Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 6

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 6
AÐ MÓTA ÍSLENSKT 99 Gestur Ólafsson stundaði nám í arkitekt- úr og skipulagsfræðum í Englandi og síðar fram- haldsnám í skipulags- fræðum í Bandaríkjun- um. Hann stofnaði Teiknistofuna Garða- stræti 17 og rak hana um árabil. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstöðumaður Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins síðast liðin sjö ár, en rekur nú eigin ráðgjafarstarfsemi í Kópavogi. Gestur hef- ur kennt skipulagsfræði við Háskóla íslands undanfarin tólf ár. Hann er fyrrverandi formaður Lífs og Lands. (( Um langt árabil hefur fagleg umræða um arkitektúr og skipulag hér á landi verið mjög takmörkuð, og nær eingöngu bundin við greinar í dagblöðum. Fyrir um það bil þrjátíu árum var þó gerð tilraun til að mynda grundvöll fyrir slíka umræðu með ritinu Byggingarlistin, sem gefið var út af Arkitektafélagi (slands. Af því riti voru þó einungis gefin út fjögur tölublöð. Engu að síður var þar komið á framfæri mjög at- hyglisverðu efni og sýnt fram á hve mikil- vægt er að fjallað sé um þessi mál af þekkingu i þjóðfélagi sem er í jafnörri breytingu og íslenskt þjóðfélag. Afleiðingin af því að svo til engin fagleg umræða hefur átt sér stað um arkitektúr og skipulag hér á landi, er meðal annars sú að sárafáir vita hvað góð byggingarlist og umhverfi er eða getur verið. Þetta er ekki einungis spurs- mál um smekk heldur þekkirigu. Á þessari öld hafa átt sér stað grundvallar- breytingar á íslensku þjóðfélagi. íslenskt þjóðfélag er ekki lengur dreifbýlisþjóðfé- lag. Á örfáum áratugum hafa (slendingar flust úr sveitum í þéttbýli. Þannig búa nú innan við 10% þjóðarinnar í dreifbýli. Fyrir einum mannsaldri voru flestir (slendingar fæddir í sveit og höfðu alist þar upp. Nú er mikill meirihluti bæði fæddur og elst upp í þéttbýli sem hefur verið hannað og byggt af okkur sjálfum. Þessi þróun hefur engan veginn verið þrautalaus. Við höfum þurft að læra að skipuleggja þéttbýli og hanna hús á mun skemmri tíma en nokkur þeirra menningarþjóða sem við viljum bera okkur saman við. Sumt af því sem við höfum gert í þessum efnum síðasta mannsaldur- inn hefur óneitanlega tekist vel - annað getum við gert miklu betur. Það má líka leiða rök að því, að ef innlendur vettvangur hefði verið til fyrir málefnalega umræðu og skoðanaskipti um arkitektúr og skipulag á þessu tímabili, þá hefðum við hugsanlega getað komist hjá mörgum glappaskotum. Því hefur löngum verið haldið fram að í þéttbýli mótum við sjálf okkar umhverfi, en síðan taki umhverfið við og móti okkur. Þótt þetta sé að sumu leyti rétt er það þó mikil alhæfing, því þeir eru ansi fáir sem hafa heimild til að hafa afgerandi áhrif á þetta umhverfi. Það heyrir t.d. til undan- tekninga ef börn eru spurð álits á því hvernig leikvelli þau vilji. Sama máli gegnir um húsnæði og umhverfi fyrir láglaunafólk og aldraða. Því fer einnig fjarri að tiltæk þekking sé alltaf notuð til þess að móta umhverfi okk- ar eins og best verður á kosið. Auðvitað eigum við að nota alla tiltæka þekkingu til að móta byggt umhverfi á (slandi, og auð- vitað eigum við að gera miklar kröfur til bygginga og umhverfis og þeirra manna sem hafa menntun og getu til að annast slík störf. Það að þeir hafa sérhæft sig á þessum sviðum gerir okkur líka kleift að gera miklar kröfur til þessara manna. I þjóðfélagi sem er í jafnörri breytingu og íslenskt þjóðfélag er nauðsynlegt að ræða, skilgreina og endurmeta hugtök og hug- myndir aftur og aftur. Án slíkrar umræðu erum við að miklu leyti strönduð. Hér á landi er fjölmörgum spurningum um arki- tektúr og skipulag ósvarað. Hvaða hug- myndir gerum við okkur t.d. um hús eða byggingar, og hvaða tilgangi eiga þær að þjóna? Er nóg að byggingar séu ódýrar og veiti okkur skjól fyrir veðri og vindum, eða viljum við gera aðrar og meiri kröfur til þeirra? Á íslensk byggingarlist að elta stöðugt erlendar tískusveiflur og vera hálf- gert Bíldudalsafbrigði af því sem er gert í Kaliforníu, eða er rétt að hún taki meira tillit til íslenskrar menningar, veðurfars og að- stæðna hér á landi? Hafa byggingar hér á landi verið of alvar- legar? Eigum við að reyna að draga úr þessum alvöruþunga og gefa þeim léttara yfirbragð? Á fólk sem horfir á lögreglu- stöðvar, skóla, bíó, kirkjur, sjúkrahús, hraðfrystihús, alþingishús, sjónvarpshús, banka og þjóðarbókhlöður að sjá það strax á húsinu hvað þar er um að vera? Eða er allt í lagi að þessar byggingar hafi svipað útlit, ef bara er hægt að nota þær á mis- munandi hátt? Hvernig viljum við hanna kirkjur, skóla og bensínstöðvar á íslandi í dag, hvar viljum við velja þeim stað og hvers vegna? Er allt í lagi að þessar at- hafnir séu í sömu byggingunni, eða viljum við einhverra hluta vegna aðskilja þessar athafnir og velja þeim sérstakan stað, form og útlit? Eiga byggingar að vera fallegar, eða er allt í lagi að þær séu Ijótar. Er það bara álita- qnál hvað er fallegt og Ijótt í þessum efn- um? Er allt í lagi að atvinnuhúsnæði sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.