Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 63

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 63
inga- og sýningahönnuði. Enn önnur ástæöa fyrir hugmynd þessari er sú, að nú bendir margt til að einhver form- breyting sé í aðsigi hjá okkur íslendingum í híbýlaháttum og gæfist þarna gott tækifæri til Þess að koma henni á framfæri. Skal það út- skýrt nánar eins og það kemur mér fyrir sjónir: Um leið og efnahagur og frítími fólks hefur enn aukist, hefur orð- ið, einkum hjá yngra fólki, viss hugarfarsbreyting. Þetta hugarfar er nokkuð ólíkt nægjusemishugsjóninni gömlu eða nauð- þurftardálæti 68 kynslóðarinnar. Þetta unga fólk ætlast til þess kinnroðalaust, að það megi njóta lífsins í efnalegri velsæld, án allt of mikils erfiðis. Þetta fólk hefur ekki einu sinni þá inn- grónu “skyldugu" þjóðfélagsmeðvitund, að öll velgengni fram yfir meðaltal hljóti ávallt að vera fengin á vafasaman hátt. Þessum hugs- unarhætti vex stöðugt fylgi og dugar þá skammt vandlæting og andóf hinna, enda stækkar stöðugt hópur þess fólks, sem hefur úr miklum fjármunum að spila. Áhrif þessa í innanhússhönnun koma t.d. fram í því, að í stað þess að láta baðherbergið rúma einungis baðker og klósettskál með vaski á milli, má fœkar líkja nútímabaðherbergi við hreinlætis- og líkamsræktarstöð með pottum og gufuklef- um auk líkamsræktartækja o.þ.h. tóla - og komum við þá aftur að baðdraumi Hófíar, sem einmitt var eitthvað í þessa átt. Sumir hafa vilj- aö kalla þetta unga fólk baðkynslóðina. Annað dæmi, sem gæti haft töluverð áhrif á íslenska húsahönnun í framtíðinni og er reynd- ar þegar farið að gæta í garðhýsaáhuga, er óskin um nánari tengsl milli íbúðar og garðs. Gera má ráð fyrir, að með auðfæranlegum glerveggjum, sundlaugum og gróðri megi um- breyta lífsformi í heimahúsum mikið og auka tengsl við garð og gróður, því ólíkt eldri kyn- slóðinni er baðkynslóðin mikið útivistarfólk, enda búin að kynnast baðstrandalífi og sólböð- um allt frá fæðingu. Ekki verður farið nánar út (útfærslu á sýn- ingartilhögun í þessari tillögu um hönnunar- átak. Það er nú einu sinni svo, að til þess aö skapa eitthvert átak þarf meira að koma til en langoröar blaðagreinar með miklum og löng- um tillögugeröum. - Það þarf að hefjast handa og leyfa hugmyndunum að þróast. Ég veit ekki hvort nægilegur vilji og dugur er í okkur hönn- uðum (og þeim sem málið varðar) til þess aö hrinda þessu í framkvæmd, en óneitanlega væri gaman að reyna að glæöa hönnunarmeö- vitund landsmanna og efna til uppsveiflu í okk- ar eigin röðum í leiðinni. Alla list þarf að kynna, og ekki síst nú á tímum, þegar endalausar kynningar og auglýs- ingar keppa um athygli fólks. Ungt fólk, sem áhuga kann að hafa á starfi hönnuða, þarf líka að fá tækifæri til þess að fræðast og sjá að eftir einhverju er að keppa í þessu fagi. Orð eru til alls fyrst og gaman væri að fá einhver viðbrögð við hugmyndinni þannig aö menn geti farið að velta henni fyrir sér í fullri alvöru. SJ Kjartan Jónsson er innanhússarkitekt frá Fredriksberg tekniske Skole íK.höfn 1971. Var starfsmaður Teiknistof- unnar h.f. Ármúla 6 frá 1971, en hefur síðan 1983 rekið, ásamt öðr- um, Arkitektastofuna við Austurvöll. CC

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.