Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.10.2022, Qupperneq 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 463 5 ágræðslur á næstu 5 árum. Markmiðið sé að bera saman árangurinn miðað við gervilimi. Verkefnið sé metnaðarfullt. „Meginvandinn við ágræðslur er að fá gjafa.“ Biðin sé oft löng. „Felix beið til að mynda í þrjú ár eftir að grænt ljós væri gefið á aðgerðina.“ Hjarta, lifur og nýru. Badet segir að ekki þurfi sérstakt leyfi ættingja til að nýta slík líffæri áfram. „En annað gildir um hendur, andlit, leg,“ tekur hann sem dæmi. Samfélagið þokist þó í þá átt að skilja þörfina. Horfi hann 20 ár aftur hafi útlimaflutningar verið nær óhugsandi. „Við finnum að fólk er opnara þótt enn sé langt í land. Ég myndi svo gjarnan vilja gera fleiri ágræðslur en við vinnum með tímanum. Það tók okkur 20 ár að undirbúa okkur og nú erum við með 5 ára prógramm. Það er einfaldlega staðan.“ Einnig sé nú stefnt á að setja upp deild sem grípi tilfelli þar sem leiðréttinga sé þörf. „Eins við trúarlegan umskurð sem hefur ekki gengið vel.“ Blaðamaðurinn horfir á Badet og veit að hann er ekki aðeins læknir heldur einnig djákni. Ætli ástæðan sé siðfræði? Einhvers konar Frankenstein-aftenging? „Reynslan af því að fá lifur ígrædda eða handleggina á er afar ólík. Eftir lifrarígræðslu fór mér strax að líða betur en eftir handaágræðslurnar var ég á byrjunarreit,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem gekkst undir eina umfangsmestu handaágræðslu sem um getur. Hér er hann með einum leiðtoga aðgerðarinnar, Lionel Badet. Mynd/gag Lionel Badet, Guðmundur Felix Grétarsson, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. Mynd/Lárus Karl Forsetinn Saga hans er sigur mannsandans „Ég vil lýsa fyrir ykkur hvernig mér finnst saga Guðmundar Felix geta, eftir allt sem gengið hefur á, fyllt okkur já- kvæðni í þessum vandræðaheimi,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á ensku við opnun erindis þeirra Guð- mundar og Badets á 30. þingi Skandinav- íska ígræðslufélagsins. „Ég sé sögu hans sem sigur manns- andans. Sigur einurðarinnar frammi fyrir hræðilegu slysi og gríðarlegum áskorunum í kjölfarið. Sigur samkenndar og samstöðu. Fólk var tilbúið að hjálpa. Við verðum að leggja áherslu á þá þætti þessarar sögu,“ sagði forsetinn. „Ég sé þessa sögu líka sem sigur vís- inda og læknisfræðinnar. Hún er vitnis- burður um þá staðreynd að við stefnum í rétta átt þegar kemur að lyfjum og yfir- burðum læknisfræðinnar.“

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.