Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202224 Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á lög- aðila vegna rekstrarársins 2021. Í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu kemur fram að álögð gjöld nema samtals 218,3 millj- örðum króna og hækka um 38 ma.kr. á milli ára, en breytingar einstakra skatta eru bæði til hækk- unar og lækkunar. Stærstu einstöku breytinguna er að finna í tekjuskatti lögaðila en þar aukast tekjur ríkis- sjóðs um 31,1 ma.kr., eða 44,9%, milli ára. Stærsta hlutfallslega breytingin varð á sérstökum fjár- sýsluskatti sem ríflega tvöfaldaðist milli ára en þar sem hann er við- bótartekjuskattur á tekjuskattstofn umfram 1 ma.kr. er sterk fylgni milli hans og hefðbundins tekju- skatts. Tryggingagjald hækkar um 5,2 ma.kr. frá fyrra ári, eða 5,4%, þrátt fyrir tímabundna lækkun gjaldsins árið 2021. Gjaldskyldum félögum fjölgar um 2.483, eða 5,2%, milli ára og eru nú 50.571 en félögum sem greiða tekjuskatt fjölgar um 2.250, eða 13,8% milli ára. Gjaldskyldum félögum fækkaði lítillega í síðustu álagningu en hafa nú aldrei verið fleiri. Félögum sem greiða tekju- skatt hafði fækkað ár frá ári síðast- liðin sex ár en eru nú aftur orðin álíka mörg og þegar mest var árið 2016. Síðustu ár hefur sú góða þróun orðið að skilum framtala hefur fjölgað hlutfallslega ár frá ári. Bætt skil framtala eru til þess fallin að fækka kærum og endurákvörðunum og skapast því meiri vissa um að álagning opinberra gjalda á lög- aðila skili sér í ríkissjóð. Í ár var 86% framtala skilað áður en álagn- ing fór fram, líkt og tvö síðustu ár, en það hlutfall fór fyrst yfir 80% árið 2018. Endurgreiðsla ofgreiddra opin- berra gjalda lögaðila nam um 20 mö.kr. í ár samanborið við 24 ma.kr. árið á undan og lækkar því um 17% milli ára. mm Fimmtudaginn 10. nóvember sl. voru fyrstu íbúðirnar á Þjóðbraut 3 á Akranesi formlega afhentar skjól- stæðingum Brákar hses. og leigufé- lagsins Bríetar. Það var hluti fatl- aðra íbúa á Akranesi sem fengu þar afhentar nýjar íbúðir og var með því tryggt öruggt húsnæði til fram- búðar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, bæjarstjórn Akra- ness auk fulltrúa frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Brák og Bríet sem voru viðstaddir og hélt Sig- urður Ingi tölu. Nýju íbúarnir voru svo boðnir velkomnir heim með blómum og konfekti. gbþ/ Ljósm. vaks Vatnsaflsstöðin Akhalkalaki í Georgíu, sem Landsvirkjun á hlut í og hefur tekið þátt í að reisa, var vígð í byrjun mánaðarins. Uppsett afl stöðvarinnar er tæplega 10 MW og mun hún vinna um 50 GWst af endurnýjanlegri raforku árlega. Hluti af verkefninu var einnig upp- bygging á tengdum innviðum í nærsamfélagi stöðvarinnar, svo sem áveitukerfi og veitukerfi drykkjar- vatns. Eignarhlutur Landsvirkjunar er í gegnum dótturfélagið Lands- virkjun Power, sem heldur utan um erlend verkefni fyrirtækisins. „Tilgangur Landsvirkjunar Power er að flytja út þá sérþekkingu sem við Íslendingar höfum aflað okkur á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og stuðla þannig að orkuskiptum erlendis. Félagið veitir ráðgjöf við undirbúning, byggingu og rekstur endurnýjanlegra virkjunarkosta og tekur þátt í þróun þeirra,“ segir í tilkynningu. Íslenska verkfræðistofan Ver- kís var í nánu samstarfi við Lands- virkjun Power í Akhalkalaki verk- efninu og hafði yfirumsjón með hönnun þess. Eigendur verkefnisins eru þrír: Caucasus Clean Energy Holding, sem fjárfestir einungis í vatnsaflsvirkjunum í Georgíu, LPV Co, sem er í eigu Landsvirkjunar Power og verkfræðistofunnar Ver- kís og Hydro Energy, georgískt félag sem var stofnað sérstaklega um upphaflega þróun verkefnisins. mm Á meðfylgjandi mynd er Víðir Haraldsson skipstjóri á línu- bátnum Lilju SH frá Rifi. Eftir að línan hafði verið lögð aðfararnótt þriðjudags tók hann sig til og grill- aði hamborgara fyrir mannskap- inn. Vakti það mikla ánægju en þrír eru í áhöfninni ásamt Víði. Þeirra á meðal var Alfons Finnsson fréttarit- ari Skessuhorns sem er í afleysinga- túr um borð í Lilju. Þeir byrjuðu að draga línuna klukkan níu morgun- inn eftir og reiknuðu með að það tæki um níu tíma og var því stefnt að heimferð síðdegis í gær. Ágæt- lega hafði fiskast á krókana þegar rætt var við Alfons um hádegisbil í gær. mm Álagningu opinberra gjalda á lögaðila lokið Línan lögð og síðan grillað í mannskapinn Landsvirkjun flytur út þekkingu við gerð vatnsaflsvirkjana Nýja virkjunin í Akhalkalaki í Georgíu. Ljósm. Landsvirkjun Power. Íbúðir á Þjóðbraut 3 afhentar íbúum Fv. Kristmundur Valgarðsson, Hermann Jónasson, Soffía Guðmundsdóttir, Heiðrún Hermannsdóttir, Sævar Freyr Þráinsson, Kristinn Sveinsson, Sindri Víðir Einarsson, Martha Lind Róbertsdóttir, Tinna Björk Sigmundsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Liv Aase Skarstad og Ragnar Baldvin Sæmundsson. Sigurður Ingi og Tinna Björk taka sjálfu. Heiðrún Hermannsdóttir bauð bæjar- stjóranum að líta í heimsókn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.