Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 57

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 57
íbúðir aldraðra við Skúlagötu. Það er furðulegt ef meirihlutinn f Borgarstjórn Reykjavíkur ætlar meðvitað að láta Reykjavík ganga í gegnum hörmungar sem aðrar borgir hafa gengið í gegnum, vegna þess að ekki var á réttum tíma brugðist á réttan hátt við fjölgun einkabíla. Við ættum þvert á móti að nota víti annarra okkur til varnaðar. ÁHRIF OFFJÖLGUNAR EINKA- BÍLAÁ MIÐBORGIR. Offjölgun einkabíla hefur hvað neikvæðust áhrif á rótgrónar miðborgir. Ef hvort tveggja er að byggingarmagn í miðborg er aukið verulega og stuðlað er að aukinni einkabílanotkun geta af- leiðingarnar orðið hrapallegar eins og dæmin sanna. Því miður hafa borgaryfirvöld valið þessa röngu stefnu með því að samþykkja það aðalskiþulag sem hér er rætt um. í Kvosinni, hjarta borgarinnar, á að auka verulega bygg- ingarmagnið - auka þar með skrifstofuhús- næði og verslunarrými, en það kallar á stór- aukna bílaumferð. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR. Annað stórágreiningsefni í skipulaginu sem nefna má er t.d. ákvöröun um að festa Reykja- víkurflugvöll í sessi sem miðstöö innanlands- flugs. Mjög hagkvæmt væri fyrir borgina að nýta þaö svæði eða hluta þess undir fþúða- byggð og finna annan stað fyrir innanlands- flugvöll. BORGARVERND? Nýtt hugtak kemur fram í aðalskipulagstillög- unni um borgarvernd og er skilgreint á þann hátt að það séu svæði sem borgaryfirvöld hafa ákveðið að friða vegna sérstæðrar náttúru, landslags, sögulegra minja, umhverfis eða úti- vistargildis. En þessi borgarvernd er gagns- laus. Hún á sér enga stoð í lögum og þar af leiðandi getur borgarstjórn með einfaldri at- kvæðagreiðslu ómerkt allar fyrri ályktanir um friðun svæða án þess aö nokkur fái rönd við reist. Friðun skv. náttúruverndarlögum er mun betri á viðkvæmum stöðum því hún kemur í veg fyrir aö skammtímahagsmunir geti leitt til þess, að sveitarstjórnir freistist til að ganga á óðætanleg náttúru- eða menningarverðmæti. ÁHRIF ALMENNINGS Á SIH NÁNASTA UMHVERFI. Hér hafa verið tíunduð nokkur þau atriði sem ágreiningi ollu í Borgarstjórn Reykjavíkur viö afgreiðslu aðalskipulagsins. Enda þótt þetta skipulag sé gallað í mikilvægum atriðum er eigi að síður ástæöa til þess aö taka það fram að þar eru ýmis mál vel unnin og starfsmenn þorgarinnar hafa safnað þar saman mjög mikl- um upplýsingum sem ómetanlegt er fyrir borgara Reykjavíkur og fulltrúa þeirra að hafa aögang að. Mikilvægi þess, að hver einasti íbúi sveitarfélags hafi áhrif á umhverfi sitt, er aug- Ijóst. Rað veldur því talsverðum vonbrigðum að ekki skyldi takast að virkja meiri áhuga borgarbúa þegar skipulagið var kynnt á sér- stökum fundum meðan á vinnu við aðalskipu- lagið stóð og þegar það var auglýst. Úr því verðum við að finna leiðir til að þæta. 39 Guðrún Ágústsdótt- ir hefur verið borgar- fulltrúi í Reykjavík frá 1982 og setið í skipu- lagsnefnd frá 1986 - Hún hefur starfað í jafnréttisráði frá hausti 1987 og starfar þar nú. lí 57

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.