Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2022, Page 33

Læknablaðið - 01.11.2022, Page 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 509 F R É T T I R Alls voru 320 gestir á ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu og miklar umræður sköpuðust eftir hvern fyrir- lestur. Myndir/Gunnar Twitter fyrir umræðuna „Það sem er gaman í dag og breytt á ráð- stefnum er að Twitter leiðir umræðuna. Margt fólk tekur myndir um leið og fyr- irlesturinn er haldinn. Skrifar smá texta og tístir. Ef læknar vilja nýjustu fréttir af rannsóknum lesa þeir gjarnan það sem fólk setur inn tengt ráðstefnum á Twitter,“ segir Gunnar Guðmundsson og bendir á #ic- laf2022 fyrir lungnaráðstefnuna í Hörpu. „Við sáum að #iclaf2022 var ofarlega á listum yfir mest lesnu þræðina á Twitter einn daginn,“ segir hann og að ekki aðeins hafi 320 sótt ráðstefnuna í raunheimum heldur hafi 100 manns alls staðar að fylgst með á streymi. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Einn af hverjum 5 sænskum læknum hugsar um að yfirgefa stéttina. „Ekki aðeins vinnustaðinn heldur starfsgreinina,“ leggur Ove Rang, forstöðumaður vinnu, lífs og lögfræðideildar sænska læknafélagsins, áherslu á. Hann heimsótti Læknafélagið í október ásamt Söru Altino, umboðsmanni hjá sænska læknafélaginu og forsvarsmanni verkefnisins Framtíð kjarasamninga Ove Rang vitnar til rannsóknar sem sænska félagið gaf nýverið út þegar hann nefnir flótta- hugleiðingar fimmtungs lækna úr stéttinni. Svarhlutfallið var 40%. Læknar hafi kosið starf- ið til að hjálpa öðrum. „Svo upplifa þeir sig á framleiðslu- færibandi,“ segir hann og það hljómar kunnuglega. „Þessir læknar telja sig ein- faldlega ekki hafa tíma til að gera það sem þeir þurfa í starfi sínu,“ segir hann. „Staðan er skelfileg,“ segir Rang í heim- sókn sinni. Þau Altino áttu fundi með leiðtogum íslenskra lækna. Þeirra á meðal voru Þórdís Þorkelsdóttir, formaður Félags almennra lækna, Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahús- lækna og Oddur Steinarsson, varaformaður LÍ. Einnig hittu þau Dögg Pálsdóttur fram- kvæmdastjóra og Steinunni Þórðardóttur formann Lækna- félags Íslands. Altino er nú á leið til annarra Norðurlanda til að safna gögnum. „Við vissum ekki hvernig ís- lenska heilbrigðiskerfið virkaði miðað við það sænska,“ sagði Rang, og að þau hafi sérstak- lega einblínt á jafnvægi vinnu og einkalífs. „Við vildum vita hverjar áherslurnar væru hér,“ segir hann og hún bætir við: „Já, og hverjar áskoranirnar eru og við fundum því miður að við eigum margt sameiginlegt. Báðir hóparnir upplifa mikla vinnubyrði. Það er leitt að heyra. Læknar fá ekki áunnin frí heldur kýs vinnuveitandinn almennt frekar að greiða upp tímann svo læknarnir vinna og vinna án hvíldar“ segir hún. „Við heyrðum líka að hér eins og í Svíþjóð séu nú að verða kynslóðaskipti. Ungir læknar meta frítímann sinn meira,“ segir hún. „Þeir líta ekki á það sem köllun sína að vera læknir og að starfsheitið skilgreini þá á sama máta og eldri kynslóðir lækna, heldur að þetta sé starfið þeirra,“ lýsir hún, og þeir vilji ekki að klára sig fyrir köllunina. En bregðast sjúkrastofnanir við þessu kalli ungu kynslóðarinnar? „Ég tel ekki að það gerist án mótstöðu,“ segir Altino. „En þetta er kynslóð sem krefst frí- tíma, jafnvægis og að á þau sé hlustað og að vinnuveitandinn bregðist við. Ég býst ekki við að þessar breytingar verði hnökralausar, en tel að þær séu nauðsynlegar.“ Ove Rang og Sara Altino frá sænska læknafélaginu hittu íslenska kollega og ræddu jafnvægi vinnu og einkalífs og áhrifin á kjörin. Mynd/gag leggja mat á þekkinguna. Við höfum ekki alltaf vitað hvað kemur band- vefsmyndun af stað en þarna gátum við fylgst með því,“ segir hann. „Við gátum nánast horft á hann myndast. Allt hefur þetta stuðlað að meiri upp- lýsingum.“ Gunnar segir ráðstefnu sem þessa hér heima hafa mikla þýðingu fyrir lækna hér á landi. „Við sem stundum mikla alþjóðlega samvinnu við rann- sóknir náum að efla tengslin frekar auk þess sem við getum fylgst með því nýjasta,“ segir hann. Báru saman stöðu sænskra og íslenskra lækna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.