Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 62

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 62
 giörðu svo vel Hvort sem þú ætlar að veita vatni um lengri eða skemmri veg er varla til auðveldari og ódýrari leið en gegnum rörin frá Reykjalundi. Rörin frá Reykjalundi eru viðurkennd fyrir gæði og auðvelda meðferð. Flestarstærðirvatnsröra, kapalröra, frárennslisröra og hitaþolinna röra eru jafnan til á lager og með tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að afgreiða sverari rör. Sérstök áhersla er lögð á mikla og góða þjónustu. Rörin frá Reykjalundi - rör sem duga. REYKJALUNDUR verði kynnt með þeirri reisn, sem þarf til þess að eftir verði tekiö. Sérstaklega verði þess gætt, að efnið henti vel til úrvinnslu í sjónvarpi. Umfang þessa átaks yrði innan marka um- hverfismótunar, þ.e. skipulag, arkitektúr og innanhússhönnun, þótt hliðargreinar af ýms- um toga gætu fylgt með. Aðalmarkmiðið væri að sýna hönnun og mikilvægi hennar í sköpun umhverfis okkar og þyrfti að fá fagfólkið sjálft til þess að annast hana, því ef mestöll kynning stjórnast af auglýsingum og sölusýningum má varla vænta frumlegs átaks úr þeirri átt. Auk þess að vera fræðslusýning, yröi hönnuðum og formlistamönn- um gefinn kostur á að taka þátt í samkeppni og mætti hugsa sér, að formin og hugmyndirnar þyrftu ekki endilega að þjóna ströngustu hagnýtiskröfum eða falla inn í sölu- möguleika framleiöenda, heldur myndi hug- myndaflugið fá að ráða ríkjum. Það er nefni- lega einu sinni svo, að oft skapast nýtileg hug- mynd upp úr annarri hugmynd, sem við fyrstu sýn virtist með öllu ótæk, jafnvel hneykslanleg. Þetta er hvað algengast í fatahönnun, þar sem djarfar hugmyndir - á mörkum skynseminnar - leiða til stefnu og strauma, sem fataiðnaöur- inn byggir síðan framleiðslu sína á. Þar sem ætla má að frekar yrði um hugmynda- sýningu en sölusýningu að ræða (að hluta a.m.k.), gæti sýningin verið í formi líkana og teikninga að miklu leyti og gæti sýningarformið sem slíkt verið áhugavert verkefni fyrir auglýs- Söludeild • Sími 666200

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.