Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 61

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 61
TILLAGA að ÖNNUNARÁTAKI Oft hef ég velt því fyrir mér hvað sé vænlegast til þess að koma af stað einhverri uppsveiflu í innan- hússhönnun og umhverfismótun almennt, - uppsveiflu, sem vekja myndi áhuga okkar Is- lendinga á þeim málum. Blaða- og tímaritagreinar gera sitt gagn og eru nærtækasti miðillinn til þess að ná til fagfólks og helstu áhugahópa, en í pappírs- og fjöl- miðlaþjóðfélagi okkar þarf sterkari miðla til þess að ná verulega athygli almennings. Sýningar af mörgum gerðum hafa jafnan verið stærri þáttur f fjölmiðlun til almennings hér- lendis en víða annars staðar og skal nú, áður en iengra er haldið, farið lauslega yfir það helsta, sem hefur gerst á þeim vettvangi að undanförnu og lýtur að hönnun: Fyrst skal telja yfirlitssýningu, sem haldin var s.l. sumar að Kjarvalsstöðum á listiðnaði frá Norðurlöndum. Kynnt voru verk hönnuða, sem á sínum tíma hlutu hönnunarverðlaun kennd við Frederik Lunning. Verðlaunin voru veitt á 6. og 7. áratugnum til norrænna hönn- uða, en íslendingar komu þar þó aldrei við sögu. Um þessa sýningu hef ég áður skrifaö (tímaritið HÖNNUN 1. tbl.). Sýningin var mjög athygliverð, en sýndi að mestu eldri muni. Litlu síðar var opnuð önnur sýning, sem var af allt öörum toga, í Laugardalshöll: VERÖLD- IN 87. Aðalaðdráttaraflið var vel auglýstur draumur Hófíar og nú stóð mannskapurinn í biðröðum til þess að sjá hvernig draumurinn liti út, eftir að hafa ræst í veraldlegum búningi. En margur varð fyrir hálfgerðum vonbrigöum, eins og oft vill verða þegar draumar rætast, því fátt var annað að sjá en samsafn af dýrum húsmunum (merktum söluaðilum) og í engu breytt frá hefðbundnum alþjóðlegum uppa- módernisma. Þó mátti sjá baðherbergisstærð, sem óvanaleg er hérlendis, - en meira um það mál síðar. Á þessari sýningu voru einnig sýnd í fyrsta sinn hér á landi MEMPHIS-húsgögn, sem vöktu töluverða athygli, aöallega yngra fólksins, og viðeigandi hneykslan þeirra fast- heldnari. I febrúar var svo loks efnt til hönnunarsýn- ingar að Kjarvalsstöðum, en hún var uppskera af hönnunarsamkeppni á vegum Félags hús- gagna- og innréttingaframleiðenda. Markmið hennar voru að sögn fyrirsvarsmanna að fá fram frjóar hugmyndir, örva hönnun og vöru- þróun og efla samstarf hönnuða og framleið- enda. Petta tókst sæmilega vel til, þótt var- færnislega væri farið með frjósemina í hug- myndum, því fljótt á litið minnti salurinn einna helst á stóra húsgagnaverslun. En þarna sýndi sig samt, að íslenskir hönnuðir eru vel með á nótunum. Og allt er þetta nú heldur í áttina. Almenningur hefur í raun töluverðan áhuga á þessum málum. Pað kom í Ijós í viðbrögð- um, þegar sýnd var í sjónvarpi mynd um Guð- jón Samúelsson og byggingarlist hans nú um páskana. Við sýningu þessarar myndar Oþnuð- ust augu margra fyrir því hve hönnunin er mik- ilvægur þáttur f umhverfi okkar og ekki síður hvað hún er háð persónulegum viðhorfum hönnuðanna sjálfra. Margir hafa hreinlega ekki leitt hugann að þessu atriði. Athyglisvert er að þetta er í fyrsta skipti, sem sjónvarpið lætur gera mynd um íslenska umhverfishönnun. En ýmislegt bendir til þess að áhugi og skilningur sé að aukast á þessum málum. Efnisþyrstir fjölmiðlar eins og sjónvarp eru ávallt reiðubún- ir til umfjöllunar, ef eitthvað bitastætt og áhugavert er á boðstólum. Ég slæ því fram þeirri hugmynd, að efnt verði til hönnunarátaks í formi stórrar sýning- ar, þar sem hönnun og formlist hvers konar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.