Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 56

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Blaðsíða 56
áhrif á atvinnumál, félagsmál, húsnæðismál, menningarmál, heilbrigðismál og ekki síst um- hverfismál. Öll þessi mál eru hápólitísk og hljóta að valda ágreiningi. En auk þess gæti það verið ágreiningsefni að hve miklu leyti á að nota aðalskipulag til að móta þróun í þessum málum. Víðast hvar í heiminum hafa menn þó hallast að því í auknum mæli að nota aðal- skiþulag sem stjórntæki til þess m.a. að ná fram félagslegum markmiðum. DAGLEGT LÍF FÓLKS. Áður en hafist er handa við sjálft skipulagið þurfa menn því að hafa mótað hugmyndir um ýmsa hluti sem brenna á fólki í daglegu lífi. Hér má nefna stefnu í skólamálum. Ætla menn að bæta þar úr? Á að stefna að fullum skóla- degi í einsetnum skólum eða eiga skólar að vera áfram tvísetnir og skólatími yngstu barna 3-4 tímar? Hver er stefna borgarinnar í málefn- um aldraðra? Ætlar borgin að byggja eða gangast fyrir byggingu sérhannaðs húsnæðis fyrir aldraða, eða á hver að bjarga sér sjálfur? Stefnir borgin að því að fullnægja þörf fyrir dagvistir barna innan einhvers ákveðins tíma? Út frá því sem nú var talið verður það að- alskipulag, sem samþykkt var í borgarstjórn, aö teljast frekar ófullkomið. Að vísu er í grein- argerð skipulagsins allgóð úttekt á þróun ým- issa þeirra mála, sem nefnd voru hér að ofan, á undanförnum árum og ástandinu í dag. En mjög mikið vantar á stefnumörkun. FJÁRHAGSLEGAR FORSENDUR - FRAMKVÆMDAÁÆTLUN. Annar galli á þessu skipulagi er sá að sá kafli, sem fjallar um fjárhagslegar forsendur þess, er of almennur og ómarkviss. f rauninni er engin tilraun gerð til þess að meta þessa þætti né heldur að marka þar neina stefnu, nema að örlitlu leyti varðandi umferðarframkvæmdir. Enginn veit hversu miklu fé verður hugsanlega variö til umhverfismála eða til þess að bæta aðstöðu skólabarna og unglinga í borginni á næstu árum. Engin framkvæmdaáætlun er heldur til sem segir til um hver forgangsröðin skuli vera. Auðvitað er ekki raunhæft að gera nákvæma fjárhags- og framkvæmdaáætlun til 20 ára, en mikilvægt er að verkefnum sé raðað í forgangs- eða tímaröð í samræmi við áætlanir skipulagsins og að yfirvöld geri sér grein fyrir því, hve mikið framkvæmdir muni kosta. UMFERÐARMÁL. Umferðarmálin eru sem eðlilegt er mjög fyrir- ferðarmikil í þessu aðalskipulagi. Raunar má segja að einungis hér hafi verið mótuð nokkuö skýr stefna með fjárhags- og framkvæmda- áætlun. En þá vill svo illa til að sú stefna er röng. Einkabílar eru látnir hafa algjöran for- gang, og skipulagiö gengur út á að leyfa sem flestum einkabílum að aka fram og aftur um borgina á sem mestum hraða. Engin tilraun er gerð til þess að búa í haginn fyrir almennings- samgöngur. Þess vegna er gert ráö fyrir dýr- um og fyrirferðarmiklum umferðarmannvirkj- um sem í mörgum tilfellum sþilla umhverfinu stórlega, og aukinni umferð fylgir aukin slysa- hætta og aukin loftmengun, en nýlegar athug- anir hafa sýnt að loftmengun á vissum stöðum í Reykjavík er meiri en í mörgum borgum Evr- ópu. Goðsögnin um að Reykjavík sé hreinasta höfuðborg Evrópu er því orðin að öfugmæli. Fallegum svæðum eins og Fossvogsdalnum skal fórnað á altari umferðarhraða og Öskju- hlíðin skal skorin frá strandlengjunni (Foss- voginum, Nauthólsvík) og íbúðasvæðunum. Ef þessar áætlanir um umferðarmannvirki ná fram að ganga dregur það úr möguleikanum á því að byggja upp samfellt útivistarsvæði sem næði frá miðbæ að Elliðavatni. En eins og sí- aukin notkun Elliðaárdalsins sannar eru slík heildstæð útivistarsvæði ómetanlegar perlur í borgarlandslagi. BETRI KOSTUR í UMFERÐAR- MÁLUM. Betri kosturinn í stefnumótun umferðarmála er sá að reyna eftir megni að draga úr umferð einkabíla og auka almenningssamgöngur eftir því sem kostur er. Þetta er hægt að gera með samvirku átaki, þannig að saman fari skyn- samleg skipulagning umferðarmannvirkja og uppbygging almenningsvagnakerfis í borginni. Hér má draga lærdóm af reynslu annarra þjóða og samfélaga, sem hafa lengri reynslu af of- þenslu í notkun einkabíla en við. Meira að segja í Bandaríkjunum hafa yfirvöld víða séð þann kost vænstan að skipuleggja sérstakar herferðir til þess aö draga úr einkabílanotkun og beina umferðinni í almenningsfarartæki. Þar hafa menn drukkið hinn beiska bikar einkabíl- ismans í botn. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.