Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202216 Í hesthúsahverfinu í Grundarfirði hitti blaðamaður Skessuhorns fyrir Valgerði Helgu Ísleifsdóttur raf- virkja. Valgerður fylgdi blaðamanni inn á hlýlega kaffistofu í hesthúsi sínu sem hún og eiginmaður hennar Guðni Leifur Friðriksson festu kaup á fyrir um þremur árum. „Við smíðuðum kaffistofuna þegar við keyptum húsið,“ segir Valgerður og fær sér sæti á móti blaðamanni inni á kaffistofunni. „Við settum sem sagt upp veggi hér og glugga. Við pabbi sáum svo um að leggja allt rafmagn hér og Guðni sá um pípulagnirnar,“ segir hún og bendir í átt að salerni sem er innan af kaffistofunni. „Og svo þetta borð hér. Ég bjó það til úr gömlu bláu rafmagnskefli. Okkur vantaði borð hér inn og svo ég pússaði keflið upp, sagaði botninn og málaði það. Það dugir okkur vel hér,“ segir Valgerður, fær sér sopa af sódavatni og býr sig undir að svara spurningum blaðamanns. „Ég sá aldrei konu sem var rafvirki“ Valgerður útskrifaðist í vor sem raf- virki frá Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki og hefur síðan þá unnið sem rafvirki hjá Raf- grund ehf. í Grundarfirði. Faðir Valgerðar er einnig rafvirki og starfaði lengst af fyrir Rafiðnaðar- sambandið. Valgerður þvæld- ist mikið með honum í vinnuna í æsku. t.a.m. þegar frí var í leikskóla og skóla og segir hún að áhuginn á rafvirkjun hafi kviknað strax þá. „Frá því ég var pínulítil hefur mig dreymt um að vera rafvirki. Ég var mikið með pabba í vinnunni sem barn og mínar æskuminn- ingar eru margar hverjar úr Raf- iðnaðarsambandinu. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á því að læra rafvirkjann en ég hafði aldrei þessa kvenfyrirmynd fyrir augum. Ég sá aldrei neina konu sem var rafvirki, ég gat því ekki horft upp til neinnar konu og sagt að mig langaði að vera eins og hún,“ segir Valgerður. Hún hafi því ekki farið í rafvirkjanám fyrr en á fullorðinsárum, en þá tók hún sig til ásamt vinkonu sinni og hringdu þær í alla framhaldsskóla á landinu og skoruðu á þá að bjóða upp á helgarnám í rafvirkjun. „Það var enginn skóli sem bauð upp á það. Og við höfðum ekki tök á að vera í dagskóla, búandi í Grundar- firði, með börn og í fullri vinnu.“ Símtölin borguðu sig því að Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra, á Sauðárkróki, svaraði kallinu og byrjuðu vinkonurnar í rafvirkja- námi við skólann haustið 2019. Viðurkenning fyrir framúrskarandi námsárangur Ásamt þeim vinkonum voru tíu strákar skráðir í námið það haust. Um var að ræða þriggja ára nám sem var þannig uppbyggt að sex helgar á önn mættu nemendur í skólann. Þá var reynt að hafa verklega kennslu en nemendur lærðu mestan hluta bóklega námsins heima þess á milli. „Það voru tvær annir af sex þar sem var bara bókleg kennsla og það tók mjög á. Námið var líka strembið því við vorum í raun að læra á sex helgum, það sem aðrir læra á heilli önn,“ segir Valgerður. Sex föstudaga á önn, í þrjú ár, settist Valgerður því upp í bíl og keyrði til Sauðárkróks, sem er um fjögurra klukkustunda akstur frá Grundarfirði. Þar var kennt seinnipart föstudags, allan laugar- daginn og allan sunnudaginn og þá þurfti að keyra heim. Nemendum í helgarnáminu var boðin gisting á heimavist skólans þær helgar sem kennt var og nýtti Valgerður sér það. „Það var ótrúlega gott að hafa vinkonu mína með mér í náminu. Við gátum þá keyrt saman í og úr skólanum, gistum saman á vistinni og gátum aðstoðað hvor aðra í gegnum námið,“ segir Valgerður en námið lá sérlega vel fyrir henni. „Loksins þegar ég var í námi sem ég hafði áhuga á þá gekk mér ótrúlega vel og mér fannst svo skemmtilegt að læra,“ segir Valgerður og bætir við, að við útskrift hafi hún fengið viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum rafvirkj- unar. „Ég er ótrúlega stolt af því. Mér finnst það líka skemmtilegt að það var stelpan í náminu sem fékk viðurkenninguna. En þetta lá bara svo vel fyrir mér,“ segir Valgerður og áhuginn á faginu leynir sér ekki. Meira nám Fullpökkuð þrjú ár eru að baki en Valgerður ákvað að láta ekki þar við sitja. „Ég hugsaði bara hvað á ég að gera í haust ef ég er ekki að læra á kvöldin? Ég gat bara ekki hugsað mér að sitja fyrir framan sjónvarpið eða vera í símanum því ég verð að hafa eitthvað að gera. Þannig ég skráði mig bara í meira nám,“ segir Valgerður og hlær. Nú er hún í fjarnámi í Raftækni- skólanum þar sem hún lærir raf- veituvirkjann sem viðbót við raf- virkjann. „Í því námi læri ég um háspennurafmagn og dreifikerfi, eins og unnið er með hjá Rarik og Landsvirkjun. Mér fannst það heillandi nám því ég vil geta unnið fjölbreytt starf og haft val um starfsvettvang í framtíðinni. Í fyrrasumar var ég líka í sumar- starfi hjá Rarik sem mér fannst mjög skemmtilegt.“ Valgerður mun útskrifast sem rafveituvirki næsta vor og verður þá ein fárra kvenna á landinu sem hefur þá menntun. „Búandi úti á landi finnst mér ég þurfa sem rafvirki að geta gengið í öll verk því hér er ekki í boði fyrir mig að vera til dæmis bara í húsarafmagni heldur þarf ég að geta sinnt því sem upp kemur hverju sinni.“ Frá því í maí hefur Valgerður unnið hjá Rafgrund ehf. en hún bíður þess að geta tekið sveinsprófið í febrúar. Vinnan þar er fjölbreytt en Valgerður segir að mest sé að gera núna við að leggja rafmagn í nýbyggingar. Hjartað slær á landsbyggðinni Valgerður er fædd og uppalin í Kópavogi en hún segir að hjarta sitt hafi alltaf slegið úti á landi. „Það var í raun ég sem vildi flytja út á land,“ segir hún en maður- inn hennar Guðni Leifur Friðriks- son er úr Grundarfirði. Þau kynnt- ust þegar þau unnu bæði á Grand hótel í Reykjavík fyrir tíu árum síðan. „Ég hef aldrei verið þessi borgartýpa. Sem krakki var ég öll sumur í sveit á Kirkjubæjarklaustri og að loknum grunnskóla fór ég í Menntaskólann á Laugarvatni. Það átti bara vel við mig að vera á lands- byggðinni,“ segir Valgerður. Þegar þau Guðni fóru að huga að því að kaupa sér eign leitaði hugur- inn til Grundarfjarðar. Þar var bæði ódýrara húsnæði að fá, en í Reykja- vík, og þar höfðu þau stórt og gott bakland þar sem foreldrar Guðna og margir fjölskyldumeðlimir bjuggu þar. Þau keyptu sér því íbúð þar og fluttu í hana árið 2017, með þriggja ára son sinn Ísleif Andres. Þá vann Guðni við að keyra fyrir Ragnar og Ásgeir en Valgerður fékk vinnu í leikskólanum. Þar vann hún fram að vorinu 2018 en í maí það ár eignaðist hún annan son sin, Aðalgeir Vigni. „Þegar ég var ólétt af Aðalgeir þá nefndi ég það við Guðna að ég vildi hafa hann meira heima, af því hann var alltaf í burtu að keyra. Hann ákvað þá að halda áfram í píparanámi, sem hann hafði verið í áður og fór að vinna sem pípari með frænda sínum í Grundarfirði. Hann útskrifaðist svo sem pípari 2019 og næsta haust stefnum við á að fara saman í meistara skólann. Hann ætlar að taka meistarann í pípulagningum og ég í rafvirkjun,“ segir Valgerður og bætir við brosandi: „og mögu- lega í rafveituvirkjun líka.“ Hestamennska í vöggugjöf Valgerður og Guðni keyptu hest- hús í Grundarfirði fyrir þremur árum. Þau eiga sex hesta en Val- gerður segist fædd á hestbaki. „Ég hef verið á hestbaki allt mitt líf og ég sagði við Guðna þegar við tókum saman að ég væri að fara á hestbak og vera með hesta og hann mætti ráða hvort hann yrði með mér í því. Hann var fyrst alveg skít- „Það eru til konur sem eru rafvirkjar og vinna í rafmagni“ Rætt við Valgerði Helgu Ísleifsdóttur rafvirkja í Grundarfirði Hér stendur Valgerður inni í kaffistofunni sem þau hjónin smíðuðu inni í hesthúsi. Valgerður vinnur nú sem rafvirki hjá Rafgrund ehf. Lítil Valgerður, með stóra drauma. Hér situr hún í fangi föður síns og glöggir geta séð að hún er í rafvirkjapeysu. Fjölskyldan nýtur þess að vera saman í hesthúsunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.