Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20222 Enginn slasaðist þegar byggingar­ krani féll AKRANES: Rosalegar drunur og skruðningar kváðu við í Akraneshöllinni um nón- bil í gær þegar byggingarkrani féll ofan á þak hallarinnar. Kraninn fór í gegn í lofti hallarinnar og myndaðist þar stórt gat. Mikil mildi var að enginn slasaðist þegar atvikið átti sér stað því brot hrundu úr loftinu. Krakkar sem voru á fótboltaæfingu urðu skelk- aðir og hlupu í var í hinum enda hallarinnar. Fulltrúar frá Akraneskaupstað og lögregla mættu á svæðið og var tekin sú ákvörðun að loka höllinni. -gbþ/ Ljósm. vaks Tekinn ölvaður við akstur STYKKISH: Síðasta fimmtu- dagskvöld var ökumaður bif- reiðar tekinn grunaður um ölvun við akstur. Var hann stöðvaður við akstur, látinn blása og færður á lögreglu- stöðina. Læknir var kallaður til og tók hann blóðprufu úr ökumanninum. Ökumaður var síðan frjáls ferða sinna eftir það en bíllinn kyrrsettur. Málið er í hefðbundnu ferli og ökumaður á von á sekt og ökuleyfissviptingu fyrir athæfið. -vaks Árekstur við Borgarfjarðar­ brú BORGARB: Að morgni síð- asta laugardags var hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt um umferðaróhapp við Borgar- fjarðarbrú. Tildrögin voru þau að ökumaður var á suðurleið yfir brúna og þegar hann var kominn yfir hana ætl- aði hann að snúa við, ók til hægri út af veginum og síðan til vinstri inn á veginn aftur. Þá kom bíll sem var á eftir honum sem hafði ekki tekið eftir háttalagi ökumannsins og ók inn í hliðina á bifreiðinni. Bæði ökutækin voru óökufær og voru flutt með kranabíl í Borgarnes. Ekki urðu alvar- leg slys á fólki en einn far- þegi kenndi sér eymsla eftir áreksturinn. -vaks Til minnis Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember. Haustið 1995 lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði til- einkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingar- dagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um fram- lag hans til íslensks máls. Fyrsti dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember 1996 og hefur verið haldinn árlega síðan. Veðurhorfur Á fimmtudag verður suðaustan- og austan 8-15 m/sek. Rign- ing suðaustanlands, talsverð á köflum en dálítil væta annars staðar. Hiti víða 5 til 10 stig. Á föstudag má búast við austan 8-15 m/sek og vætu af og til en samfelld rigning verður á Suð- austurlandi og á sunnanverðum Austfjörðum. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag, sunnudag og mánu- dag verður ákveðin suðaustan- og austanátt. Rigning suðaustan til, en lengst af úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið. Vestlendingur vikunnar Valgerður Helga Ísleifsdóttir raf- virki í Grundarfirði tók sig til ásamt vinkonu sinni Ragnheiði Dröfn Benidiktsdóttur árið 2019 og skoraðu þær á alla framhalds- skóla í landinu að bjóða upp á helgarnám í rafvirkjun. Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki svaraði kallinu og hefur síðan þá boðið upp á það nám og hafa margir Vest- lendingar sótt þar síðan. Þær vinkonur eru Vestlendingar vik- unnar að þessu sinni. Stefán Skarphéðinsson, fyrrver- andi sýslumaður, lést á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi 8. nóvember síðastliðinn. Stefán var fæddur í Reykjavík 1. apríl 1945 og varð því 77 ára. Að loknu námi hóf Stefán starfsferil sinn á skrifstofu Sölu varnarliðseigna hvar hann starf- aði árin 1975-1977. Þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Patreks- fjarðar og tók við starfi fulltrúa hjá sýslumanni Barðastrandarsýslu og sinnti því til ársins 1980. Hann rak eigin lögmannsstofu á Patreks- firði í fyrstu en var skipaður sýslu- maður Barðastrandarsýslu. Því starfi gegndi hann til 1994 er hann var skipaður sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og gegndi emb- ættinu til ársloka 2014, þegar sýslu- mannsembættum í landinu hafði með lagabreytingu verið fækkað, en þá var hann jafnframt kominn á starfslokaaldur. Í Borgarnesi bjó Stefán hins vegar áfram ásamt konu sinni Ingibjörgu Ingimarsdóttur. Þau eiga fjögur uppkomin börn og einn son átti Stefán að auki frá fyrra hjónabandi. Í viðtali sem birtist í Skessuhorni árið 2015 við Stefán kvaðst hann eiga ættir að rekja bæði norður og vestur. Móðir hans hafi verið frá Hvammi í Vatnsdal en faðir hans fæðst á Arnarbæli á Fellsströnd í Dölum. „Ég fæddist í Reykjavík nánast á sveitabæ, þar sem nú er Langholtsvegur 145. Þarna var býli sem hét Vík og var meðal annars svínabú sem ég held að starfsemi Þorvaldar í Síld & fiski hafi sprottið út af. Frá átta ára aldri og alveg þangað til ég las undir embættis- prófið í lögfræðinni var ég aldrei heima á sumrin. Fyrst var ég í sveit á Patreksfirði og svo á Brúsastöðum í Vatnsdal. Svo var ég fjögur sumur á síld á Raufarhöfn og nokkur sumur í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Það var mikið líf og lífsreynsla bæði í síldinni og hvalnum.“ Stefán var einnig í viðtalinu spurður hvernig hann hafi kunnað við sig í Borgarfirðinum. Hann vitnaði í annan þekktan einstakling og sagði: „Borgfirðingar hafa farið vel með mig.“ „Það er alveg ljóst í mínum huga að starf sýslumannsins var mun auðveldara eftir að ég kom hingað í Borgarnes. Þar munar mestu um að samgöngurnar eru svo miklu auðveldari hérna. Ég lét mig ekki muna um að fara tvær ferðir til Reykjavíkur sama daginn áður en Hvalfjarðargöngin komu. Það er af þessum ástæðum sem meira stendur upp úr í minningunni hjá mér á fyrra hluta embættistímans.“ Í viðtalinu sagði hann að minnis- stæðast úr starfi sýslumanns í Borg- arnesi hafi verið stórviðburðir eins og Mýraeldar. „Hvað embættis- færslur varðar þá hefur sú ánægju- lega breyting orðið að ég hef fram- kvæmt miklu fleiri giftingar hérna í Borgarfirði en fyrir vestan, þar sem borgaralegar vígslur voru sjald- gæfar. Það hafa verið giftingar við Langjökul, við Hraunfossa, á Hótel Glymi og meira að segja í hellinum Víðgelmi fimm metrum undir jarð- skorpunni. Síðan hef ég gift marga hérna heima í stofunni,“ sagði Stefán og bætti við að þetta hefðu verið lang skemmtilegustu embætt- isverkin á langri tíð hans sem sýslu- maður. mm Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar 2. nóvember síð- astliðinn var lögð fram til kynningar nýleg úttekt á húsnæði Tónlistar- skóla Akraness og Bókasafns Akra- ness hvað varðar loftgæði í þessum byggingum, en um er að ræða eignir í eigu bæjarins. Sævar Freyr Þrá- insson bæjarstjóri segir varðandi það hvenær úttektin verði kynnt almenningi að fyrst þurfi að ræða við starfsmenn húsanna og húsfé- lagið um málið en fljótlega eftir að hún fari í umfjöllun hjá skipulags- og umhverfisráði verði hún birt. „Þetta er hluti af þeirri ákvörðun sem við tókum þegar við lentum í loftgæðavandamálunum hjá okkur að fara í úttekt á öllum byggingum okkar því við reynum að passa upp á það að allir séu vel upplýstir. Það eru alltaf einhverjar ábendingar frá þeim sem gera þessar úttektir, stundum eru þær minni háttar eins og að laga þurfi vaska og þess háttar og það fer þá inn í viðhaldsgögnin hjá okkur. Okkur finnst gott að fá ytri aðila til að skoða og rýna þetta þannig að það sé faglegt mat á öllu hjá okkur.“ Sævar Freyr segir varðandi þessar tvær byggingar að það séu ábendingar um það að loftgæði í byggingunum séu ekki nægilega góð sem snertir loftræstingu og að flæðið sé ekki rétt í rýminu í tónlist- arskólanum. „Þetta eru allt atriði sem mér skilst að séu ábendingar frá fagaðilum hvernig eigi að laga, það er verið að vinna með það. Við erum að taka þessi mál föstum tökum og erum að taka þetta mjög alvarlega.“ vaks Veðrið upp á síðkastið hefur ekki verið hagstætt fyrir smærri báta sem gera út frá höfnum Snæfells- bæjar. Þegar hins vegar hefur lygnt hafa aflabrögð verið mjög góð. Línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH frá Ólafsvík hefur hins vegar ekki slegið slöku við að undanförnu og þar er róið stíft, en á bátnum eru tvær áhafnir sem róa til skiptis tvær vikur í senn og svo tvær vikur í fríi. Þessi mynd er tekin þegar Tryggvi Eðvars var að landa 25 tonnum af fiski í Ólafsvík eftir tvær lagnir og er Áskell Magnússon skipverji á myndinni. af Vel hefur fiskast þegar gefur Úttekt á húsnæði tónlistarskólans og bókasafnsins til kynningar Tónlistarskólinn á Akranesi, en bókasafnið er í hinum enda hússins. Ljósm. vaks Andlát — Stefán Skarphéðinsson sýslumaður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.