Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 36

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Qupperneq 36
stöðvanna, er líka dæmigerö fyrir þörf þéttbýlisfólks- ins til nærveru við náttúruna og landið. Við vaxandi þéttbýli og breytta atvinnuhætti meg- inþorra þjóðarinnar hefur þörfin og vinnan við ýmiss konar áætlanir og skipulag aukist mikið. Flestar þær hugmyndir sem fram koma um mótun umhverfis, byggjast á erlendum hugmyndum, þar sem hugtakið þéttbýli er fastmótað í hugum almenn- ings og stjórnmálamanna. Byggingar eru háöar sínu umhverfi hvort sem um græn svæði eða umferðar- götur er að ræða. Hverfi eru ekki fullbúin fyrr en öllum stigum viðkomandi skipulags er fullnægt. Því miður hafa okkar ágætu embættismenn og stjórn- málamenn ekki alveg gert sér grein fyrir þessu né heidur að nú er árið 1988 en ekki 1888 . Það eru liðin hundrað ár síðan Garðyrkjufélag Is- lands var stofnað og hafist var handa um að ryk- binda götur og slétta óræktarsvæði! I dag er hægt að líta á útivistarsvæði í tvennum skilningi: 1. Með mismunandi nýtingu í huga: (leiksvæði, göngustíga, almenningsgarða, torg, reiðgötur o.fl.), það er að segja dvöl utanhúss. 2. Útlit svæðanna og frágangur, þ.e.a.s. hvað blasir við augum vegfarenda innan úr húsi eða frá bifreið. Veðurfarið hér á (slandi er þannig að við verðum að taka tillit til þess í heildarskipulagi bæjanna, hvort sem aöaláherslan er lögð á umhverfi, útivistarsvæði Lífsnauðsynjar einkenndu garð- menningu íslendinga langt fram á þessa öld. Matjurtagarðar girt- ir rammbyggilegum girðingum. Garðlist þeirra tíma eins og þessi mynd frá Þingholtunum, frá því um aldamótin, sýnir. eða byggingar. Skjól, birta og útsýni eru þau atriði sem flestir sækjast eftir Segja má að útiveran hefjist við húsdyrnar og þar hefst líka löng keðja mismunandi útisvæða, ýmist í einkaeign eða sem almenningssvæði. Útivistarsvæði eru öllum nauðsyn, en þau geta aldrei orðið eins og þekkist erlendis í heitari löndum, þar sem menn hreyfa sig lítið, þ.e.a.s. sitja og rabba saman yfir bjórglasi eða kaffibolla, hittast á torgum, versla á útimörkuðum og ganga um til að skoða bæjarlífið. Útiskemmtanir, alls konar ræktun og dvöl utan dyra nánast helming ársins er ekki það sem við Islendingar getum vænst. Bæði er það veðráttan sem setur okkur hömlur svo og óhóflega langur vinnu- dagur flestra. Hérlendis byggist útiveran á hreyfingu. Göngu- ferðir eru ungum jafnt sem öldruðum hollar og nauðsynlegar. Því ætti að leggja mikla áherslu á að gönguleiðir séu sem fjölbreyttastar, að þær tengi saman bæjarhluta og opin svæði án þess að vegfar- endur þurfi að klöngrast yfir drullusvað og þungar umferðargötur. Sem dæmi má nefna nauðsyn þess að gera greiðfæra gönguleið frá Seltjarnarnesi með- fram sjónum að Skerjafirði, að Nauthólsvík og þar með öskjuhlíð svo ekki sé talað um áframhaldandi leið austur Fossvogsdal að Elliðaám og jafnvel enn lengra eða upp í Heiðmörk. Einnig þarf að hafa í huga að gönguleiðir verða að vera greiðfærar á vetrum, ekki síst fyrir gamalt fólk. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.