Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 68

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 68
ríkjamenn. Astæðan er sú að Islendingar nutu um áratugaskeið niðurgreiddra húsnæðislána. ALLT LEYSIST AF SJÁLFU SÉR Þegar lánskjör voru sem hagkvæmust virtust ráöamenn vera á þeirri skoöun að húsnæðis- málin leystust af sjálfu sér og afskipti opin- berra aðila skiptu litlu máli. Lítil áhersla var lögö á öflun upplýsinga um húsnæðismál og úrvinnsla þeirra var í lágmarki. Upplýsinga- skortur setur enn mark sitt á húsnæðismálin. í opinbera kerfinu er enginn aðili sem hefur þaö hlutverk að safna upplýsingum um alla þætti húsnæöismála og gefa þær út. Til dæmis má nefna að við vitum ekki hversu margir lands- menn búa í eigin húsnæði. Hin opinbera tala, 85%, er einungis ágiskun byggð á tilfinningu fárra aðila. Þekkingarskortur og að fólk eign- aðist almennt húsnæði sitt fyrirhafnarlítið brenglaði mat ráðamanna í húsnæðismálum. Skortur á upplýsingum hefur sett mark sitt á stjórnmálaumræðu síðustu ára. AÐSTÆÐUR NÚ VERRI EN ÁÐUR Aðstæður húsbyggjenda eru verri nú en þær hafa verið um langt skeið. Vextir eru hinir óhagstæðustu í meira en hálfa öld. Skattalög eru óhagstæðari en þau hafa lengi verið. Viö það bætast svo hin sérstæðu vandamál sem búin voru til með „nýja“ húsnæðislánakerfinu. Við hinn raunverulega húsnæðisvanda hafa bæst langar biðraðir og skömmtun á lánsfé. Ástandinu má líkja við það sem víða geröist eftir síðari heimsstyrjöldina. Húsnæðiskerfið er dæmi um hvernig farið getur þegar reynt er að leysa flókin vandamál með einföldum allsherj- arlausnum. Hinn raunverulegi húsnæðisvandi skapaðist af því að aðstæður kaupenda gjör- breyttust á fáum árum. Nýja húsnæðislánakerf- ið er tilraun til að endurvekja það ástand sem var þegar allir sem á annað borð áttu rétt á láni gátu keyþt sér íbúð með niðurgreiddum lán- um. Til þess að það sé unnt þarf hins vegar aö útvega fé til að greiða niður lánin. Féð liggur ekki á lausu. Þær uppsprettur, sem áður var gengið í, hafa verið þurrausnar. Breytingar, sem orðið hafa á aðstæðum húsnæðiskaupenda, verða best skýrð- ar með einföldum samanburði. Við það að bera saman húsnæðiskaup ungrar fjöl- skyldu í dag og kaup eins og þau gerðust um miðjan síðasta áratug kemur aðstöðumunurinn vel í Ijós. Það verður gert síðar i þessari grein. Athugum þó fyrst hvernig vaxandi verðbólga kom húsnæðiskauþendum til góða á síðasta áratug. LÁNUM VELTÁMILLI BANKA Þegar mismunur vaxta og verðbólgu var sem mestur var algengt að kaupendur tækju ný lán til að greiða afborganir af eldri húsnæðislán- um. í raun var þetta nauðsynlegt sökum þess að nafnvextir voru mjög háir. Til þess að unnt væri að ”velta” lánum á þennan hátt skiptu húsbyggjendur gjarna við eins marga banka og þeir mögulega gátu. Til þess að greiða af láni í einum banka tóku þeir lán í öðrum. Á þennan hátt tókst mönnum að velta lánum sínum frá einni lánastofnun til annarrar og láta verðbólg- una vinna á þeim. Þeir sem voru snjallastir í þessum leik eða höfðu góð ítök í bankakerfinu gátu jafnvel velt lánunum á milli banka án þess að greiða krónu úr eigin vasa. Fyrir rúmum áratug var það mjög áhrifaríkt. Menn gátu hreinlega komið sér upp húsnæði án þess að leggja annað á sig en setu á biðstofum banka- stjóra. Til dæmis má nefna að lán sem tekið var 1975 og velt áfram án þess að greiða af því rýrnaði að raunvirði um 27.5% á aðeins fimm árum. HAGSTÆÐ SKATTALÖG En fleira hafði áhrif en mismunur á vöxtum og verðbólgu. Skattalög voru lengst af mjög hag- stæð húsnæðiskaupendum. Heimilt var að færa vexti til frádráttar á skattaframtali. Lán voru óverðtryggð. Vextirnir voru nokkrum prósent- um lægri en veröbólgan. Hún var um 50% í lok síðasta áratugar. Húsbyggjendur færðu af þessum sökum verulegar fjárhæðir til vaxtafrá- dráttar. Ekki skipti máli hvort kaupendur höfðu raunverulega greitt af lánunum eða velt þeim áfram með töku nýrra. Allir vextirnir voru frá- dráttarbærir. Hagur húsbyggjenda var af þess- um sökum tvíþættur. Annars vegar þurftu þeir ekki að endurgreiða nema brot af lánum sínum og nutu því góðs af verðrýrnun þeirra í sívax- andi verðbólgu. Hins vegar fengu þeir frádrátt frá skatti vegna vaxtakostnaðar. VERÐBÓLGAN BESTI VINUR HÚSBYGGJANDANS egar verðbólgan fór vaxandi í lok síö- asta áratugar skapaðist ástand sem var afar hagstætt fyrir húsbyggjendur. Vextirnir héldu ekki í við verðhækkanir. Stjórn- málamenn héldu vöxtum niðri í von um að þeim tækist að minnka verðbólguna. Því meira sem verðbólgan óx þeim mun lægri urðu raun- vextirnir. Húsnæðislán nánast gufuðu upp áfá- um árum. Nafnvextir hækkuðu í kjölfar vaxandi verðbólgu. Um leið hækkaði vaxtafrádráttur. Allt lagðist þetta á sveif með húsbyggjendum. Niðurstaðan varð sú að verðbóigan reyndist besti vinur húsbyggjandans. Á meðan hún fór vaxandi rýrnuðu lánin sífellt meira og vaxtafrá- drátturinn hækkaði. Á þessum vítahring byggðist í raun sjálfseignarstefnan. Með tilkomu verðtryggingar og nýrra skatta- laga breyttust aöstæður fyrir nokkrum árum. Þær hafa síðan enn versnað með hækkun raunvaxta og niðurfellingu vaxtafrádráttar. 300 RÚSUND Á ÁRI í HAGN- AÐ AF HÚSNÆÐISKAUPUM 1976. Til þess að lýsa aðstæðum húsnæðiskaupenda um miðjan áttunda áratuginn má taka dæmi af fjölskyldu sem keypti þriggja herbergja íbúð 1976. Miðað við verðlag í dag hefði hún þurft að greiða liölega 4 milljón krónur fyrir eignina. Til kaupanna tók fjölskyldan að láni 80% af söluverði. Lánin voru óverðtryggð og báru vexti sem voru 6.3% lægri en verðbólgan. Ef fjármál fjölskyldunnar eru gerð upp fyrstu 5 árin eftir kaupin kemur í Ijós að hún hagnaðist um 292 þúsund krónur á ári vegna kaupanna. Það eru samtals 1,460 þúsund öll árin. Hagn- aðurinn er annars vegar verðbólgugróði og hins vegar skattalækkanir. Vegna neikvæðra raunvaxta lækkaði höfuðstóll lánsins að raun- viröi um 885 þúsund krónur. Það eru 177 þús- und krónur á ári. Til viðbótar kom samtals 575 þúsund króna lækkun á tekjuskatti vegna vaxtafrádrattar. Það eru 115 þúsund á ári. KOSTNAÐUR VEGNA SÖMU KAUPA 80 PÚSUND Á ÁRI 1988 ðstæður húsnæðiskaupenda í dag eru ólíkar. Ungt fólk, sem er að koma sér upp húsnæði, nýtur ekki lengur hag- ræðis af hagstæðum lánakjörum. Þvert á móti hafa vextir af húsnæðislánum hér á landi ekki lengi verið óhagstæðari. Af þeim sökum geta kaupendur ekki lengur leyst lánamál sín með 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.