Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 23 Kvikmynd um kirkju og mannlíf Það er Ingibjartur Jóhannesson sem smíðar glugga og hurðir í kirkjuna, en hann er bróðir Hilmars og býr og starfar í grennd við Akureyri. Inga Lóa og Hilmar ganga bæði í öll verk og segja að oftast hafi þau verið með tvo aðra sér til aðstoðar í smíðinni. Þar af er reyndar einn kvikmyndatökumaður, Niko- lai Galitzine sem auk þess að aðstoða er búinn að taka upp um 300 klukkutíma af efni til að nota í kvikmynd um kirkjubygginguna og mannlífið í Grímsey. Veðrið lék ekki alltaf við þau í sumar því það rigndi mikið sem orsakaði mikla leðju á byggingarstað. 300 rúmmetrar af efni Aðspurð hvers vegna þau hafi tekið verkefnið að sér segja þau að í því hafi falist góð tilbreyting og það sé gott að fara í annað umhverfi um tíma. Þau hafa áður unnið að ver- kefnum fyrir Hjörleif og hann veit að þau gera þetta vel. Upphafleg kostnaðaráætlun fyrir bygginguna var 100 milljónir króna, en sú tala reyndist vera án efnisflutninga svo líklega verður þetta allnokkuð dýrara. Sem dæmi má nefna að kirkjan er byggð á malarpúða og flytja þurfti 300 rúmmetra af efni í hann í sekkjum úr landi með ferj- unni. Kirkjuklukkur frá söfnuði Hallgrímskirkju Meðal þess sem eyðilagðist þegar fyrri kirkja brann voru kirkju- klukkurnar tvær sem voru úr bronsi. Þannig hafði hagað til fyrir rúmum fimmtíu árum að Grímseyingar gáfu eina af klukkum Hallgrímskirkju í Reykjavík og var gjöfin fjármögnuð af Vigfúsi Frið- jónssyni sem rak um tíma síldar- söltun í Grímsey. Nú hyggst söfn- uður Hallgrímskirkju endurgjalda gjöfina með því að leggja nýrri Miðgarðakirkju til tvær klukkur og verður það gert hjá Royal Eijsbouts Klokkengieterij í Hollandi, en þar hafa kirkjuklukkur Hallgrímskirkju einnig verið steyptar. Aðdáunarverð samstaða Hilmar og Inga Lóa segja í sam- tali við Skessuhorn að umhverfið í Grímsey sé algerlega einstakt. Þar er t.d. mikið fuglalíf, enda hvorki minkur né refur í eynni og hundar auk þess bannaðir. Þau fengu reyndar undanþágu fyrir lít- inn hund sem þau eiga gegn því að hafa hann í bandi þar til mófugl- arnir voru horfnir á braut. Þau segja að í Grímsey sé gott mannlíf og aðdáunarvert að sjá hversu vel íbúarnir standa saman að öllu þegar á reynir, ekki bara að því að byggja nýja kirkju og menningarhús. Stuðningsreikningur Í lokin má nefna að nokkuð vantar enn upp á fjármögnun verksins og styrktarreikningur því enn opinn fyrir þá sem vilja taka þátt í endur- reisn Miðgarðakirkju. Reiknings- númerið er: 565-04-250731, kt: 460269-2539. gj Ljósmyndir: Frá Grímsey. Mynda- taka Anna María Sigvaldadóttir, Hilmar Jóhannesson og Sandra Dögg. Margir gripir urðu eldi að bráð Eftirfarandi er skráð á heimasíðu Minjasafns Akureyrar um brun- ann í Miðgarðakirkju 21. septem- ber 2021: Mikil menningar- og samfélags- verðmæti urðu eldinum að bráð þegar eitt elsta hús í Grímsey, Miðgarðakirkja, brann. Kirkjan var mikilvægur hlekkur í samfé- laginu á gleði og sorgarstundum auk þess sem hún var mikilvægur áfangastaður fyrir gesti af megin- landinu. Miðgarðakirkja var reist árið 1867. Árni Hallgrímsson (1832-1917) frá Garðsá í Eyjafirði var yfirsmiður hennar. Kirkjunni var breytt umtalsvert árið 1932 þegar bætt var við einfalt kirkju- húsið forkirkju með háum turni og kór. Til hafði staðið að stein- steypt kirkja leysti gömlu kirkj- una af hólmi. Guðjón Samúelsson lagði fram hugmyndir árið 1925 að nýrri kirkju og báru endurbæt- urnar sem ráðist var í talsverðan svip af þeirri tillögu. Helgi Ólafs- son smiður og bóndi á Borgum í Grímsey sá um endurbæturnar og fórst afar vel úr hendi að fella saman gamla kirkjuhúsið og nýbyggingarnar. Frekari fram- kvæmdir fóru fram á kirkjunni árið 1956 og var hún endurvígð 12. ágúst 1956 af Ásmundi Guð- mundssyni biskup. Nokkrir góðir gripir glötuðust í eldinum. Predik- unarstólinn frá 1867, altaristafla frá 1879 eftir Arngrím Gíslason málara, eftirmynd af kvöldmál- tíðarmynd Leonardo da Vinci; fagurlega útskorinn skírnarfontur eftir Einar Einarsson frá 1958, og tvær fagrar söngtöflur eftir hann svo fáeinir gripir séu tilteknir. Þá er horfið handbragð þeirra sem reistu kirkjuna og máluðu. Kvöldsólin við heimskautsbaug. Stuðlabergsflísar á þaki turnsins. Þakið tilbúið undir að verða lagt stuðlabergi til varnar. Veggir eru klæddir timbri sem mun grána með tíð og tíma. Inga Lóa spáir og spekúlerar. Miðgarðakirkja sem brann í september 2021. Ljósm. akureyri.net

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.