Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 5

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 5
Tímaritið Skipulagsmál hefur undanfarin 8 ár verið eina tímaritið hér á landi sem hefur fjallað sérstaklega um skipulagsmál. Þetta rit hefur verið 40-60 síður að stærð, prentað í svart/ hvítu og hefur komið út þrisvar til fjórum sinn- um á ári. Þeirri stefnu hefur verið fylgt að taka til meðferðar eittmegin mál í hverju blaði. Sem dæmi um slík mál má nefna málefni aldraðra, dagvistun, trjárækt, útivist, atvinnumál, um- hverfisvernd, almenningssamgöngur o.m.fl. Undanfarin ár hefur þetta rit notið vaxandi vin- sælda meðal fólks um allt land, sem hefur áhuga á umhverfis-, skipulags- og byggingar- málum. Einnig hefur færst í vöxt að framhalds- skólar hafi notað þetta rit til hliðsjónar við vinnu nemenda. Hingað til hefur þetta rit nær eingöngu verið selt í áskrift, ekki verið boðið til sölu í bókaverslunum eða söluturnum. Nú hafa verið gerðar nokkrar grundvallarbreyt- ingar á þessu riti. í fyrsta lagi hefur það svið sem blaðið hefur fjallað um verið stækkað, þannig að blaðið fjallar nú um, byggingarlist, byggingarmál, hönnun og umhverfismótun auk skipulags. Heiti blaðsins hefur nú verið breytt í Arkitektúr & skipulag, upplagið aukið verulega, blaðið prentað í lit og verður nú einnig selt á aimennum markaði. Enn sem fyrr er ráðgert að blaðið komi út fjórum sinnum á ári. Ahugi manna á byggingarlist, skipulagi og um- hverfismótun hefur aukist mjög á undanförnum árum, en ekkert tímarit hér á landi hefur ennþá sinnt þessum málum í heild á faglegan hátt og verið vettvangur fyrir nauðsynlega málefna- !ega umræðu á þessu sviði. Það er von að- standenda blaðsins að með ofangreindum breytingum nái ritið Arkitektúr & skipulag að verða sameiginlegur vettvangur allra þeirra sem fást við skipulag, hönnun, mannvirkjagerð og almenna umhverfismótun, bæði sérfræð- inga, sveitarstjórnarmanna og fólks sem hefur almennan áhuga á þessum málum. Næsta blað Arkitektúrs og skipulags mun fjalla um íslenskar “útópíur" eða framtíðarhugmyndir um byggð og nýstárlega umhverfismótun á ís- landi, jafnt innan dyra sem utan. í næstu blöð- um er m.a. fyrirhugað að taka til umfjöllunar umhverfi í fiskvinnslu, skíðasvæði, trjárækt í Þéttbýli, skipulag íbúðarhverfa, bjórkrár, hönn- unarstefnu opinberra aðila og stórfyrirtækja, veitingahús, félagsheimili, umhverfi barna, ný einbýlishús, húsnæði fyrir aldraða o.m.fl. Eru allir þeir sem viija leggja blaðinu til efni um ofangreind mál eða annað sem snertir ís- ienska mannvirkjagerð og umhverfismótun ^eðnir að hafa samband við skrifstofu blaðs- ins. Gestur Ólafsson, ritstj. IIIITEIT OC H i P U L A C AÐ MÓTA ÍSLENSKT UMHVERFI Eftir Gest Ólafsson bls. 6 LISTASAFN ÍSLANDS Eftir Ólöfu Guðrúnu Valdimarsdóttur blS. 9 BYGGINGARLIST ÍSLENDINGA Eftír Stefón Benediktsson bls. 15 EINBÝLISHÚS DR. MAGGA JÓNSSONAR Eftir Árna Ólafsson blS. 20 EPALHÚS Eftir Pétur H. Ármannsson bls. 25 INNANHÚSARKITEKTAR bls. 31 GARÐLISTIN ENDURSPEGLAR TÍÐARANDANN Eftir Auði Sveinsdóttur bls. 35 SAMKEPPNI Á AKUREYRI RÁÐHÚSTORG-SKÁTAGIL Eftir Finn Birgisson blS. 42 TIL HVERS AÐALSKIPULAG? Eftir Vilhjólm Þ. Vilhjdlmsson og Guðrúnu Ágústsdóttur bls. 51 TILLAGA AÐ HÖNNUNARÁTAKI Eftir Kjartan Jónsson blS. 63 VERSNANDI AÐSTÆÐUR UNGS FÓLKS I HÚSNÆÐISMÁLUM l.'.NilSi! 'rH Eftir Stefón Ingólfsson blS. 66 NÝ BYGGÐAÞRÓUN 4110 31 Eftir Þorsteín Þorsteinsson bls. 71 tSLANlfb— 1. tbl. 9. árgangur 1988 ÚTGEFANDI: SAV, Hamraborg 7, 200 Kópavogi SKRIFSTOFA: Hamraborg 7, 200 Kópavogi SÍMI: 45155 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gestur Ólafsson RITNEFND: Auður Sveinsdóttir, Birgir H. Sigurðsson, Jakob E. Líndal, Kjartan Jónsson, Sigurður Einarsson, Trausti Valsson, Þorsteinn Þorsteinsson PRÓFÓRK: Jóhannes Halldórsson HÖNNUN: Guðný Richards AUGLÝSINGAR: Ásdís Kristinsdóttir, Guðrún Bergmann, LJÓSMYNDIR: Gestur Ólafsson, Jens Alexandersson MARKAÐSSETNING: Guðbjörg Garðarsdóttir DREIFING: ívar Guðmundsson PRENTUN: Oddi hf. © SAV, Hamraborg 7, 200 Kópavogi. Öll réttindi áskilin hvað varðar efni og myndir.

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.