Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 455 Tilfellið Hraust 69 ára kona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann vegna skyndilegs höfuðverkjar. Ekki var lýst brottfallseinkennum nema óskýru tali/þvoglumælgi. Við komu á bráðamóttöku 50 mínút- um frá upphafi einkenna var meðvitund skert en konan svaraði ákalli og sársaukaáreiti og hreyfði alla útlimi samkvæmt fyrir- mælum (GCS 9). Taugaskoðun sýndi misvíð sjáöldur sem svöruðu ljósáreiti, Babinski-teikn var neikvætt og lífsmörk stabíl. Bráð tölvusneiðmynd af heila var eðlileg. Tölvusneiðmynd af heilaæðum sést á mynd 1. Á tölvusneiðmyndarbekknum vaknaði sjúklingurinn, var fulláttaður og skýr (GCS15). Ítarlegri tauga- skoðun sýndi truflun á augnhreyfingum (intranuclear opthalmop- legia, INO), annars var skoðun eðlileg. Vegna útlits á æðamynd var sjúklingurinn lagður inn á hágæslustæði taugalækningadeildar. Um 15 mínútum síðar (tveimur klukkustundum eftir upphaf ein- kenna) versnuðu einkenni skyndilega með auknu rugli og hratt minnkandi meðvitund. Örstuttu síðar hætti hún að bregðast við áreiti (GCS 3). Konan var heilsuhraust, tók Valsartan/HCT við háþrýstingi. Hún var að koma úr löngu flugi nóttina áður en einkenni byrjuðu. Hver er líkleg greining og næstu skref í meðferð? Brynhildur Thors1 læknir Helgi Már Jónsson2 læknir 1Taugadeild Karolinska Sjúkrahússins í Stokkhólmi, 2röntgendeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Brynhildur Thors, brynhildur.thors@regionstockholm.se Skyndilegt meðvitundarleysi hjá hraustri konu Tilfelli mánaðarins Mynd 1. Tölvusneiðmynd af höfði án skuggaefnis sýnir aukna þéttni (dens vessel) í toppi botnslagæðar (ör). Sudden loss of consciousness in a previously healthy patient 1Neurological department Karolinska University Hospital, Stockholm, 2Radiology department, Landspitali – the National University Hospital of Iceland. Correspondence: Brynhildur Thors, brynhildur.thors@regionstockholm.se Key words: stroke, loss of conciousness, basilar artery, thrombolysis, thrombectomy. Greinin barst til blaðsins 29. apríl 2022, samþykkt til birtingar 31. ágúst 2022. doi 10.17992/lbl.2022.10.711

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.