Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 29

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 29
Aö mati höfundarins minnir upp- bygging Epalhússins nokkuð á „tjald" sem reist hefur veriö yfir starfsemi fyrirtækisins. Burðar- grindin er úr límtrésbitum og utan á þeim er léttbyggö hlíföarkápa úr ílöngum álplötum sem sniönar voru til eftir forsögn arkitektsins. ( hvor- um húshluta er eins konar hús inni í húsinu, myndað af steyptum súlum og millilofti úr steinsteypu. Pessar risavöxnu búðarhillur standa einar sér inni í húsinu án þess aö snerta sjálfan útvegginn. Ofan á þeim er síðan efri hæð verslunarinnar. Steypuvirkiö er jafnframt afstífing fyrir buröarbita skemmunnar, en engar þverstoðir ganga á milli þeirra. Steypuhillurnar tvær eru tengdar saman meö brú sem geng- ur þvert yfir miörými hússins, sem er eins og áöur segir baðað í Ijósi frá opinu sem klýfur húsiö í tvennt. Brú þessi tengist léttbyggðum stig- anum, sem svífur einn og óstuddur í hjarta miðrýmisins. Til aö árétta tengslin viö umhverfið er gólf mið- rýmisins lagt hrjúfum steini, sams konar og verða mun í stéttinni utan viö gluggann. Grófgert gólfefniö myndar skemmtilegan bakgrunn við slétt og fágaö yfirbragð húsgagn- anna sem gjarnan er stillt upp í gluggaskotinu til Ijósmyndunar. Húsinu í heild sinni er ætlaö aö mynda hlutlausa umgjörö um þá muni er til sýnis eru. Vegg- og loft- fletir eru klæddir Ijósum striga. Lím- trésbitarnir sem halda uppi húsinu sem og steypuvirkið í miöju eru einnig máluö í hvítum lit, aö vísu ekki með þeim blæbrigðum sem arkitektinn hefði helst kosið. Á gluggaskotinu á austurhliö hússins eru litlar dyr sem opnast munu út í lítinn innibyrgðan garð sem veröa mun eins konar útvíkkun á sýningarrýminu. Ætlunin er aö loka garðinum af meö veggjum úr fléttuöu timbri sem fylgja munu skástefnu útskotsins. Eitt af því sem ávallt hefur ein- kennt byggingar Manfreðs Vil- hjálmssonar er djörf og nýstárleg efnisnotkun samfara mikilli alúð sem lögö er í allar útfærslur og smáatriöi. Ólíkt flestum kollegum sínum hér á landi hefur Manfreð ætíö veriö spar á steypuna. Léttari byggingarefni, svo sem stál, gler, kopar, timbur, krossviður og límtré, hafa yfirleitt veriö honum tamari. f endanlegri útfærslu fá þessi efni yf- irleitt aö njóta sín í sinni uppruna- legu mynd án þess aö vera dulbúin eöa falin. Öll samskeyti eru sýnileg og efnisuppbygging hússins liggur því Ijós fyrir hverjum sem skoöa vill. Flestar af byggingum Manfreðs eiga þaö sammerkt aö grunnform þeirra er mjög einfalt, yfirleitt rétt- hyrningur án króka eöa útskota. Hann hefur mikiö dálæti á einföld- um buröarformum og af þeim sök- um er bragga- og skemmulagiö honum sérstaklega kært. Meö því aö velja hin ódýrustu buröarform sem völ er á hverju sinni hefur Manfreð oft tekist aö spara umtals- verðar fjárhæöir í byggingum sín- um. Lausn hans á Epalhúsinu er gott dæmi um þetta, en einnig mætti nefna Honda-umboðið við Vatnagaröa, Árbæjarkirkju, íþrótta- hús T.B.R. við Gnoöarvog og hús Kristjáns Davíðssonar listmálara aö Barðavogi 13. ( öllum þessum verk- um er þaö fremur samspil birtu, rýmis og efnis sem vekur hughrif en leikur meö flókin þrívíð form. 99 Pétur H. Ármanns- son stundaði nám í arki- tektúr við University of Toronto í Kanada og lauk þaðan B-Arch- Honourus prófi árið 1986. Hann á sæti í sýningarráði A.í. og tók m.a. þátt í undirbún- ingi sýningar vegna aldarafmælis Guðjóns Samúelssonar. Hann er aðalhöfundur bókarinn- ar „Heimili og húsagerð 1967-1987" er út kom á vegum Almenna Bóka- félagsins fyrir síðustu jól. (( 29

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.