Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 5 Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti síðastliðinn föstudag dæmt til þess að greiða Gunnlaugi A. Júlíussyni fyrrverandi sveitar- stjóra tæpar 3,7 milljónir króna í bætur fyrir uppsögn í starfi. Fall- ist var á varakröfu hans í málinu, en upphaflega fór Gunnlaugur fram á 60 milljónir króna í bætur. Lands- réttur dæmdi sveitarfélagið jafn- framt til að greiða honum þrjár milljónir króna í málskostnað fyrir héraði og í Landsrétti. Gunnlaugur stefndi sveitarfé- laginu upphaflega í apríl 2020 en hann var sveitarstjóri árin 2016 til 2019, en var sagt upp í nóvem- ber það ár. Hann vildi meina að starfsheiður sinn með uppsögninni hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum vanlíðan. Einnig gerði Gunn- laugur athugasemd við að honum hafi ekki verið sagt upp með form- legum hætti líkt og kveðið er um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitar- stjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Í héraði var Borgar byggð sýknað í máli sem kveðið var upp í júní 2021. Í dómi héraðsdóms sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin m.a. verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Dómur Landsdóms er langur og ítarlegur, svo ítarlegur að í niður- stöðuorðum segir m.a. að; „kröfu- gerð áfrýjanda er óhóflega flókin að uppbyggingu. Hún er aftur á móti ítarlega skýrð í stefnu og öðrum skriflegum málatilbúnaði áfrýj- anda og þykja því ekki næg efni til að vísa máli þessu frá dómi af sjálfs- dáðum vegna vanreifunar.“ Þá segir einnig í dómsorðum Landsréttar að Gunnlaugur eigi ekki rétt til bóta vegna fjártjóns á þeim grund- velli að staðið hafi verið að upp- sögn hans með ólögmætum hætti. Orðið hafði trúnaðarbrestur milli sveitarstjórnar og sveitarstjóra og hafi sveitarstjórn ekki brotið gegn rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og andmælarétti sínum við að segja honum fyrirvaralaust upp. Lands- réttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms nema að hluta og féllst á að koma til móts við fyrstu vara- kröfu Gunnlaugs og var Borgar- byggð því gert að greiða honum samtals 3.692.241 krónur með vöxtum, auk þriggja milljóna króna í málskostnað. Þegar dómur hafði verið upp kveðinn á föstudag lét Gunnlaugur þessi orð falla í viðtali við fréttavef- inn Visir.is: „Þetta er ekki spurn- ing um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niður- staðan skipta mestu máli. Að gjörn- ingurinn var ólögmætur. Peninga- málin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjár- hagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ sagði Gunn- laugur í samtali við Vísi. mm Landsréttur dæmdi Borgarbyggð til greiðslu bóta hagvangur.is Brákarhlíð er sjálfseignarstofnun sem á sér 50 ára sögu. Bakhjarlar heimilisins eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Skorradalur, auk þess sem Samband borgfirskra kvenna hefur verið bakhjarl heimilisins allt frá stofnun og á einn fulltrúa í stjórn. Í Brákarhlíð er unnið eftir Eden hugmyndafræðinni og starfa þar um 85 manns. Sjá nánar á brakarhlid.is. Umsóknarfrestur til 21. nóvember nk. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf ásamt afriti af starfsleyfi. Nánari upplýsingar veita Jóhannes Þorkelsson, johannes@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. Starf forstöðumanns hjúkrunarsviðs Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi er laust til umsóknar. Leitað er að lausnamiðuðum stjórnanda sem býr yfir miklum samskiptahæfileikum og metnaði fyrir sínu starfi og þjónustu heimilisins í þágu heimilisfólks og samfélagsins. Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð og leiðandi hlutverk í daglegri hjúkrunarþjónustu Brákarhlíðar • Virk þátttaka í teymisvinnu með öðru starfsfólki heimilisins sem hefur vellíðan heimilisfólks að leiðarljósi • Umsjón með starfsmannahaldi hjúkrunarþjónustu, s.s. skipulagi mönnunar, stefnumótun, aðkomu að ráðningu nýrra starfsmanna, fræðsluáætlun og starfsþróun • Fagleg ábyrgð á gæðum hjúkrunarþjónustu heimilisins, lyfjaeftirlit og eftirlit með búnaði sem að þjónustunni snýr • Samskipti við hagsmunaaðila innan heimilis og utan, aðrar fagstéttir, stjórnendur og aðstandendur heimilisfólks Menntunar- og hæfniskröfur • BSc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá embætti landlæknis • Menntun eða starfsreynsla á sviði öldrunarhjúkrunar eða stjórnunar er skilyrði • Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun • Hæfni í mannlegum samskiptum og vilji til samstarfs í teymisvinnu og sköpun liðsheildar • Góð íslenskukunnátta Forstöðumaður hjúkrunarsviðs Sótt er um starfið á hagvangur.is Vegna ferðar starfs manna erlendis verður Bílaverkstæði Hjalta lokað dagana 17.–18. nóvember Við leitum að duglegu og samviskusömu fólki í 100% starf við framleiðslu í áfengisverksmiðjunni í Borgarnesi. Reglusemi og reykleysi skilyrði. Áhugasamir sendi umsóknir og upplýsingar á netfangið purespirits@purespirits.is Pure Spirits ehf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.