Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 7 Verkefnið Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK á Íslandi hefur undanfarin 19 ár falist í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bágar aðstæður og gefa þeim nyt- samar og góðar jólagjafir. Gjaf- irnar eru settar í skókassa og til að öll börnin fái svipaðar gjafir eru ákveðnir hlutir sem mælt er með að fari í hvern kassa. Gjafirnar eru síðan sendar til Úkraínu þar sem stríð geisar nú ofan í aðra neyð landsmanna. Íslensku skókössunum er meðal annars dreift á munaðarleysingja- heimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Gjöfunum hefur fjölgað ár frá ári og um síðustu helgi var 5.575 pökkum komið fyrir í gámum og þeir sendir utan. „Við- tökur almennings hafa aldrei verið betri,“ segir Axel Gústafsson sjálf- boðaliði á Akranesi og félagsmaður í KFUM og K, en hann hefur í nokkuð mörg ár komið að söfnun- inni hér á Vesturlandi ásamt fjölda annarra. Í ár óskaði KFUM og K sérstaklega eftir hlýjum fötum í skókassana. Bar það árangur og þó nokkurt magn prjónavara skilaði sér í kassana. Fjöldi fyrirtækja studdi verk- efnið. Meðal þeirra eru Eimskip, Góa, Samhentir kassagerð og Lindex sem meðal annars gaf fjölda kuldagalla að þessu sinni. mm/ Ljósm. KFUM og K. Mesta magn frá upphafi barst í söfnunina Jól í skókassa Skókössum pakkað og þeir gerðir klárir til flutnings. Að endingu var kössunum komið fyrir í fjörutíu feta gámi sem nú er á leiðinni til Úkraínu. SK ES SU H O R N 2 02 2 GOTT KVÖLD FIMMTUDAGINN 17. NÓV. OPIÐ TIL KL. 22 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM, AUK SÉRTILBOÐA. GJAFAPAKKNINGARNAR komnar. 30% af völdum dömufatnaði og snyrtivörum. TVENNUTILBOÐ: Herrapeysa+stuttermabolur aðeins kr. 9.990,- KYNNINGAR: Á DYRBERG/KERN skartgripalínunni. YSL snyrtivörum, og áletrun á varaliti. LUKKUPOTTUR OG LÉTTAR VEITINGAR Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 S K E S S U H O R N 2 02 2 AUGLÝSING Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms og tveggja nýrra deiliskipulagstillagna Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og tillögur að nýjum deiliskipulagsáætlunum fyrir grænan iðngarð við Kallhamar og stækkun athafnasvæðis við Hamraenda. Lýsingin er sett fram í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna. Skipulagslýsingin er birt á vef Stykkishólmsbæjar og liggur frammi á bæjarskrifstofu til og með 6. desember 2022, þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar sem varða tillögugerðina. Lýsingin er jafnframt send Skipulagsstofnun og öðrum aðilum til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Skipulagslýsingin verður kynnt sérstaklega á opnu húsi, sem haldið verður miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17-18 í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa til og með 6. desember 2022 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is. Stykkishólmi, 14. nóvember 2022. Kristín Þorleifsdóttir Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.