Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 25 Skinkuhorn Guðný Vilhjálmsdóttir Guðný Vilhjálmsdóttir er nýjasti viðmælandi Skinkuhorns, hlað- varps Skessuhorns. Guðný er frá Helgavatni í Þverárhlíð. Hún er útskrifaður ferðamálafræðingur og starfar í dag sem verktaki í hinum ýmsu störfum. Hún hefur einnig búið og starfað í Shanghæ og Hong Kong en í heildina hefur hún ferð- ast til 66 landa og er hvergi nærri hætt. Hún hafði frá ýmsu að segja í Skinkuhorninu. „Ég er nýkomin heim núna en ég var á ferðalagi um Mið-Asíu og Mið-Austurlöndin. Planið var bara að fara út í mánuð eða jafnvel í styttri tíma, en ég endaði á að vera úti í tvo mánuði og kom bara heim vegna þess að ég var að halda jógahelgi á Íslandi með vinkonum mínum,“ segir Guðný sem fór í jógakennaranám í Nepal árið 2019. Hestaferð í Tadsjikistan Guðný er nýkomin heim úr hestaferð um hálönd í Asíu. „Upp- haflega plan ferðarinnar var að ég fór með vinkonu minni og tveimur þýskum vinum okkar í hestaferð í Tadsjikistan en svo enduðum við á því að ferðast mun meira. Tadsjikistan liggur við Túrkmenistan og Afganistan. Við vorum í vikuferð í fjöllunum. Það var enginn þarna uppi nema nokkrir smalar með kindur og geitur sem bjuggu í einhverjum steinkofum þarna uppi. Þarna var allt að tíu stiga frost á næturna svo ég skil ekki alveg hvað dýrin þarna uppi borða, þarna voru örfá strá og mjög hrjóstrugt. Við sváfum þarna í tjöldum en fórum hæst upp í 4.800 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta voru sex nætur og sjö dagar í hnakk. Það var farið mjög hægt yfir, þetta er svo hátt uppi að lík- aminn okkar andar öðruvísi þannig að maður kemst ekkert mikið upp af fetinu og aldrei meira en 25 km á dag svo það var bara einn hestur á mann alla ferðina. En þetta var mjög skemmtileg upplifun og gaman að prófa þetta,“ segir hin ævintýragjarna Guðný. Úsbekistan, Kúrdistan og Jemen „Við héldum svo áfram að ferð- ast áfram um nágrannalöndin. Við þurftum að ferðast með lestum og stundum þurftum við að húkka okkur far. Þetta er svolítið menn- ingin þarna t.d. í Úsbekistan. Það keyrðu eiginlega allir um á Lödu þar en þetta er gamalt Sovét- ríki, það tala allir rússnesku þarna og gera bara ráð fyrir að ferða- menn tali rússnesku líka. Ég hef sjaldan upplifað mig jafn örugga og í þessum löndum sem ég var að ferðast í þarna. Ég myndi t.d. aldrei húkka mér far í Suður-Ameríku. Við fórum til margra landa svo í framhaldinu, m.a. Oman, Kúr- distan, Azerbaijan og t.d. Jemen. Jemen hefur lengi verið lokað og maður má ekki fara inn í landið nema með leiðsögumanni. Það er ennþá stríð í norðri en við fórum í landið að sunnanverðu og máttum bara vera þarna yfir einn dag en það eru t.d. engin hótel þarna. Öll hús eru í niðurníðslu og umhverfið bara almennt. Almennt finnst mér svo gaman að sjá hvernig fólk annars staðar í heiminum býr. Upp- lifa ólíka menningarheima og sjá allt öðruvísi náttúru og menningu.“ Bjó í heilt ár í Kína Hvað er mesta menningarsjokkið sem þú hefur upplifað? „Ég hef oft pælt í þessu hugtaki, menningar- sjokk og þýðingunni á bak við það. Mér finnst ég aldrei hafa upplifað mikið menningarsjokk. Ég var reyndar í Kína í heilt ár og þegar maður er svona lengi á einum stað upplifir maður kannski dýpri tengingu við menninguna. Ég var fyrst í Sjanghæ, sem er reyndar frekar alþjóðleg borg. En að ferð- ast út fyrir bæjarmörkin í lítil þorp og sjá hvernig fólk lifir þar er mjög öðruvísi. Ég hugsa að Kína hafi verið eitt af skrítnustu löndunum, en sennilega vegna þess að ég var svo lengi þar og upplifði meira. Eftir að hafa verið hálft ár í Sjanghæ fór ég í hálft ár til Hong Kong og það var ekki eins mikið sjokk. Það var í rauninni bara svo- lítið evrópskt.“ Brúðkaup í Indlandi Hvert er næstu ferð heitið? „Ég er ekki búin með einn fjórða af heiminum og ég á örugglega aldrei eftir að ná til allra landa í heim- inum. Ég fer örugglega eitthvað út á næsta ári, vinkona mín er að fara til Afríku og ég er að pæla í að fara með henni. Svo er mér boðið í brúðkaup á Indlandi í byrjun árs 2024. Það er mjög margt sem ég á eftir að gera og sjá, ég á t.d. eftir að skoða Suður-Ameríku mun betur. Ég hef ekki komið til Ástralíu eða Eyjaálfunnar, það er mjög langt í burtu og miklu dýrara að vera þar en t.d. í Asíu eða Afríku. Svo telst náttúrlega Suðurskautslandið sem heimsálfa, ég veit ekki hvort ég fari þangað en það er aldrei að vita. Næsta utanlandsferð er reyndar bara vinkonuferð til Köben.“ Hlusta má á viðtalið við Guð- nýju í heild sinni á vefsíðu Skessu- horns, Spotify og Soundcloud. com/skessuhorn. sþ/ Ljósm. aðsendar Úr hestaferð Guðnýjar í Tadsjikistan. Það var farið hægt yfir en þunnt fjallaloftið býður ekki upp á mikla áreynslu. Hestaferðin tók sjö daga í heildina. Guðný í hálendi Tadsjikistan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.