Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 11 Á mánudaginn voru fimmtán nem- endur úr 8.-10. bekk Brekkubæjar- skóla í heimsókn á ritstjórn Skessu- horns. Hópurinn er valhópur, en unglingadeild skólans er í vali í hverri viku. Þessi hópur var t.d. áður búinn að heimsækja sjúkra- húsið og slökkviliðsstöðina en á eftir að fara á nokkra staði til við- bótar. Með ritun þessarar fréttar var hópnum sýnt hvernig fréttir eru skráðar á vefi fjölmiðla. mm Nokkuð góð staða er á öllu blóði á Íslandi þessa dagana en helst er skortur á O mínus blóði sem er svo- kallað neyðarblóð því hægt er að nota það í neyð fyrir fólk í öðrum blóðflokkum. Auður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur í blóðbanka- bílnum sagði blaðamanni Skessu- horns lítillega frá starfsemi bíls- ins, en hann kemur nú á u.þ.b. eins mánaðar fresti á Akranes og oft eru 30-60 manns sem gefa blóð hverju sinni þar. Teknir eru um 470 ml af blóði í hverri gjöf og mega konur gefa blóð á fjögurra mánaða fresti en karlar á þriggja mánaða fresti. Blóðbankabíllinn fer reglu- lega árið um kring til þéttbýlis- kjarna í nágrenni við höfuðborgina svo sem á Akranes, Selfoss og í Reykjanesbæ. Bíllinn fer einnig einstaka sinnum til Húsavíkur og á Mývatn en hefur enn sem komið er ekki farið vestur á firði. Þá er starfsmönnum bílsins flogið austur á Egilsstaði reglulega þar sem þeir fá að nota aðstöðu heilsugæslunnar. Á Reyðarfirði fá starfsmenn blóð- bankabílsins aðstöðu hjá Alcoa Fjarðaál þar sem margir starfsmenn álversins eru einkar duglegir við að gefa blóð. Þeir sem hafa áhuga á að gefa blóð geta farið í blóðbanka bílinn og fyllt út þar til gerð blöð með upp- lýsingum um heilsufar og lifnaðar- hætti og þá þarf að gera grein fyrir nýlegum ferðalögum erlendis. Þá fer starfsmaður bílsins yfir útfyllta eyðublaðið með viðkomandi til að fá ítarlegri upplýsingar um ákveðin atriði. Í mörg horn er að líta og ef ekkert finnst að endar heimsóknin með blóðprufu. Niðurstöðu úr henni má þá vænta innan þriggja vikna og segir hún til um hvort við- komandi sé heimilt að gefa blóð eða ekki. gbþ Vantar helst O mínus blóð Blóðbankabíllinn við Stillholt á Akranesi. Helst er vöntun á O mínus blóði um þessar mundir. Nemendur í Brekkubæjarskóla í vinnustaðaheimsókn Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Velkomin til kirkju! Sunnudagur 20. nóvember Hallgrímskirkja í Saurbæ Guðsþjónusta kl. 11 – ný sálmabók tekin í notkun Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 20 – ný sálmabók tekin í notkun Miðvikudagur 23. nóvember Akraneskirkja Bænastund og súpa kl. 12:10 Opið hús í Vinaminni kl. 13:15 – Bingó! BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.