Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202220 Laugardaginn 12. nóvember síðast- liðinn var glæsilegt villibráðarhlað- borð á veitingastaðnum Kaffi 59 í Grundarfirði. Borðin voru hlaðin girnilegum krásum og fór enginn svangur út frá þessari veislu. Það var kokkurinn Þórir Árnason sem hafði yfirumsjón með kræs- ingunum ásamt starfsfólki veitinga- staðarins en þar mátti finna rétti eins og rauðrófugrafinn lax, engifer marineraðan skarf, hreindýrapate, grafna geit og margt fleira. Aðal- réttirnir voru svo hægeldaður hreindýravöðvi og steikt gæsa- bringa. Vel var mætt til veislunnar og var ekki annað að sjá en að gestir hafi verið himinlifandi með veitingarnar. tfk Síðastliðinn fimmtudag frumsýndi leikfélagið Lauga í Snæfellsbæ gamanleikritið Sex í sama rúmi í félagsheimilinu Röst á Hellissandi. Guðmundur Jensson, formaður leikfélagsins Laugu, segir í samtali við Skessuhorn að Lauga hafi verið stofnuð í mars á þessu ári. „Það var fyrir tilviljun að ég komst að því að það var búið að leggja niður Leik- félag Ólafsvíkur. Þá fékk ég nokkra í lið með mér til þess að stofna þetta leikfélag sem ber nafnið Lauga, en það er nefnt eftir Sigur- laugu Heiðrúnu Jóhannsdóttir sem var hjartað í Leikfélagi Ólafsvíkur – en hún sá m.a. um að hýsa leik- stjóra, sjá um miðasölu og redda öllu fyrir leikfélagið. Nafnið var því sjálfgefið og kom aldrei annað til greina en að láta þetta nýstofnaða leikfélagi heita Lauga. Það var hins vegar þrautinni þyngri að fá kenni- tölu og það tók sinn tíma að eiga við hið opinbera,“ segir Guðmundur. „Ég var í vetur að skoða hvaða leikrit væru á lausu sem hentaði okkur,“ segir Guðmundur. „Þá sá ég að leikritið Sex í sama rúmi hentaði okkur prýðilega, en við styttum það um helming og endur- bættum það í nútíma með okkar ,,lokal“ bröndurum. Leikstjóri í þessu verki er Kári Viðarsson og er leiksviðið talsvert frábrugðið venjulegum leiksviðum sem flestir þekkja, en sviðið er langsum á gólf- inu, en ekki á sviðinu sjálfu.“ Guð- mundur segir að þetta sé hugmynd Kára leikstjóra en með þessu móti fæst meiri nánd við áhorfendur. Það komast 63 áhorfendur á hverja sýningu og hafa bæjarbúar mætt vel á þær sýningar sem búnar eru, en upphaflega var hugsað um að hafa sýningarnar fjórar og seldist upp á þær allar. Verða því tvær aukasýn- ingar í boði sem er að verða uppselt á einnig. „Það gætu því bæst fleiri sýningar við,“ segir Guðmundur. Hann er því hæstánægður með viðtökurnar en sjálfur leikur hann stórt hlutverk í verkinu. af Síðastliðinn sunnudag fóru fram í Reykholtskirkju tónleikar til styrktar Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar. Fyrir þeim stóðu tónlistarkonurnar Anna Þór- hildur Gunnarsdóttir frá Brekku í Norður árdal, Borgnesingur- inn Hanna Ágústa Olgeirsdóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti í Stafholtstungum. Stöllurnar þrjár voru fyrstu styrk- þegar sjóðsins þegar úthlutað var úr honum í desember 2020 en þær eru allar nýfluttar heim eftir fram- haldsnám í tónlist. Anna Þórhildur Gunnarsdóttir lauk meistaragráðu í klassískum píanóleik í Maastricht í Hollandi, Hanna Ágústa, nam klassískan söng í Leipzig í Þýska- landi, og Steinunn Þorvaldsdóttir klassískan söng, með tónsmíðar sem aukafag, við Listaháskóla Íslands og Konunglega tónlistarháskól- ann í Stokkhólmi. Þeim til halds og trausts voru þær Ásta Marý Stefáns- dóttir og Freydís Þrastardóttir. Á dagskrá tónleikanna voru íslensk og erlend ljóð ásamt aríum. Þá fluttu söngkonurnar frumsamið efni eftir Steinunni en að undan- förnu hefur hún samið tónlist við borgfirsk ljóð í formi einsöngs- og kórverka. Í lok tónleikanna flutti Steinunn einnig Hamraborgina, sem oftar en ekki er flutt af karl- kyns söngvurum, af stakri snilld. „Stjórn sjóðsins þakkar þeim sem komu og hlýddu á tónlistar- konurnar þrjár, sem og tónlistar- konunum fyrir framtakið. Mark- mið sjóðsins er að halda uppi og heiðra minningu Heimis Klemenz- sonar frá Dýrastöðum með því að styrkja efnilega nemendur til tón- listarnáms og styrkingar tónlistar- viðburða í héraði. Þá er minnt á að unnt er að styrkja sjóðinn með því að láta fjármuni af hendi rakna á reikning 326-22-1916, kt. 500119- 0980,“ segir í tilkynningu frá stjórn sjóðsins. mm Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli hefur ritstjórn blaðsins verið að grúska í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 2001 og er tekin af Íslandsmeisturum ÍA í 5. flokki í knattspyrnu undir stjórn þjálfarans Jóns Huga Harðarsonar sem er ef vel er að gáð með þeim á miðri mynd. Vel heppnaðir styrktartónleikar minningarsjóðs Frá vinstri: Ásta Marý Stefánsdóttir með Jón Ármann Stefánsson, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Steinunn Þorvaldsdóttir og Freydís Þrastardóttir. Ljósm. jgs. Sex í sama rúmi fær góðar viðtökur í Snæfellsbæ Atriði úr gamanleiknum Sex í sama rúmi. Leikarar og leikstjóri stilltu sér upp til myndatöku eftir general prufuna. Glæsilegt villibráðarkvöld á Kaffi 59 Þórir Árnason kokkur er hér að skera niður hægeldaðan hreindýravöðva fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.