Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202214 Nöfnurnar og dýralæknarnir Kristín Þórhallsdóttir og Kristín Inga Karlsdóttir hafa ákveðið að hefja formlegt samstarf með því að stofna Dýralæknasetrið sf. Kristín Þórhallsdóttir er frá Laugalandi í Stafholtstungum í Borgarfirði og hefur rekið dýralæknastofu þar undanfarin sex ár. Hún útskrif- aðist frá Kaupmannahafnarháskóla í byrjun árs 2013 og hefur því öðl- ast tíu ára starfsreynslu. Kristín Þórhalls segist spennt yfir kom- andi breytingum en hún sér fyrir sér samstarfið sem tækifæri til að stuðla að betri uppbyggingu dýra- læknaþjónustu á svæðinu. „Þetta snýst helst um það að dýralæknar sameini krafta sína, sem hefur verið draumur minn lengi. Ég sé það fyrir mér þannig að hér verði meiri uppbygging og tækifæri til að bæta þjónustu með meiri tækjabúnaði og þess háttar. Svo hefur ekki verið dýralæknaþjónusta í þéttbýlinu á Akranesi undanfarin ár. Við von- umst svo til að geta bætt við meiri þjónustu, þ.e. að önnur okkar verði alltaf við og auðveldara verði þá að ná í okkur. Þá munum við starfa við betri aðstæður og meiri upp- byggingu. Síðan er það líka eflandi fyrir okkur báðar að starfa saman í okkar fagi,“ segir Kristín Þórhalls- dóttir í samtali við Skessuhorn. Með ársgamla tvíbura Kristín Inga Karlsdóttir er nýflutt heim frá Danmörku þar sem hún kláraði fimm og hálfs ára nám sitt í dýralækningum, einnig við Kaup- mannahafnarháskóla, í nóvem- ber 2021. Kristín Inga er alin upp á Akranesi en býr nú í Kalastaða- koti í Hvalfjarðarsveit, þar sem hún stefnir á húsbyggingu ásamt manni sínum og þremur sonum. Blaða- maður Skessuhorns kíkti í kaffi til Kristínar Ingu á þrítugsafmælis- degi hennar síðastliðinn fimmtu- dag þar sem hún er á lokametrum fæðingarorlofs með ársgamla tví- burasyni sína. Fjölbreytt nám „Ég er fædd og uppalin á Akra- nesi, fjölskylda mín bjó þar þangað til árið 2018. Þá keyptu foreldrar mínir Kalastaðakot af systkinum pabba, en afi og amma bjuggu hér þegar ég var lítil. Þannig að ég ólst upp á Akranesi og var einnig mikið í sveit hér,“ segir Kristín Inga og horfir á heimahagana út um eld- húsgluggann. Hún segist hafa áhuga á að þjónusta stór sem smá dýr en hún býr yfir góðri reynslu úr námi sínu. „Ég gat tekið vaktir á spítalanum í skólanum til að klára einingarnar á síðustu önn- inni. Þannig að ég tók fjórar vikur á smádýraspítalanum og fjórar vikur á stórdýraspítalanum, þar sem við vorum aðallega að sinna hestum. Ég gerði svo verkefni sem tók átta vikur á hestaklíník rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Sú klíník sinnir t.d. mörgum af bestu dressúr- og hindrunarstökks hestum Dan- merkur, þannig að ég fékk að sjá hluti sem mér þætti snilld að geta framkvæmt en námið býður upp á ýmsa sérhæfingu. Maður sá hvað möguleikarnir eru ótrúlega margir þegar kemur að því að meðhöndla hross. Ég fann þegar ég var að vinna með smádýrunum síðasta sumar að það á líka vel við mig. Það sama á við um gæludýrin eins og með hest- ana en meðhöndlunin býður upp á gríðarlega marga möguleika. Dýra- læknastarfið er ótrúlega fjölbreytt, bæði út frá hlutverki dýranna og ólíkum kröfum eigenda þeirra. Núna í dag eru gæludýrin partur af fjölskyldunni og fólk vill að sjálfsögðu fá almennilega læknis- þjónustu fyrir dýrin sín. Tækin og prófin sem hægt er að framkvæma til að greina og meðhöndla gæludýr er orðin ótrúlega góð. En ég sem sagt kláraði síðustu átta vikurnar af náminu á þessari stóru hestaklíník og fór svo beint í fæðingarorlof,“ segir Kristín Inga. Hún segir að upphaflega hafi þau fjölskyldan ekki ætlað að flytja strax heim, en planið var að vera í fæðingarorlofi úti í Danmörku. Þegar í ljós kom að þau hjónin áttu von á tvíburum breyttust húsnæðisáformin og þau í framhaldinu tóku þá ákvörðun að flytja fljótlega til Íslands til að vera nær stuðningsneti sínu. „Það er ekkert alveg tekið með annarri að vera með tvö börn svo við tókum ákvörðun um að flytja heim þar sem það er gott að fá hjálp og hafa stuðningsnet.“ Kristín fór í verknám til Kristínar Kristínarnar kynnast vegna slas- aðrar hryssu í Kalastaðakoti. „Ég kynntist Kristínu Þórhalls árið 2019 þegar hún kom að sinna slas- aðari hryssu hjá okkur. Hún kom vikulega til okkar í einhverja tvo eða þrjá mánuði. Ég nefni þarna við hana, þegar hún kemur í fyrstu heimsóknina, að ég væri dýra- læknanemi og í kjölfarið býður hún mér að koma með sér í vitjanir. Ég fór svo í verknám á vegum skólans til hennar, sumarið 2020. Þegar ég klára verknámið nefndi ég við hana að ég væri alveg til í að fara í ein- hvers konar samstarf. Það að þessi hryssa hafi slasast varð sem sagt til þess að við kynntumst og fórum að vinna saman,“ segir Kristín Inga. En er ekki ruglandi að vinna saman og heita sama nafni? „Jú, fólk talar mikið um þetta þegar við komum í vitjanir en það hefur t.d. alltaf verið hægt að aðgreina dýralækn- ana í Borgarfirði, þá Gunnar Örn og Gunnar Gauta, á seinna nafn- inu þeirra. Ætli við verðum ekki að aðskilja okkur bara sem Kristín Þórhalls og Kristín Inga,“ segja þær í sameiningu. Stefna á að opna stofu í hesthúsahverfinu Hvenær kviknar svo hugmyndin að því að opna stofu á Akranesi? „Þegar mamma og pabbi byggja hesthús á Akranesi nefndu þau hvort ég myndi svo ekki vilja hafa stofuna mína þar. Ég tók það ekkert mjög alvarlega og pældi ekki mikið í því. Kristín Þórhalls fer svo að tala um það síðastliðið vor hvort við eigum ekki að fara að drífa í þessu og stofna saman stofu en það hefur ekki verið dýralæknir á Akranesi í þónokkuð mörg ár. Um leið og við fjölskyldan flytjum heim til Íslands í júlí, tókum við upp þráðinn með foreldrum mínum; hvort við mættum ekki nýta annað hesthúsið þeirra og opna stofu þar. Við erum búin að fara á fund með bygginga- fulltrúa og það er búið að taka mjög vel í þessa hugmynd. Ég sendi fyrst fyrirspurn á Akraneskaupstað og þetta var tekið fyrir á fundi en hest- húsasvæðið á Akranesi er skilgreint sem búfjársvæði, ekki bara hesta- svæði, svo það er í raun ekkert sem mælir gegn því að við megum opna stofu þarna. Akraneskaup- staður hefur almennt tekið vel í þetta og þessu er bara tekið fagn- andi. Þetta er 8.000 manna bæj- arfélag og enginn starfandi dýra- læknir á svæðinu. Við erum búnar að teikna upp breytingar á húsnæð- inu og nú er byggingafræðingur að fara yfir þær. Í framhaldinu verða þær sendar inn til bæjarins til sam- þykktar. Við komum til með að gera smá breytingar á hesthúsinu en ég vonast til að um leið og allt verður orðið samþykkt geti þetta gengið hratt og vel fyrir sig. Okkur langar bara að opna sem fyrst,“ segir Kristín Inga. Framtíðarfyrir­ komulagið Samstarfið hjá þeim stöllum mun m.a. felast í samvinnu og upp- byggingu á aðstöðu og tækjabún- aði. „Við verðum í rauninni með tvær stofur. Stofan á Akranesi verður kannski svona aðalstofan þar sem við munum bæta við okkur tækjabúnaði. Ég mun halda gælu- dýraskoðunarherberginu sem ég hef útbúið mér til að sinna gælu- dýrunum í Borgarfirðinum svo fólk í nágrenni við mig þurfi ekki að keyra á eftir mér til Akraness til að láta meðhöndla þau,“ segir Kristín Þórhalls. Kristín Inga bætir svo við: „Samstarf okkar felst líka í því að við getum leitað til hvor annarrar. Hún býr náttúrulega að tíu ára reynslu sem er dýrmætt fyrir mig en hún hefur verið mér ómetanleg hjálp þar sem ég er nýútskrifuð. Við sjáum fram á að geta framkvæmt stærri inngrip sem er ekki hægt að framkvæma einn síns liðs. Planið er að geta bætt við okkur tækjabún- aði, blóðgreiningartæki og röntgen meðal annars. Við erum að vonast til þess að geta sinnt þeim dýrum sem við annars höfum þurft að senda áfram á stofurnar í Reykja- vík því að við höfum einfaldlega ekki haft tækjakost til að greina eða meðhöndla dýrið. Við erum bara rosalega spenntar að byrja og hlökkum til að geta veitt góða þjón- ustu á dreifðara svæði.“ sþ Sameina krafta og stofna Dýralæknasetrið Nöfnurnar Kristín Inga Karlsdóttir og Kristín Þórhallsdóttir. Smiðjutorgi, Smiðjuvöllum 32 • www.dotari.is OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA KL. 11-19 HELGAR KL. 11-15 Verslum líka í heimabyggð Smiðjutorgi, Smiðjuvöllum 32 • www.dotari.is VELDU Á 990 KR/STK HREKKJAVAKAN ER BYRJUÐ HJÁ OKKUR Þú finnur alltaf eitthvað sniðugt í Dótarí!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.