Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 61

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 61
Fullvíst má telja, að öll þessi atriði hafi verið til bóta. Útgáfa hins nýja bráðabirgða- skírteinis hefur haft áhrif meðal unglinga, sem fá útgefin skírteini í fyrsta sinn, en út- gáfa fullnaðarskírteina hefst í júní-mánuði næstkomandi. Þá er nú ætíð beitt bráðabirgða- ökuleyfissviptingu í sambandi við ölvun við akstur. Sektargerðir lögreglustjóra koma og til með að auðvelda og hraða afgreiðslu kæra vegna brota á umferðarlögunum. Rannsóknarnefndin hefur enn eigi skilað fullnaðarskýrslu. Nefndin hefur lagt mikla vinnu í að framkvæma tölulega rannsókn á öllum umferðarslysum í landinu (árin 1962—1964), sem gert er ráð fyrir, að leiði í ljós ýmsar upplýsingar um fjölda um- ferðarslysa, flokkun þeirra og eðli, flokkun slasaðra og þeirra, sem slysum valda, slysa- tíðni aldursflokka o.fl. — Nefndin hefur auk þess unnið að könnun á ýmsum þáttum, sem mikilvægir eru fyrir umferðaröryggi í land- inu. Nefndin gerir ráð fyrir því, að hún muni skila lokatillögum sínum á fyrri hluta þessa árs. Hægri umferð. Á síðasta ári samþykkti Alþingi lög um að taka upp hægri umferð hér á landi á árinu 1968. Kveða lögin svo á, að það skuli gert í apríl, maí eða júní-mánuði, á þeim degi, sem dómsmálaráðherra ákveður að fenginni til- lögu framkvæmdanefndar, sem um þetta fjall- ar. Til að annast framkvæmdir hefur verið skipuð sérstök framkvæmdanefnd þriggja manna. Með nefndinni starfar auk þess sér- stakur framkvæmdastjóri, svo og tvær ráð- gjafarnefndir, önnur um öryggismál, en hin um tæknimál. Umræður um hægri umferð hafa staðið lengi yfir. Á árinu 1940 hafði verið ákveðið að taka upp hægri umferð í ársbyrjun 1941. Vegna dvalar brezks herliðs var þó fallið frá þeirri ákvörðun. Málið var síðan tekið upp á Alþingi 1962- ’63 og 1963-’64 og á grundvelli þingsálykt- unartillögu, sem samþykkt var 13. maí 1964, var hafinn undirbúningur að því að taka upp hægri umferð. Umferðarlaganefnd gerði áætlun um að- gerðir, sem nauðsynlegar væru í sambandi við breytinguna, og kostnað, sem því væri sam- fara. Aðgerðir í sambandi við breytingar eru einkum þær, að breyta þarf dyrabúnaði al- menningsbifreiða og flytja þarf stýri nokk- urra þeirra. Auk þess þarf að flytja um- ferðarmerki og breyta umferðarljósum. Var kostnaður við breytinguna áætlaður um 50 millj. kr. (verðlag í nóv. 1965). Samkvæmt upplýsingum framkvæmdanefndar er gert ráð fyrir því, að þessi áætlun muni standast. Til að standa undir kostnaði þessum hefur verið lagður á sérstakur skattur, sem lagður er á bifreiðir allar, og innheimtur verður á fjórum árum, 1967-1970. í stuttu máli eru rökin fyrir breytingu í hægri umferð þessi: 1. Hægri umferð er meginreglan í umferð á landi. 2. Mörg lönd með vinstri umferð hafa á síð- ari áratugum skipt í hægri umferð. 3. Alþjóðareglur um umferð á sjó og í lofti miðast við hægri umferð. 4. Bifreiðir eru yfirleitt framleiddar með stýri vinstra megin, og veitir sá búnaður ökumönnum betri yfirsýn og meira öryggi í hægri umferð. Eigi eru allar gerðir bif- reiða framleiddar þannig að henti vinstri umferð. 1 sumum tilvikum eru bifreiðir, er henta vinstri umferð nú verulega dýr- ari. 5. Slysahættan er mikil af því að hafa mis- munandi umferðarreglur og er stöðug og vaxandi, en hættan af breytingu er hins vegar tímabundin. Fullvíst má telja, að kynningarstarfsemi í sambandi við breyt- inguna muni hafa varanleg áhrif til að bæta umferðina. 6. Kostnaður við breytingu vex ört, ef dregið verður að framkvæma hana. Sá kostnaðar- auki verður einkum vegna væntanlegra umferðai'mannvirkja. Við meðferð málsins á Alþingi 1963-’64 var leitað umsagnar ýmissa aðila. Meðal þeirra, sem mælt hafa með hægri umferð eru aðal- fundur Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, árs- þing Landssambands vörubifreiðastjóra, Sam- band Bindindisfélags ökumanna. Einnig hefur vegamálastjóri lýst yfir stuðningi við hægri umferð, svo og umferðarnefnd Reykjavíkur, en í henni eiga m.a. sæti lögreglustjóri og borg- arverkfræðingur. 59

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.