Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 13 Í nóvember býður Íþróttafélagið Undri í Dalabyggð upp á gjald- frjálsar ferðir í frístundabíl sem ekið er á milli Búðardals og Lauga í Sælingsdal þrisvar í viku en þar eru íþróttahús og sundlaug sveitar- félagsins staðsett. Um er að ræða tilraunaverkefni en Undri fékk einnar milljónar krónu styrk frá Dalabyggð fyrir verkefninu og er því hægt að bjóða upp á þjónustuna gjaldfrjálsa fyrst um sinn. Þrisvar í viku eru íþróttaæfingar inni á Laugum og hafa æfingatímar tekið mið af því að foreldrar keyri börnin á æfingar. „Við erum með þessu að líkja eftir því að það sé íþrótta- hús inni í Búðardal, og styttum þannig daginn hjá börnunum því ef foreldrar þurfa að keyra börn á æfingar þá geta æfingar ekki byrjað fyrr en klukkan hálf fimm, að loknum vinnudegi foreldra,“ segir Rúna Blöndal, formaður Undra, í samtali við Skessuhorn. Slysavarnadeildin gaf tólf sessur í bílinn Þegar hugmyndin að frístunda- bílnum kom fyrst inn á borð hjá Undra var helsti þröskuldurinn sá að ung börn myndu sitja stólalaus í bílnum en samkvæmt Umferðar- stofu mega börn vera stólalaus í hópferðarbílum. „Ég er sjálf ekki hrifin af því og fannst það mót- sagnarkennt að börn notuðu bíl- stól í skólabílnum en ekki í frí- stundabílnum,“ segir Rúna, en það mál var fljótleyst. Slysavarnadeild Dalasýslu gaf Undra tólf sessur með baki til að hafa í frístunda- bílnum. „Við erum ótrúlega þakk- lát fyrir þá rausnarlegu gjöf og tólf sessur nægja til þess að öll börn í fyrsta og öðrum bekk geti verið á sessu í bílnum.“ Foreldrar barna í 3. og 4. bekk geta svo óskað sér- staklega eftir því að þeirra barn sitji á sessu en mælst er til þess að öll börn undir 135 cm hæð noti bílstól eða sessu. Frístundabíllinn leggur af stað á æfingar á þriðjudögum og fimmtu- dögum strax að lokinni síðustu kennslustund hjá börnum í yngstu bekkjum skólans. Þá aðstoða skóla- liðar á vegum Auðarskóla krakk- ana við að fara upp í réttan bíl á réttum tíma. „Ég sendi sem sagt skráningarlistann í frístundabíl- inn í skólann og skólinn tekur við keflinu þar og hjálpar krökkunum að fara í réttan bíl. Skólaliðar eru þar með lista til að fara eftir og for- eldrar þurfa að láta skólann vita ef forföll verða eða ef börn þeirra eiga ekki að fara á æfingu þann daginn,“ segir Rúna. Meiri aðsókn á æfingar Strax hefur aðsókn á æfingar aukist til muna, að sögn Rúnu, og sækja krakkarnir frekar allar æfingar, í stað þess að velja á milli daga. „Við erum komin úr því að vera með tíu krakka á æfingu og upp í átján. Foreldrarnir eru líka ánægðir með þetta tilraunaverkefni og þeim sem ég hef talað við finnst sjálfsagt að taka þátt í kostnaði við bílinn ef við verðum með hann áfram en við munum alltaf reyna að halda þeim kostnaði í lágmarki.“ Rúna segir að mikilvægt hafi verið að koma þessu tilraunaverk- efni af stað núna því íþrótta æfingar fara í jólafrí í byrjun desember og þá gefst forsvarsmönnum Undra kostur á að vega og meta hvernig gengið hafi með frístundabílinn þessar fjórar vikur í nóvember. „Við þurfum þá að sjá hvort bíll- inn sé laus áfram eftir áramót og hvort það sé laus mannskapur til að keyra hann. Við reiknum svo með að sækja aftur um styrk hjá Dala- byggð fyrir framhaldinu og sjáum hvað kemur út úr því.“ Undri fékk tvo styrki úr DalaAuð Fyrr í nóvember fékk Undri tvo styrki úr Frumkvæðis- sjóði DalaAuðs; 200.000 króna hvatningar styrk til þarfagreiningar við rafíþróttadeild félagsins og 1.000.000 króna styrk til kaupa á fimleikabúnaði en í haust hófust þar fimleikaæfingar. „Við erum búin að festa kaup á loftdýnu, trampólíni og annarri dýnu og svo keyptum við stóran og góðan hátalara. Hluti af þeim búnaði er kominn og þegar kominn í notkun,“ segir Rúna. Fjölbreytt úrval æfinga Einungis eitt skráningargjald er í Undra og sértu skráður í félagið ertu gjaldgengur á allar skipulagðar æfingar á vegum þess. Með því gefst börnum kostur á að prófa það sem í boði er án þess að skuldbinda sig við eina ákveðna íþrótt önnina á enda. Nú á haustönn er boðið upp á fót- bolta, blak, fimleika, rafíþróttir og íþróttagrunn og íþróttaskóli er fyrir börn á leikskólaaldri annan hvern laugardag. „Íþrótta- grunnurinn er mjög vinsæll, sér- staklega meðal yngstu krakk- anna, en þar erum við að kynna allar íþróttir sem okkur dettur í hug, körfubolta, blak, badmin- ton, o.fl. og krökkunum finnst það spennandi,“ segir Rúna. Þá eru um tíu krakkar sem mæta á rafíþrótta- æfingar en Undri er með aðstöðu fyrir þær æfingar í Rauða Kross húsinu í Búðardal. Krakkarnir koma með sínar tölvur þangað og spila flest Minecraft. Einu sinni í viku er svo kennd líkamsrækt fyrir 65 ára og eldri og er góð mæting í það. Reyna að elta áhuga hjá fólki Nú í nóvember hófst grunn- námskeið í Crossfit á vegum Undra, en það er sex vikna námskeið fyrir ungmenni, 13-20 ára, og segir Rúna að það hafi borist fyrirspurnir um hvort slíkt námskeið verði ekki í boði líka fyrir fólk eldra en tvítugt. „Eftir að við auglýstum grunnnám- skeiðið lýstu þó nokkrir yfir von- brigðum með að þeir væru of gamlir til að mæta á það. Við hjá Undra höfum verið að elta áhuga hjá fólki og reyna að mæta þeirra eftirspurn og ef það er stemning fyrir áfram- haldi í þessari íþrótt þá hef ég fulla trú á því að við reynum að mæta því.“ bþ/ Ljósm. aðsendar Frístundabíll keyrir nú milli Búðardals og Lauga Fimleikaæfingar eru kenndar einu sinni í viku. Hressir krakkar í Undra á fótboltamóti. Slysavarnadeild Dalasýslu gaf Undra tólf sessur með baki til að hafa í frístunda- bílnum. Ljósm. sd

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.