Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 469 V I Ð T A L hafi átt við 20 frá 1. september og 15 frá 1. október. „Nú er verið að draga í land. Þeim gengur illa með fyrstu töluna 20,“ segir hann. Frá því að reglan var sett hafi mest 35 beðið á bráðamóttökunni. „Í augna- blikinu hefur talan legið í kringum 25 en hugmyndin var að 20 ætti að vera hámark en ekki marktala.“ Með bandarískar rætur Að bakgrunninum. Mikael Smári Mikaels- son hefur ekki alltaf borið það nafn. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt 10 ára gamall og hét fram að því Michael Nelson. Foreldrar hans eltu gott atvinnutilboð og hann flutti til Íslands tveggja ára. „Ég á í raunar engar ættir á Íslandi,“ segir hann og brosir. „Ég kem með foreldr- um mínum og ég er enn með tvöfaldan ríkisborgararétt en þau eru nú alíslensk. Þorsteinn Gylfason bauð föður mínum starf við nýja heimspekideild Háskól- ans eftir að þeir höfðu hist stuttlega. Ákvörðun var tekin hratt, þau fluttu og sjá ekki eftir því.“ Hann segir sína sögu áþekka sögu for- eldra sinna. Hann lærði bráðalækningar við Australasian College for Emergency Medicine (ACEM) á Nýja-Sjálandi. „Ég fékk símhringingu á næturvakt árið 2005 frá kollega sem hafði farið út ári á undan mér. Hann spurði: Langar þig að koma? Það vantar lækni. Ákvörðunin var tekin á nokkrum klukkutímum og ég fór,“ segir Mikael, sem er ánægður með námið sem hann hlaut og enn ánægðari að hafa kynnst konu sinni, Rosie Jones. Þau eiga nú þrjú börn. Hún vinnur einnig á bráða- móttökunni og er að ljúka sérnámi sínu í bráðalækningum. „Maður flýr ekki vinnuna heim,“ segir Mikael og hlær. „Ég tek hana bókstaflega með mér heim.“ En hvernig tilfinning er að koma heim á kvöldin? „Það var auðveldara þegar ég var bara á gólfinu. En sem yfirlæknir skila ég ekki vinnunni þegar vaktinni lýkur. Bæði er haft samband þegar eitthvað kemur upp á allan sólarhringinn og svo næ ég ekki að klára verkin á sama hátt. En það er betra að spyrja fólkið á gólfinu um líðanina. Fólk er mjög mishæft í að segja: Nú er dagurinn minn búinn,“ segir Mikael. En hefði hann tekið þessu starfi, hefði hann vitað að hann stæði í þessum spor- um nú ári seinna? „Ef ég tala hreint út fannst mér ég aðeins hafa tvo möguleika þegar ég tók stöðuna. Það var enginn ann- ar sem vildi stíga fram. Enginn vildi taka við þessu sökkvandi skipi og öllu sem því fylgdi,” segir hann. Hinn möguleikinn hafi verið að flytja úr landi. „Ég á nýsjálenska konu og gat kvatt landið og farið þangað. En ég valdi að sjá hvort mér tækist að snúa þessu skipi og fer síðastur frá borði,“ segir Mikael. En telur hann að skipið sökkvi dýpra? „Ég þori ekki að segja það. Það er enn smá spotti eftir en gott að sjá að við höfum feikisterkan og áhugasaman hóp lækna í Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, er nýr formaður kjarasamninganefndar lækna. Mynd/gag sérnámi og ég sé að margir flottir áhuga- samir hjúkrunarfræðingar eru í námi og á leiðinni. Ný kynslóð er á leiðinni sem þekkir aðeins þetta ástand en heldur samt áfram,“ segir hann. „Ég held því í þá von að okkur takist að byggja bráðamóttökuna upp aftur,” segir hann en leggur þó áherslu á að uppsagnir læknanna 2020 og 2021 og hjúkrunar- fræðinganna nú séu mikill skellur. „Þetta er blóðtaka sem ekki er hægt að hrista af sér,“ segir hann. „Vinna á bráðamóttöku byggist á dómgreind og innsæi sem fæst aðeins með reynslu,“ segir hann. „Það tekur því mörg ár að byggja starf- semina upp aftur. Titillinn ræður því ekki hvernig gengur. Það tekur mörg ár að læra starfið, því miður, en ég trúi að það takist á endanum.“ „Það var enginn annar sem vildi stíga fram. Enginn vildi taka við þessu sökkvandi skipi og öllu sem því fylgdi.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.