Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Mikil þörf er á því að endurnýja og bæta tækjakost til bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum á landsbyggð- inni. Öllu getur skipt að þær séu betur tækjum búnar til greiningar bráðavanda og slysa. Þá verður að vera til staðar vel þjálfað starfsfólk til að sinna fyrstu viðbrögðum. Undanfarin ár hef ég beitt mér mjög fyrir öruggu aðgengi að læknisþjónustu víðsvegar um landið og að það búsetuöryggi sem í því felst sé tryggt. Nýlega vakti ég sérstaka athygli á þörfinni á að bæta tækjakost heilsugæslustöðva með skriflegri fyrirspurn til heil- brigðisráðherra þar um og hvað hann hygðist gera til að tæknivæða betur heilsugæslu á landsbyggð- inni þannig að hún geti betur sinnt þessu hlutverki sínu og einnig um þjálfun fólks að nota þau til grein- inga og veita fyrstu aðstoð. Þá vakti ég athygli á því að framhaldsnám í bráðatækni væri mikilvægt skref í þessa veru, en ekki er slíkt nám í boði á Íslandi. Nú hefur í framhaldi af fyr- irspurn minni verið kunngjört að bráðaþjónusta verði efld um allt land með bættum tækjabún- aði og 113,5 milljóna framlagi til heilbrigðisstofnanna utan höfuð- borgarsvæðisins til þess að endur- nýja og bæta tækjakost vegna bráðavanda. Þó meira þurfi til er þetta mikilvægt skref. Ég get ekki annað en þakkað ráðherra skjót viðbrögð þó fyrir- spurninni sjálfri hafi ekki enn verið svarað með beinum hætti, en niðurstaðan er almenningi til heilla og það er aðal atriðið. Það er nefni- legi lykilatriði ef við viljum tryggja byggðajafnrétti og góð skilyrði fyrir dreifðri búsetu að standa vel að öryggi landsmanna í hvívetna. Of víða hafa íbúar ekki öruggt aðgengi að læknisþjónustu og þurfa að fara um langan veg eftir henni. Því skiptir sköpum að heilsugæslu- stöðvar séu vel tækjum búnar og nærþjónusta við íbúa sé með bestu móti. Ég skora því á ráðherra að halda uppteknum hætti og bregð- ast við öðrum aðkallandi þáttum til að tryggja öruggt aðgengi að heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni. Bjarni Jónsson Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Vök Baths á bakka Urriðavatns við Egilsstaði, er handhafi Nýsköpunar- verðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022, en Samtök ferðaþjón- ustunnar (SAF) afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóv- ember ár hvert. Eliza Reid forseta- frú afhenti verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Hörpu í síðustu viku. SAF afhenda Nýsköpunarverð- laun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrir- tæki innan samtakanna til nýsköp- unar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í nítjánda skipti sem SAF veita nýsköpunar- verðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 14 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Verðlaun SAF hafa tvisvar sinnum frá árinu 2004 runnið til fyrirtækja á Vesturlandi. Árið 2006 til Land- námsseturs Íslands í Borgarnesi og árið 2015 til Into the Glacier á Langjökli. Í umsögn dómnefndar segir: „Vök Baths eru heitar laugar. Böðin samanstanda af tveimur fljótandi sjóndeildarlaugum, einu sinnar tegundar á Íslandi, tveimur heitum laugum á landi, vaðlaug, eimbaði, köldum úða göngum og veitingastaðnum Vök Bistro. Vök Baths dregur nafn sitt af heitum vökum sem birtust reglulega á ísi- lögðu Urriðavatninu vegna jarð- hita sem streymdi upp á yfir- borðið. Fljótandi laugarnar, eða „vakirnar“, sem nú liggja í vatninu hafa þannig sama form og þær sem mynduðust á ísi lögðu vatninu. Gestum Vök Baths býðst ekki bara að baða sig í heitu laugunum og köldu Urriðavatninu því í móttöku staðarins er tebar þar sem hægt er að gæða sér á te sem gert er úr jurtum úr nágrenninu og blandað við heitt vatnið sem kemur beint úr jörðinni.“ mm Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Frá afhendingu verðlaunanna. F.v. Eliza Reid forsetafrú, Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Vök Baths, Ívar Ingimarsson stjórnarmaður í fyrirtækinu og Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Pennagrein Bætt bráða­ þjónusta á heilsugæslu­ stöðvum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.