Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202210 Fyrir rúmri viku var vatni hleypt á vélar Galtarvirkjunar í Garpsdal í Reykhólahreppi. Áður hafði verið hleypt vatni í aðrennslispípuna til að skola óhreinindi úr henni áður en hún var tengd við túrbínuna sem knýr rafal virkjunarinnar. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að undirbúningsvinna við tengingar og stillingar sé töluvert mikil við svona virkjun og var það tækni- maður á vegum framleiðanda vél- anna sem kom til landsins og sá um það. Fyrsta vikan eftir að virkjunin var gangsett fór í stillingar og próf- anir en nú er hún búin að ganga stöðugt í nokkra sólarhringa og framleiða inn á dreifikerfið. Ekkert óvænt kom upp í gang- setningarferlinu, nema að sögn Ásgeirs Mikkaelssonar, annars eiganda Orkuvers ehf. sem byggir þessa virkjun, þá framleiðir hún heldur meira en reiknað hafði verið með og er engin óánægja með það. Þó að virkjunin sé komin í gang þá er heilmikil jarðvegsvinna eftir við að moka ofan í skurðinn sem aðrennslispípan liggur í. Áætlað er að vinna við það verk í vetur eins og veðurfar leyfir, segir á reykholar.is. vaks Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar var með til fyrri umræðu fjárhags- áætlun næsta árs og þriggja ára áætlun vegna áranna 2024 - 2026 á fundi sínum í liðinni viku. Á fund- inum gerði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri grein fyrir helstu hag- stærðum og áhersluþáttum í rekstri bæjarfélagsins. Fór hann vítt yfir sviðið hvað snertir t.d. fjárfestingar, skattheimtu og fleira. Eftir tals- verðar umræður samþykkti bæjar- stjórn að vísa fjáhagsáætlun til síð- ari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram 13. desember. Fjölmargar framkvæmdir í gangi Meðal þess sem fram kom í kynn- ingu bæjarstjóra er að sókn er í samfélaginu Akranesi og er áfram gert ráð fyrir rekstarhagnaði á yfir- standandi ári og því næsta, þótt draga muni úr rekstrarafgangi. „Tækifæri eru til uppbyggingar og þróunar í sveitarfélaginu en ástæða er til að vera varfærin vegna stöðu heimsmála, þungs fjármagnsmark- aðar og óvissu í kjarasamningum,“ sagði Sævar. Hann sagði að helstu sóknarfæri Akraneskaupstaðar og áskoranir á næsta ári felist í að unnið verður að stefnu fyrir Akra- nes og grunnur lagður að því að ná öflugri stjórn á kostnaðarhækk- unum undanfarinna ára. Sagði hann að mikið uppbyggingarskeið íbúða væru framundan, en fyrir- huguð er bygging 446 íbúða á lóðum sem hefur verið úthlutað, en 67% þeirra eru nú þegar í byggingu eða hafa fengið útgefin byggingar- leyfi. Framundan er söluferli lóða í Skógarhverfi, á Sementsreit og Dalbrautarreit. „Veruleg gatnagerð er í áætlun til að styðja við þessi áform ásamt gatnagerð í Flóahverfi fyrir atvinnulóðir,“ sagði Sævar. Á árinu 2022 var ráðist í auglýsinga herferð „Það er stutt“ til markaðssetningar á bænum til búsetu og nú er fyrirhugað að efla enn frekar sókn til að kynna atvinnulóðir í Grænum iðngörðum í Flóahverfi. Fram kom hjá bæj- arstjóra að mikill áhugi er meðal fjárfesta á uppbyggingu á Smiðju- völlum en að því verkefni verður unnið á næstu mánuðum. Stór opin hugmyndasamkeppni á Breið heppnaðist vel, að sögn Sæv- ars Freys, og verður nú unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið. Akranes styður áfram við sókn Þróunarfé- lagsins á Grundartanga og Þróunar- félags Breiðarinnar. Verulegt fjár- magn er áætlað í viðhald bygginga t.d. í Grundaskóla og Brekkubæj- arskóla. Þá verður stór framkvæmd við íþróttahús á Jaðarsbökkum, nýr leikskóli í Skógarhverfi er að hefja starfsemi, stækkun Grundaskóla verður kostnaðarsöm framkvæmd, nýr búsetukjarni á Þjóðbraut 3 er að hefja starfsemi og stefnt er að byggingu nýrrar samfélagsmið- stöðvar sem hýsir nýtt áhaldahús, dósamóttöku og starfsemi Búkollu. Fleiri búsetuúrræði Fram kom í máli Sævars Freys að unnið er með sjálfvirknivæðingu í stafrænni þjónustu í samvinnu allra sveitarfélaga og stafrænu ráði sveitarfélaga. „Fjölga mun búsetuúrræðum fatlaðra í sam- starfi við Hússjóð Brynju og Bjarg og öruggt húsnæði fyrir aldraða í samvinnu við Leigufélag aldraðra. Hefur þessi húsnæðisuppbygging stutt við atvinnu verktaka á Akra- nesi. Áframhaldandi vinna verður við mótttöku flóttafólks og inn- leiðingu samþættingar í þágu far- sældar barna (snemmtæk íhlutun). Dregur úr afgangi Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður skili tæplega 400 milljóna króna afgangi á yfirstandandi ári, en að heldur muni draga úr rekstrar- afgangi á næsta ári. Rekstrarafkoma á árinu 2023 er áætluð jákvæð um 204 milljónir króna, eða 1,87% af rekstrartekjum, og mun því lækka um 169 milljónir króna milli áranna 2022 og 2023. Þá gerir fjárhagsá- ætlun ráð fyrir að rekstrarafkoma muni hækka á árinu 2024, lækka aftur í áætlun 2025 og hækka síðan aftur árið 2026. Gjöld hækka á næsta ári Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár kemur fram að útsvars- hlutfall verður óbreytt eða 14,52% vegna launa ársins 2023. Álagningar- prósentur vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verður 0,2514% og af atvinnuhúsnæði verður það 1,4%. Þetta er óbreytt hlutfall frá yfirstandandi ári þannig að íbúar geta að óbreyttu gert ráð fyrir tals- verðri hækkun fasteignagjalda vegna almennrar hækkunar íbúðaverðs. Þá verður sorpgjald fyrir hverja íbúð m.v. tvær sorptunnur 19.256 krónur og sorpeyðingargjald verður 16.422 kr. Lóðaleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verður 0,3034% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og 1,199% af fast- eignamatsverði atvinnulóða. Loks hækka almennar þjónustugjaldskrár um 7% um næstu áramót. mm Hin skæða fuglaflensa (HPAI H5N1) barst hingað til lands á síð- asta ári með farfuglum. Þar með náði hún til fugla sem halda kyrru fyrir á landinu allt árið en nær- ast gjarnan á öðrum fuglum eða hræjum þeirra. Flensan hefur orðið a.m.k. tveimur haförnum að bana svo vitað sé, segir í frétt frá Náttúru fræðistofnun, en hún greindist fyrst hér á landi í ungum erni sem drapst haustið 2021. Nú í haust drapst svo annar ungur örn úr flensunni. Síðastliðið sumar voru sett senditæki á 14 arnarunga og drápust þrír þeirra í haust. Tekið var sýni úr einum þeirra og reyndist hann vera með skæða fuglaflensu. Örninn sem drapst úr fuglaflensu haustið 2021 bar senditæki og þess vegna tókst að hirða hræið og rannsaka það. Hann var merktur sem ungi í hreiðri við norðan- verðan Breiðafjörð í júlí 2021, þá 6–7 vikna gamall. Þar sem síma- samband er mjög lélegt á svæðinu var hann í stopulu sambandi. Gert var ráð fyrir því að þegar hann færi að hreyfa sig meira þegar líða tæki á haustið myndi hann öðru hverju komast í samband. Það gerðist hins vegar ekki og var farið að huga að honum 10. október, án árangurs. Ellefu dögum síðar kom fuglinn í samband um 7 km utan við varp- hólmann og jafnframt hlóðust þá niður staðsetningar allt frá því í júlí. Samkvæmt þeim hafði fuglinn haldið sig í hólmanum og næsta nágrenni (1–2 km radíus) allan tím- ann. Í ljós kom samkvæmt hita- mæli í tækinu að örninn hafði drep- ist 8. október 2021 eða um hálfum mánuði áður. Stórstraumur var 6. október og hefur fuglinn legið rétt fyrir neðan stórstraumsflóðmörk en flotið upp á næsta stórstraumi (21. október) og borist út fjörðinn og þannig komist í samband. Náð var í fuglinn 25. október, 17 dögum eftir að hann drapst og var hann heill að sjá en lítillega farinn að rotna og músétinn á nokkrum stöðum. Hræið var fryst og rann- sakað í Þýskalandi í febrúar á þessu ári og lágu niðurstöður flensu- greiningar fyrir í apríl. Ekki er vitað hversu útbreidd fuglaflensan er hér á landi en hún hefur fundist í mörgum tegundum víða um land, þar á meðal fuglum eins og fálka, skúm og svartbak, sem veiða sér aðra fugla til matar eða leggjast á hræ líkt og örninn. Niðurstöður skimunar á alvar- legu afbrigði fuglaflensu í villtum fuglum má finna á kortasjá Mat- vælastofnunar. mm Hið minnsta tveir ernir dauðir úr fuglaflensu Ungi haförninn sem drapst úr fuglaflensu haustið 2022. Ljósm. Náttúrufræðistofnun/ Gunnar Þór Hallgrímsson Galtarvirkjun í Garpsdal komin í gang Þó vatnið sé búið að renna gegnum virkjunina má alveg nota það til að skola af hjólaskóflunni. Ljósm. reykholar.is Gert ráð fyrir að bæjarsjóður skili áfram jákvæðri niðurstöðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.