Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 74

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 74
íbúðarhús byggt fyrir uþb. þrjá- tíu árum í Mosfellsdal, fjarri þétt- býli, en þó ekki með það í huga að íbúarnir stunduðu landbúnað. 99 Porsteinn Porsteins- son er verkfræðingur að mennt eftir nám á ís- landi og í Pýskalandi. Hann hefur starfað hjá Verkfræðiþjónustu Guðmundar Óskarsson- ar, Tæknideild Kópa- vogsbæjar og Skipulag- sstofu höfuðborgarsvæð- isins. Einnig hefur Porsteinn kennt sam- göngutækni við Verk- fræðideild Háskóla ís- lands síðastliðin þrjú ár. Hann rekur nú ráð- gjafastarfsemi í Kópa- vogi. CC völd, meö sínar langtímaáætlanir, eru æriö svifasein að bregðast viö vandanum og hefur víöa komið til vandræða. Margir í Bandaríkjunum óttuðust að sveitirn- ar myndu fyllast af óhrjálegum kofum, líkt og sum sumarbústaðahverfi hérlendis, til dæmis við Þingvallavatn. Þessi ótti hefur verið ástæðulaus með öllu, því flest af þessum hús- um hafa verið vel byggð og umhverfi þeirra grætt upp og vel hirt. Þeim, sem flutt hafa úr stórborgum í dreifbýli á síðustu árum, hefur verið annt um umhverfi sitt og plantað og komið upp gróðri. Hafa umhverfisáhrifin verið jákvætt metin. Eins og í upphafi greinarinnar sagði gerast hlutirnir oft fyrst í Bandaríkjunum. Ekki er nokkur vafi að sama þróun, að sjálfsögðu með nauðsynlegri aðlögun, á eftir að verða hér. En það þarf að varast að gera sömu skyssurnar og Bandaríkjamenn og glíma við sömu vanda- mál og þeir. Þetta mætti gera með því að tryggja í sveitarstjórnar- og skipulagslögum að hægt verði að hafa stjórn á breytingunum. Vonandi lærum við af mistökum annarra svo þetta verði ekki eins og með mengjareikning- inn sem farið var að kenna hér á landi eftir að þeir vestra höfðu gefist upp á honum og tekið upp gömlu góðu stærðfræðina.

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.