Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202212 Í haust rann út samningur Veiði- félags Andakílsár og Stangaveiði- félags Reykjavíkur (SVFR) um sölu veiðileyfa, en það samstarf hefur staðið í tvo áratugi. Veiðifélagið hefur í framhaldinu samþykkt að taka sjálft yfir sölu veiðileyfanna og hefur í tengslum við það samið við Kristján Guðmundsson um að sinna þeim þætti fyrir eigendur næstu tvö til þrjú árin. Samningur þessa efnis var samþykktur sam- hljóða á fundi veiðifélagsins 6. nóv- ember sl. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, formaður veiðifélagsins, segir að nokkrir hafi á síðustu tveimur árum sýnt því áhuga að koma að rekstri árinnar en á endanum hafi verið ákveðið að reyna fyrirkomulag sam- bærilegt því sem er í Norðurá og hefur gefist vel. Samhliða breyttu sölufyrirkomulagi verður unnið að uppbyggingu vatnasvæðisins sem og að bættum húsakosti og aðstöðu veiðimanna. Á þeim 20 árum sem SVFR hefur séð um sölu veiðileyfa hefur heilmikið verið byggt upp á svæðinu og vill Ragnhildur, fyrir hönd veiðifélagsins, koma á fram- færi þakklæti fyrir það starf sem þar var unnið og eins samstarf við tengiliði liðinna ára. Kristján sölustjóri kveðst stoltur að vera treyst fyrir verkefninu og að spennandi tímar væru fram undan við söluna og þau verkefni er lúta að uppbyggingu svæðisins. Mik- ill metnaður væri til staðar og vilji til að gera vel í þeim úrbótum sem stefnt er á. Sala veiðileyfa vegna veiðisumarsins 2023, hófst í gær. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við Kristján í gegnum netfangið sala@andakilsa.is. Að sögn Ragnhildar í Ausu er nú þegar mikil eftirspurn og áhugi hjá veiði- mönnum. Á síðasta sumri komu 349 laxar á land úr Andakílsá. mm Sveitarstjórn Borgarbyggðar tók á fundi sínum síðastliðinn fimmtu- dag til afgreiðslu drög að fjár- hagsáætlun fyrir 2023 og fimm ára áætlun. Samþykkt var að útsvar verður óbreytt, þ.e. 14,52%. Í rekstraráætlun er gert ráð fyrir tapi öll árin sem áætlunin nær yfir, en minnstu tapi á næsta ári, 16,6 mill jónum króna. Í bókun byggð- arráðs, sem meirihluti sveitar- stjórnar samþykkti, sagði að drög að fjárfestingar áætlun sýndi fjár- festingaráform upp á 1,1 milljarð króna á árinu 2023 og um 5,6 millj- arða króna á næstu fjórum árum. Að stærstum hluta er um að ræða fjárfestingu í íþróttamannvirkjum, skólum og í gatnagerð. Stærstu einstöku framkvæmdir sem falla til á næsta ári eru stækkun leikskólans Uglukletts (350 m.), GBF á Klepp- járnsreykjum (192 m.), ráðhús í Borgarnesi (125 m.), gatnagerð og fyrstu framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í Borgarnesi (100 m.). Í bókun byggðarráðs sagði: „Fyrir sjáanlegt er að fjárfestingar í átt að slíkri fjárhæð eru háðar sterku sjóðstreymi frá rekstri, skýrri forgangsröðun í fjárbindingu og að ytri aðstæður séu hagfelldar. Núverandi aðstæður á fjármagns- markaði eru t.d. þess eðlis að stór lántaka er líklega ekki hagfelld. Byggðarráð vísar áframhaldandi vinnu við drög að fjárfestingar- áætlun til fyrri umræðu í sveitar- stjórn en mikilvægt er að næstu skref vinnunnar feli í sér áfram- haldandi mat á skuldsetningu og skulda- og rekstrarhlutföllum, svo sem í samhengi við markmiða- setningu í „Brúnni til framtíðar“,“ sagði í bókuninni sem fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn sam- þykktu, en Lilja Björg Ágústsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks í byggðar- ráði sat hjá við afgreiðsluna. Sam- þykkt var á fundi sveitarstjórnar sl. fimmtudag að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn. Lán fyrir fjárfestingum Á fundi sveitarstjórnar lagði Lilja Björg fram ítarlega bókun þar sem hún átelur meirihluta Fram- sóknarmanna fyrir að leggja fram fjárfestingaáætlun sem muni að óbreyttu sökkva sveitarfélaginu í óviðráðanlegar skuldir. Þar sagði hún m.a: „Sú fjárhagsáætlun sem lögð er fram til fyrri umræðu hér í dag fyrir árið 2023 og fjárheimildir áranna 2024 - 2026, bera því miður með sér dapra framtíðarsýn fyrir okkar ágæta sveitarfélag. Gert er ráð fyrir fjárfestingum upp á rúm- lega 5 milljarða á fjórum árum sem er vel, en algjörlega án þess að máta þau loforð við fjárhag sveitarfélags- ins eins og ber að gera samkvæmt lögum. Áætlað er að taka nán- ast allar fjárfestingar að láni, þrátt fyrir að einstaklega óhagkvæmt sé að taka lán nú, þar sem verðbólga er tæplega 10% og erfitt að meta áhrif lausra kjarasamninga á fjárhag sveitarfélagsins næstu ár.“ Þá vísar Lilja Björg til sveitar- stjórnarlaga þar sem kveðið er á um viðmiðanir um afkomu og fjárhags- stöðu sveitarfélaga komi fram skylda sveitarstjórnar til að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldu- bundnum verkefnum sínum. „Sam- kvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir Borgarbyggð skilar samstæða A og B hluta Borgarbyggðar nei- kvæðri rekstrarniðurstöðu á árunum 2022, 2023, 2024, 2025 og 2026 þ.e. öll árin sem áætlunin tekur til. Það gerir samtals tæplega 800 milljónir yfir allt tímabilið. Þar með er ljóst að ef undanþáguheimildin frá jafn- vægisreglu væri ekki í gildi þá má færa fyrir því rök að brotið væri á jafnvægisreglunni, að minnsta kosti fara mörg rauð flögg á loft,“ segir Lilja Björg. „Ef aðeins er horft til þess tímabils sem tekur til áranna 2024, 2025 og 2026, sem eru þau ár þar sem áætlað er að jafnvægisreglan taki aftur gildi, þá er rekstrarhall- inn á A og B hluta tæplega 600 milljónir. Þá verður skuldahlutfall sveitarfélagsins komið upp í 155% við lok tímabilsins en eðli máls samkvæmt má gera ráð fyrir að reksturinn sé orðinn frekar þungur þegar staðan er með þeim hætti.“ Loks segir Lilja í bókun sinni: „Ákvarðanafælni Framsóknar- manna er slík að þau eru frekar til- búin að virða að vettugi ábendingar frá eftirlitsnefnd og viðmiðunar- reglur laga, en að setjast niður og fara í þá vinnu sem þarf, þ.e. for- gangsraða verkefnum og gera raunhæfa fjárhagsáætlun. Það er erfitt að horfast í augu við þá stað- reynd að þau loforð sem gefin voru í aðdraganda kosninga hafa hrein- lega verið allt of mörg, alltof of umfangsmikil og langt frá því að vera raunhæf.“ Góð þjónusta og skilvirkur rekstur Í greinargerð meirihluta sveitar- stjórnar með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins segir: „Áætl- anir endurspegla mikil og vaxandi umsvif í sveitarfélaginu og veru- lega fjárfestingarþörf til að mæta fjölgun íbúa og efla þjónustustig. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er hins vegar krefjandi, verðbólga fór úr rúmum 4% í tæp 10% á einu ári, laun starfsmanna sveitarfélaga hafa hækkað ríflega m.v. aðra laun- þegahópa síðustu þrjú ár og kom- andi kjaraviðræður gætu reynst krefjandi. Þá hafa einstaka mála- flokkar sem færst hafa frá ríkinu til sveitarfélaga síðustu ár verið van- fjármagnaðir. Fyrir sveitarfélag þar sem þorri skulda er verðtryggður og kostnaður að megninu til laun þá eru verðbólguskot og launaskrið vondur kokteill.“ Þá segir í greinargerðinni að Borgarbyggð þurfi að leggja megináherslu á góða þjónustu og skilvirkan rekstur, með megin- áherslu á kjarnastarfsemi sveitarfé- lagsins. Skoða þarf hvar og hvernig efnahagsreikningur og fjárbinding sveitarfélagsins styður við kjarna- reksturinn og hvar ekki. Þá segir: „Ef sjóðstreymi styrkist ekki er ljóst að fjárfesting verður að lang- mestu leyti fjármögnuð með lán- töku. Sú aukning skulda getur gert sveitarfélaginu erfitt um vik með að viðhalda jákvæðri rekstrarniður- stöðu.“ Meirihluti sveitarstjórnar tekur þannig undir með Lilju Björgu fulltrúa minnihlutans sem gagnrýnir harðlega að fjárfesting verði að mestu eða öllu leyti fjár- mögnuð með lántöku. Loks bendir meirihlutinn á í greinargerð sinni að vinna þurfi að bættum rekstri sveitarfélags- ins; „skoða þarf hvar tilefni er til að selja eignir og tímasetning lán- töku þarf að taka mið af kjörum. Þá skiptir máli að sveitar félagið reyni að haga fjárfestingum þannig að tíma setning stuðli að því að treysta jafnvægi á vinnu- markaði í sveitar félaginu en ýti ekki undir þenslu í samkeppni við fyrirtækin. Hins vegar verði sveitarfélagið tilbúið að fjárfesta þegar atvinnuástand versnar. Verk efnið framundan að tryggja að rekstur sé skilvirkur og að fjár- binding sveitarfélagsins bein- ist fyrst og fremst að þeim verk- efnum sem sveitarfélaginu er ætlað að sinna.“ mm Landeigendur taka yfir sölu veiðileyfa í Andakílsá Sveitarsjóður gerður upp með tapi næstu fimm árin Fulltrúi minnihlutans telur fjárfestingaáætlun úr takti við getu sveitarsjóðs Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj. Kristján Guðmundsson og Ragnhildur Helga Jónsdóttir handsala nýja samninginn. Ljósm. Veiðifélag Andakílsár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.