Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 7

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 7
UMHVERFI 'iótt, ef íbúðarhús og stofnanir eru falleg? Á það að vera einkamál hvers og eins hvernig hús hann byggir, hátt eða lágt, Ijótt eða fallegt, eða er rétt að taka tillit til að- liggjandi byggðar og umhverfis og þá hvernig? Hverjir eru málsaðilar í þessum efnum, hver á réttur þeirra að vera og hverjir eiga að fá að ráða? Eiga einn eða tveir menn að fá að ráða hvernig svo til allar nýbyggingar í Kvosinni munu líta út? Er nauðsynlegt að byggja grísk-amerískt musteri til þess að við getum notið þess að horfa á Esjuna? Eiga Hafnfirðingar sem vinna í miðbænum í Reykjavík að fá að ráða einhverju um byggingu ráðhúss í höf- uðborg Islands, eða á þetta að vera einka- •aiál Reykvíkinga? Eiga þeir sem búa við Tjarnargötuna að fá að ráða meiru um þetta mál en þeir sem búa í Breiðholtun- um? Er það aðalatriði í byggingarlist og um- hverfismótun að framkvæmdaaðili geti fengið sem ódýrasta teikningu af viðkom- andi mannvirki, eða skiptir það svo miklu máli fyrir notendur viðkomandi mannvirkis, Þá sem horfa á það daglega og þjóðfélagið i heild, að hún sé vel úr garði gerð, að við viljum gera ákveðnar lágmarkskröfur til hönnuða og launa hönnun í samræmi við Það? Eða viljum við að arkitektar keppi um það hver getur teiknað ódýrast, og viljum við þá ekki Ifka að læknar og lögfræðingar keppi um það hver geti fjarlægt botnlanga °9 dæmt menn fljótast og ódýrast? Er hönnun bygginga og umhverfis á ís- landi svo lítið mál að yfirleitt sé ekki getið um það í fjölmiðlum hver hafi hannað við- komandi mannvirki? Eða er kominn tími til þess að þeir sem hanna mannvirki hér á landi komi fram á sjónarsviðið, sýni á sér andlitið og taki þátt í almennri umræðu um Þessi mál? °g hvað um samræmið? Hvers virði er það? Fræg er sagan af Bandaríkjamannin- um sem ekið var um gróin hverfi Hafnar- fjarðar, Garðabæjar, Kópavogs og Reykja- v'kur til að skoða byggingarlist. Þegar hann kom úr ferðinni og var spurður hvernig honum hefði líkað hrópaði hann UPP yfir sig af ánægju og sagði: „Ég hef nu komið víða og séð margar borgir, en aldrei fyrr hef ég séð jafnfjölbreytt um- verfi á ekki stærra svæði - hér hlýtur að búa frjálst og hamingjusamt fólk!" Samt höfum við neytt tugþúsundir manna til þess að byggja mjög einhæfar og sviplitlar byggingar í nýjum hverfum hér á landi í nafni þessa sama samræmis. Þrátt fyrir nútíma þekkingu og tækni höfum við enn ekki náð tökum á því að halda þægilegu raka- og hitastigi í byggingum. Við höldum ennþá áfram að byggja hættu- legt umhverfi sem beinlínis stuðlar að slysum, þar sem ónauðsynlegur umferðar- hávaði orsakar stöðuga streitu. Ennþá höf- um við ekki tekist á við mörg grundvallar- atriði þéttbýlisþróunar, eins og að koma frárennslismálum okkar í forsvaranlegt horf, eða fundið viðunandi leiðir til þess að losna við brotajárn og annað rusl. ( þessu umhverfi er víða hvorki hægt að sleppa hendi af barni né fara í gönguferð með elskunni sinni til að horfa á sólarlagið, svo vel sé. Við sýnum að vísu þá viðleitni að hvetja fólk til þess að fara varlega, en ein- faldari og ódýrari leið er auðvitað að nota tlltæka þekkingu til þess að búa til öruggt ómengað umhverfi sem fullnægir þeim kröfum sem við viljum gera. Á hvaða leið erum við líka í húsnæðismál- um? Fyrir nokkur hundruð árum gat dug- legur bóndi byggt yfir sig, eftir slátt, með nokkrum röskum vinnumönnum, án þess að stofna sér í teljandi skuldir. Þótt kröf- urnar séu að vísu meiri núna þá endist mörgum varla ævin til þess að koma sér upp skuldlausu þaki yfir höfuðið. Er þetta óumflýjanlegt, eða er til einhver millivegur eða nýjar leiðir? Og hverjir bera ábyrgð á þeim byggingum og umhverfi sem við höfum byggt og erum að byggja? Bera þeir sem hanna mann- virki alla ábyrgð á því umhverfi sem við búum við á íslandi í dag, eða er orsakanna að leita annars staðar? Þeir sem sitja í byggingarnefndum og sveitarstjórnum ráða miklu um þessi mál þótt þeir séu oft ekki sérfræðingar á þessum sviðum. Eig- endur stórra fyrirtækja, forstöðumenn stofnana og margir einstaklingar hafa líka mjög mikil áhrif á gerð mannvirkja og um- hverfis í þéttbýli. Margir þessara aðila eiga samt erfitt með að skilja þá sem skipu- leggja og hanna byggingar og umhverfi. Ef ekki er til ákveðinn þekkingargrundvöllur í þjóðfélaginu á ákveðnum sviðum hefur fólk líka tilhneigingu til að treysta sérfræð- ingum um of. Hugmyndir að nýbyggingum og umhverfi eru settar fram í teikningum, á kortum og stundum með líkönum og það þarf mikla reynslu og þekkingu til að lesa þessar rúnir, þannig að menn geri sér fulla grein fyrir því mannvirki sem teikningarnar og líkönin eiga að lýsa. Það er mjög mikil- vægt að fólki sé kennt að lesa byggingar og umhverfi í þessu formi, áður en þær eru byggðar. Það eitt getur komið í veg fyrir mörg glappaskot. Margir stjórnmálamenn gera sér heldur alls ekki fulla grein fyrir því hvað gott um- hverfi er mikilvægur hluti af þeim lífsgæð- um sem við sækjumst eftir. Gott umhverfi í þéttbýli, jafnt innan dyra sem utan, sem við getum notið á hverjum degi verður ekki heldur myndað í einu vetfangi, heldur smám saman, á mörgum áratugum. Þótt hækkandi rauntekjur séu ef til vill mikil- vægur mælikvarði á velferð hverrar þjóðar, þá getum við ekki farið með mánaðarlaun- in okkar út í búð og keypt okkur gott um- hverfi nema í mjög takmörkuðum mæli. Ef það umhverfi sem við búum við hentar okkur ekki getum við í besta falli flúið það um stundarsakir í sumarleyfi eða helgar- ferð eða flutt til annarra staða eða landa þar sem menn hafa gert sér fulla grein fyrir mikilvægi þessara mála. Engu að síður er það hluti af okkar menningarlífi sem sjálf- stæðrar þjóðar að takast á við þessi mál og finna þeim lausnir. Að kalla sífellt til er- lenda sérfræðinga til þess að segja okkur hvað við eigum að gera, hvort heldur um er að ræða Fossvogsbraut eða fyrirhugaða ráðhúsbyggingu, er að flýja undan merkj- um. Allt eru þetta hlutir sem við eigum tvf- mælalaust að ákveða sjálf. Af nógu er að taka þegar velt er upp þeim atriðum í íslenskum arkitektúr og skipulagi sem nauðsynlegt er að ræða og skiptast á skoðunum um. Jafnvel þótt aldrei verði fundin endanleg svör við því sem hér hef- ur verið drepið á, þá er opin, fagleg um- ræða um þessi mál hér á landi tvímæla- laust nauðsynlegur grundvöllur fyrir varan- legar framfarir á þessu sviði. (fjölmiðlunarflóði nútímans er sú list dauð, sem ekki hefur neinn vettvang eða farveg og nær hvorki augum né eyrum fólks. Með ritinu Arkitektúr og skipulag er öllum þeim sem vilja vinna að lifandi listsköpun á þessu sviði boðið upp á slíkan farveg, fyrir nýjar hugmyndir, gagnrýni, ábendingar og annað sem gæti orðið þessum málum til framdráttar. Ef við leggjumst á eitt getum við bæði unnið þessum málum nauðsyn- legan skilning, sýnt fram á gildi þeirra og stuðlað að mun betri mannvirkjagerð og byggðu umhverfi á íslandi en við þekkjum í dag. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.