? „Auðvitað.“ Bráðamóttakan þarf starfsfólk. „Hún er lífríki og þegar hluti þess hverfur er öll skepnan í hættu,“ segir hann. Úr 300 í 860 legudaga Læknablaðið sest niður með Mikael degi eftir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar var kynnt. Hafði mætt nokkrum dög- um fyrr en manneklan var þá slík vegna veikinda að finna þurfti nýjan tíma. 40% læknanna vantaði þann daginn. Mikael var á hlaupum. Hann segir frumvarpið vonbrigði. „Mér sýnist að ekki hafi verið tekið stórt skref, ef nokkurt.“ Íslenska heilbrigð- iskerfið sé rekið ódýrar en í nágranna- löndunum. „En samt er órökrétt að lítið kerfi sé ódýrara en stórt.“ Rúmt ár er frá því að Mikael tók við á bráðamóttökunni, þann 1. apríl í fyrra. Hefði honum verið sagt að staðan myndi enn versna hefði hann örugglega haldið það aprílgabb. Staðan hefur margversnað. „Legudögum milli júlímánaða í ár og í fyrra fjölgaði úr 300 í 860,“ segir hann og horfir til þeirra sem dvöldu 24 klukku- stundir eða lengur á bráðamóttökunni. „Þessi staða leggst þyngst á hjúkr- unarfræðingana og því skiljanlegt að þeir hætti þegar vandinn hefur aukist þetta mikið,“ segir hann. „Fólk ræður sig til vinnu út af áhuga, kjörum og vinnuaðstæðum. Auðvitað skipta kjörin málin, en aðrir þættir skipta líka máli,“ segir hann og nefnir umbun fyrir vinnuna og jafnvægi milli einkalífs og vinnu. „Það fer öfugt í fólk þegar því finnst því ekki umbunað á réttan hátt. Hér hefur verið deilt um hvernig greiða á aukalega þegar vantar fólk. Ákvæði í fyrri samningum eru umdeild. Það væri því ágætt að skýra þau.“ Mikael viðurkennir að starfið hafi ekki þróast eins og hann bjóst við á þessu eina ári. „Það hreyfist allt mjög hægt. Margir koma að og erfitt að knýja fram breytingar. Það er alltaf einhver ósam- mála. Margt hefur verið reynt og annað batnað en það hefur bara ekki dugað til.“ Hann hafi breytt þriggja mánaða áætl- unum í fimm ára áætlanir. „Við vinnum hægar á vandanum en náum því á end- anum.“ Sagt hefur verið frá því að fram- kvæmdastjórnin hafi ákveðið að aðeins mættu 15 vera tepptir á bráðamóttökunni í einu. „Það gilti aðeins um eina helgi og gildir ekki alla daga,“ segir Mikael. Miða Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.