Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 63

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 63
inga- og sýningahönnuði. Enn önnur ástæöa fyrir hugmynd þessari er sú, að nú bendir margt til að einhver form- breyting sé í aðsigi hjá okkur íslendingum í híbýlaháttum og gæfist þarna gott tækifæri til Þess að koma henni á framfæri. Skal það út- skýrt nánar eins og það kemur mér fyrir sjónir: Um leið og efnahagur og frítími fólks hefur enn aukist, hefur orð- ið, einkum hjá yngra fólki, viss hugarfarsbreyting. Þetta hugarfar er nokkuð ólíkt nægjusemishugsjóninni gömlu eða nauð- þurftardálæti 68 kynslóðarinnar. Þetta unga fólk ætlast til þess kinnroðalaust, að það megi njóta lífsins í efnalegri velsæld, án allt of mikils erfiðis. Þetta fólk hefur ekki einu sinni þá inn- grónu “skyldugu" þjóðfélagsmeðvitund, að öll velgengni fram yfir meðaltal hljóti ávallt að vera fengin á vafasaman hátt. Þessum hugs- unarhætti vex stöðugt fylgi og dugar þá skammt vandlæting og andóf hinna, enda stækkar stöðugt hópur þess fólks, sem hefur úr miklum fjármunum að spila. Áhrif þessa í innanhússhönnun koma t.d. fram í því, að í stað þess að láta baðherbergið rúma einungis baðker og klósettskál með vaski á milli, má fœkar líkja nútímabaðherbergi við hreinlætis- og líkamsræktarstöð með pottum og gufuklef- um auk líkamsræktartækja o.þ.h. tóla - og komum við þá aftur að baðdraumi Hófíar, sem einmitt var eitthvað í þessa átt. Sumir hafa vilj- aö kalla þetta unga fólk baðkynslóðina. Annað dæmi, sem gæti haft töluverð áhrif á íslenska húsahönnun í framtíðinni og er reynd- ar þegar farið að gæta í garðhýsaáhuga, er óskin um nánari tengsl milli íbúðar og garðs. Gera má ráð fyrir, að með auðfæranlegum glerveggjum, sundlaugum og gróðri megi um- breyta lífsformi í heimahúsum mikið og auka tengsl við garð og gróður, því ólíkt eldri kyn- slóðinni er baðkynslóðin mikið útivistarfólk, enda búin að kynnast baðstrandalífi og sólböð- um allt frá fæðingu. Ekki verður farið nánar út (útfærslu á sýn- ingartilhögun í þessari tillögu um hönnunar- átak. Það er nú einu sinni svo, að til þess aö skapa eitthvert átak þarf meira að koma til en langoröar blaðagreinar með miklum og löng- um tillögugeröum. - Það þarf að hefjast handa og leyfa hugmyndunum að þróast. Ég veit ekki hvort nægilegur vilji og dugur er í okkur hönn- uðum (og þeim sem málið varðar) til þess aö hrinda þessu í framkvæmd, en óneitanlega væri gaman að reyna að glæöa hönnunarmeö- vitund landsmanna og efna til uppsveiflu í okk- ar eigin röðum í leiðinni. Alla list þarf að kynna, og ekki síst nú á tímum, þegar endalausar kynningar og auglýs- ingar keppa um athygli fólks. Ungt fólk, sem áhuga kann að hafa á starfi hönnuða, þarf líka að fá tækifæri til þess að fræðast og sjá að eftir einhverju er að keppa í þessu fagi. Orð eru til alls fyrst og gaman væri að fá einhver viðbrögð við hugmyndinni þannig aö menn geti farið að velta henni fyrir sér í fullri alvöru. SJ Kjartan Jónsson er innanhússarkitekt frá Fredriksberg tekniske Skole íK.höfn 1971. Var starfsmaður Teiknistof- unnar h.f. Ármúla 6 frá 1971, en hefur síðan 1983 rekið, ásamt öðr- um, Arkitektastofuna við Austurvöll. CC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.