Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20228 Unga fólkið fundaði AKRANES: Síðdegis í gær var fundur í bæjarstjórn unga fólksins haldinn á Dalbraut 4 á Akranesi. Fulltrúar úr Ung- mennaráði Akraness tóku þar sæti í bæjarstjórn í tuttugasta og fyrsta sinn. Ungmennaráð er skipað níu fulltrúum nem- endafélaga grunnskólanna, nemendafélags FVA, Tónlist- arskóla Akraness, fulltrúa ÍA og fulltrúum félagsmiðstöðv- anna tveggja, þ.e. Arnardals og Hvíta hússins. Bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar sátu fund- inn og svöruðu erindum ung- mennanna. -vaks Atvinnuleitendur fá desember­ uppbót LANDIÐ: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 94.119 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafn- framt sérstaka desemberupp- bót fyrir hvert barn yngra en 18 ára. Rétt á fullri desember- uppbót eiga þau sem stað- festa atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desem- ber 2022 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2022. Greiðsla desember- uppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfis- ins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2022 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 23.530 krónum. Uppbót vegna barns eða barna tekur engum skerðingum heldur nemur í öllum tilvikum sex prósentum af óskertri desemberuppbót eða 5.647 krónum með hverju barni. Vinnumálastofnun mun greiða desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember næstkomandi. -mm Ein bjartasta von netöryggismála LANDIÐ: Guðrún Valdís Jónsdóttir frá Akranesi vann til verðlauna á ráðstefnunni Nordic women in tech sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð í síðustu viku. Guðrún starfar hjá íslenska fyrirtækinu Syndis sem yfirmaður upplýsinga- öryggis og ráðgjafi á því sviði. Guðrún lærði tölvunarfræði í Princeton í Bandaríkjunum og starfaði við netöryggismál í New York áður en hún hóf störf sín hjá Syndis. Guðrún hefur getið sér gott orðspor í upplýsingaöryggisstjórnun og hlaut verðlaunin Rising star of the year, eða rísandi stjarna ársins. Verðlaunin eru veitt upprennandi tæknisérfræðingi sem sýnt hefur fram á ein- staka sköpunargáfu og getu á sínu sviði. Einnig er handhafi verðlaunanna talinn eiga mikla möguleika á að verða fram- tíðarleiðtogi í fagi sínu. -sþ Aflatölur fyrir Vesturland 5. nóvember – 11. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 17.683 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 10.373 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi: 5 bátar. Heildarlöndun: 78.371 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 24.858 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 309.716 kg. Mestur afli: Valdimar GK: 87.346 kg í einum róðri. Ólafsvík: 8 bátar. Heildarlöndun: 158.774 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvars SH: 72.693 kg í fjórum róðrum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 405.126 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 101.054 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 14.018 kg. Mestur afli: Bára SH: 7.410 kg í þremur löndunum. 1. Tjaldur SH – RIF: 101.054 kg. 7. nóvember. 2. Örvar SH – RIF: 100.061 kg. 8. nóvember. 3. Valdimar GK – GRU: 87.346 kg. 7. nóvember. 4. Rifsnes SH – RIF: 80.941 kg. 6. nóvember. 5. Runólfur SH – GRU: 61.377 kg. 7. nóvember. -sþ Íbúar á Vesturlandi voru 17.462 talsins þriðjudaginn 1. nóvem- ber síðastliðinn. Á ellefu mánaða tímabili frá 1. desember 2021 og til 1. nóvember sl. hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á Vestur- landi, utan Dalabyggðar þar sem fækkaði um fjóra á tímabilinu, eða um 0,6%. Athygli vekur að nú vantar einungis 52 upp á að íbúa- fjöldinn á Akranesi nái átta þúsund. Íbúafjöldi var þannig 1. nóvem- ber síðastliðinn, samkvæmt saman- tekt Þjóðskrár: Akraneskaupstaður, 7.948 íbúar Skorradalshreppur, 60 íbúar Hvalfjarðarsveit, 754 íbúar Borgarbyggð, 4.064 íbúar Grundarfjarðarbær, 867 íbúar Eyja­ og Miklaholtshreppur, 111 íbúar Snæfellsbær, 1.681 íbúar Stykkishólmsbær, 1.318 íbúar Dalabyggð, 659 íbúar mm Allt að sjöfaldur munur á rekstrarkostnaði grunnskóla deilt á barn Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út yfirlit yfir rekstrar- kostnað á hvern grunnskólanem- anda eftir stærð skóla árið 2021. Um er að ræða beinan rekstrar- kostnað á almenna grunnskóla sveitarfélaga. Sérskólar eru þar ekki meðtaldir og miðlægur kostnaður t.d. vegna skólaskrifstofa er heldur ekki talinn með. „Að gefnu tilefni er bent á að margvíslegar ástæður geta orsakað mun á lykiltölum eftir skólum og/eða sveitarfélögum. Hafa ber í huga að landfræðilegar aðstæður, eða breytur eins og sam- setning og aldur starfsfólks í skóla getur haft áhrif á niðurstöður og því gagnlegt fyrir sveitarfélög að kanna nánar í hverju munurinn felst,“ segir í tilkynningu SÍS. Reiknaður er rekstrarkostnaður með og án innri leigu og skóla- aksturs. Innri leiga er þó verulega stærri hluti af rekstrarkostnaði en skólaakstur. Árið 2021 var rekstr- arkostnaður á hvern nemanda að meðaltali ríflega 2,2 milljónir króna þegar innri leiga (og skólaakstur) er tekið með. Án innri leigu er með- alkostnaður á hvern nemanda 1,8 milljón. Mikill munur er á rekstr- arkostnaði á hvern nemanda eftir stærð skóla og eðli málsins sam- kvæmt er hann lægstur þar sem t.d. er enginn skólaakstur. Mun fleira spilar þó inní, t.d. sérkennsla, fjöldi nemenda í bekkjardeildum og fleira. Munur milli skóla og einnig innan sveitarfélaga Eftirfarandi upplýsingar sýna brúttókostnað á hvern nemanda í grunnskólum á Vesturlandi. Hann er lægstur í fjölmennasta grunn- skólanum á Vesturlandi, Grunda- skóla á Akranes ríflega 1,6 milljón króna á hvern nemanda. Að sama skapi er brúttókostnaður lang- hæstur í fámennasta skóla lands- hlutans, Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem útlagður kostnaður við hvert barn er 10,65 milljónir króna. Í Borgar- byggð er kostnaður á bak við hvern nemanda í dreifbýlisskóla ríflega milljón krónum hærri en í skól- anum í þéttbýlinu. Brekkubæjarskóli Akranesi, 1.943 þúsund krónur pr. barn Grundaskóli Akranesi, 1.628 þúsund krónur pr. barn Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit, 3.816 þúsund krónur pr. barn Grunnskóli Borgarfjarðar, 3.366 þúsund krónur pr. barn Grunnskólinn í Borgarnesi, 2.344 þúsund krónur pr. barn Grunnskóli Grundarfjarðar, 2.837 þúsund krónur pr. barn Grunnskólinn í Stykkishólmi, 2.492 þúsund krónur pr. barn Laugargerðisskóli Eyja­ og Miklah.hr., 10.656 þúsund krónur pr. barn Grunnskóli Snæfellsbæjar, 3.179 þúsund krónur pr. barn Auðarskóli í Dölum, 3.059 þúsund krónur pr. barn. mm Fjölgun í nær öllum sveitarfélögum á Vesturlandi Þann 1. nóvember slíðastliðinn vantaði einungis 52 íbúa upp á að fjöldinn færi í 8.000 á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.