Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 46. tbl. 25. árg. 16. nóvember 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is Opið alla daga ársins Þinn árangur Arion Sólarlagið hefur oft á undanförnum dögum verið býsna fallegt. Þess njótum við íbúar við vesturströndina. Meðfylgjandi mynd tók Guðmundur St. Valdimarsson á Breiðinni á Akranesi í liðinni viku. Skipulagsstofnun samþykkti 27. október síðastliðinn breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010- 2022. Sveitarstjórn hafði fyrir sitt leyti samþykkt breytinguna 12. október sl. Í breytingunni felst að 30 hektara hluti frístundasvæðis, sem nefnt er F128 í landi Litlu-Tungu í Húsafelli, verður skilgreint sem íbúðarbyggð (Í13). Frístunda- svæðið minnkar sem því nemur og verður 68 ha eftir breytingu. Skipulagsstofnun hefur þegar aug- lýst breytinguna í Stjórnartíðindum og hefur hún því öðlast gildi. Þótt auglýsing þessi láti ekki mikið yfir sér má búast við að hún hafi fordæmisgefandi gildi víða, ekki einvörðungu í Borgarbyggð, heldur á sveitarstjórnarstiginu víðsvegar um landið þar sem menn hafa sóst eftir að mega hafa skráða búsetu í frístundahúsum. Breytingu sem þessari fylgja þó ýmsar kvaðir. Við hönnun og skipulagningu húsa þarf vegghæð t.d. að vera meiri, skil- greindar geymslur sem hluti hús- næðis og sitthvað fleira umfram kvaðir sem settar eru við byggingu hefðbundinna frístundahúsa. Sam- hliða slíkri breytingu þarf svo við- komandi sveitarfélag að uppfylla þjónustu á sama hátt og í öðrum íbúðarbyggðum, svo sem um sorp- hirðu, snjómokstur, skólasókn barna sem þar munu í framtíðinni búa og áfram mætti telja. „Með breytingar- tillögunni er verið að skilgreina íbúðarsvæði í Húsafelli með það að markmiði að heilsárs búseta verði möguleg á svæðinu,“ segir í skipulagslýsingu þeirri sem nú hefur verið samþykkt. Þá segir jafnframt að samhliða vinnu við breytingu á aðalskipulagi Litlu-Tungu í landi Húsafells hafi verið gerð breyting á deiliskipulagi sem felst í því að 40 lóðir fyrir frístundahús verða skil- greindar sem lóðir fyrir 40 íbúðar- hús. Stærðir lóða og húsa verða óbreytt frá gildandi deiliskipulagi, enda var við hönnun hverfisins í upphafi gert ráð fyrir að það upp- fyllti öll skilyrði íbúðarhúsa. Hverfið sem um ræðir er byggt á grónu hrauni ofan til í Húsafells- skógi. Þaðan er víðsýnt m.a. upp til jökla og niður með farvegi Hvítár. Gríðarmiklar byggingafram- kvæmdir hafa síðustu tvö ár verið í gangi á svæðinu og m.a. var sett upp húseiningaverksmiðja í Húsa felli og þar hafa margir smiðir úr héraðinu haft næg verkefni undanfarin miss- eri. Að sögn Bergþórs Kristleifs- sonar framkvæmdastjóra í Húsafelli er nú búið að ráðstafa 36 af þeim 40 lóðum sem boðnar voru til sölu um páskana 2020, hafin er bygging 23 húsa og grunnar fyrir fleiri hafa verið teknir. Fyrstu húsin verða svo afhent nýjum eigendum á næstu dögum. Samhliða þessari breytingu á aðalskipulagi Litlu-Tungu í landi Húsafells má vænta þess að skráðum íbúum í Borgarbyggð gæti fjölgað. Í hópi kaupenda eru bæði fólk sem mun nýta húsin sem frístundahús, en einnig aðrir sem hyggja á flutn- ing lögheimilis í Borgarfjörð. mm Samþykkt að breyta frístundasvæði í íbúðarbyggð Nú eru 23 hús í byggingu á svæðinu og verða þau fyrstu afhent fullbúin nýjum eigendum á næstunni. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.