Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Side 4

Skessuhorn - 16.11.2022, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fleiri tásumyndir, takk! Óhætt er að segja að það sem af er þessum mánuði séu áhugaverðustu fréttirnar þær sem hafa skírskotun í utanlandsferðir landans. Seðla- bankastjóri reið á vaðið síðast þegar hann boðaði hækkun stýrivaxta og gat þess þar að tásumyndir frá Tene væru helsta ástæða þess að nú þyrfti að hækka vexti til að sporna gegn ofþenslu og gengissigi krónunnar. Eftir að þau orð voru látin falla hafa fjölmargar tásumyndir frá Tene birst á samfélagsmiðlum. Eigendum þeirra var hreinlega misboðið. Að vísu er misjafnt hversu aðlaðandi þessar myndir eru, enda verður að segjast eins og er að fjölmargt annað gleður augað meira en krumpaðar tær og ristar fólks með sandalaför. En tásumyndir eru fyrst og fremst svona birtingarmynd þess sem er að gerast. Skoðum það aðeins nánar. Í nýliðnum októbermánuði lætur nærri að fimmti hver Íslendingur hafi farið til útlanda. Það er nú ekkert svo lítið þegar maður hefur það í huga að þetta er árstími vel utan hins hefðbundna orlofstíma. Vafalítið hafa því margir átt hluta af sumar- fríinu sínu eftir og ákveðið nú að ná sér í C og D vítamín í kroppinn og tekið kostaboðum ferðaskrifstofa um sólarlandaferðir. En þessar sjötíu þúsund ferðir Íslendinga virðast ætla að hafa afleiðingar. Samhliða því að þetta ferðamet var slegið hefur krónan gefið eftir, en um veikingu hennar segja hagfræðingar helstu bankastofnana einmitt að sé flakki landans að kenna. Auk þess nefna þeir að óhófleg innkaup frá erlendum vefverslunum eigi þátt í því að krónan dalar. Það þýðir að innfluttar vörur hækka í verði sem leiðir til verðbólgu, sem hækkar skuldir heim- ilanna og snjóboltinn er enn einu sinni farinn af stað. Í stuttu máli er verðlagning á útflutnings- og innflutningsvörum innbyrðis að þróast með óhagstæðum hætti. Allar aðgerðir Íslendinga í efnahagsmálum eiga að stuðla að því að verja gjaldmiðilinn og kjör almennings til lengri tíma. Oft kallað kaup- máttur. Hins vegar leyfi ég mér að segja að hvort sem það eru hag- fræðingar bankanna, Seðlabankastjóri, stjórnmálamenn, verkalýðs- forystan eða aðrir, enginn vill ræða raunverulega rót þess vanda sem við er að glíma. Hann er sá að við erum sífellt að reyna að reka efna- hagskerfi sem byggt er í kringum veikasta gjaldmiðil í heimi. Flöktandi örkrónu sem sífellt er að reynast almennum landsmönnum örlagarík. Á sama tíma gera öll helstu fyrirtæki landsins upp reikninga sína í evrum, því það hentar þeim! En hví skildum við þetta venjulega fólk ekki fá að gera okkar heimilishald upp í evrum? Jú, ástæðan er sú að eigendur fjármagns eru að hagnast á því að hér sé áfram það sem í almennu tali er kallaður frjáls og sjálfstæður gjaldmiðill. Hann er það bara ekki, króna er ekki nothæf í viðskiptum hvar sem maður kemur utan Íslands. Í besta falli væri hlegið að okkur ef við byðum slíkan gjaldmiðil fram í útlöndum. Framundan eru kjarasamningar á hinum almenna markaði. Nú þegar er byrjað að skjóta samningum til úrlausnar ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar atvinnurekenda og launþega virðast ekki ætla að ná saman án utankomandi aðstoðar. Nær öruggt má telja að framundan sé þungur vetur við samningaborðið. Vonandi ekki verkföll, en fátt í sjónmáli sem gæti komið í veg fyrir þau. Þangað til allt fer til andskotans í samningum á almennum vinnu- markaði hvet ég hins vegar fólk til að ná sér í eins mikið C og D vítamín á sólarströnd og aðstæður þess og efnahagur leyfir. Fólk ætti heldur ekki að hræðast það að birta tásumyndir frá Tene á samfélagsmiðlum, því trúið mér; þær eru ekki ástæðan fyrir því að krónan fellur og stýrivextir hækka. Það er einfaldlega verið að reyna að slá ryki í augu okkar. Raun- verulega ástæða er ónýtur gjaldmiðill og efnahagsstjórn sem ræður ekki við stýringu hans. Góða skemmtun á Tene! Magnús Magnússon. Austan hvassviðri gekk yfir vestan- vert landið á sunnudaginn. Veður- stofan hafði fyrir fram gefið út gula viðvörun vegna þessa þar sem meðal annars var varað við akstri fyrir Hafnarfjall þar sem vindur stóð beint af fjallinu. Ekki er vitað um teljandi tjón utan þess að í Hálsasveit í Borgarfirði gekk síð- degis á með mjög öflugum hviðum. Auglýsingaskilti fuku um koll en stærsta einstaka tjónið varð á Refs- stöðum þar sem hálft þakið fauk af fjárhúsum og stórar dyr á fjósi, sem snéru í austur, löskuðust nokkuð. Að sögn Kolbeins Magnússonar bónda í Stóra-Ási segist hann sjaldan hafa upplifað svona öfluga vindhviður á þessum slóðum, en á milli þeirra, segir Kolbeinn, hafa dúrað niður og nánast verið logn. mm Undir lok síðustu viku hafði hópur fólks, í gegnum viðburðasíðu á Facebook, undirbúið hópferð síðast liðinn laugardag í Bæjarsveit í Borgarfirði til meintrar björg- unar á dýrum sem þar lá grunur um að væru vanfóðruð. Lögreglan á Vestur landi og Matvælastofnun sáu ástæðu til að stöðva þá samkomu og sendu sameiginlega tilkynningu frá sér undir kvöld á föstudag. Þar sagði: „Lögreglunni hefur borist tilkynning um að hópur fólks stefni á björgunaraðgerðir á Nýjabæ í Borgarfirði á morgun laugardag, 12. nóvember. Eins og fram kom í tilkynningu Matvælastofnunar frá því fyrr í dag er málið í vinnslu. Fyrir liggur að Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að vel- ferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Mat- vælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt mark- mið okkar allra er að tryggja vel- ferð dýranna.“ Fyrr um daginn hafði Mat- vælastofnun sent aðra tilkynn- ingu frá sér vegna umræðu í fjöl- miðlum og á samfélagsmiðlum um velferð búfjár á bænum. Vildi Matvælastofnun árétta að stofn- unin væri með málið til meðferðar. Meðan á vinnslu þess stendur mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni. Orðrétt sagði í tilkynn- ingu MAST: „Vegna stjórnsýslu- og persónverndarlaga getur stofn- unin ekki tjáð sig um aðgerðir sem unnið er að. Af þeim sökum er fréttaflutningur og umfjöllun á samfélagsmiðlum einhliða. Í ein- hverjum tilfellum hafa rangar ályktanir komið fram sem gerir það að verkum að almenningur fær ekki rétta mynd af stöðu mála og þeim afskiptum sem stofnunin hefur haft af búrekstrinum. Matvælastofnun ítrekar að ábyrgð á dýravelferð liggur ávallt hjá eiganda sem ber að tryggja aðbúnað, heilsu og velferð sinna dýra. Hlutverk Matvælastofn- unar er hins vegar að sjá til þess að dýraeigandi sinni skyldum sínum og grípi til aðgerða ef svo er ekki. Við þær aðstæður er í forgangi að dýrum sé komið til hjálpar, en áframhaldandi úrvinnsla máls- ins fer eftir þeim lagaramma sem stofnunin starfar eftir.“ Því má við þetta bæta að farið var að bænum um síðustu helgi og skepnum þar gefið. mm Matvælastofnun greindi í síðustu viku frá því að nýverið hafi í fyrsta skipti hér á landi greinst veiran BPIV3 (Bovine Parainfluenza Virus 3) en það er veira sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. MAST telur ekki ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna þessarar greiningar en telur rétt að minna á mikilvægi sóttvarna í umgengni við nautgripi. Þá er stefnt að því að kanna útbreiðslu veirunnar á næst- unni en hún greindist á kúabúi á Norðausturlandi. „BPIV3 er landlæg í naut- gripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfir- leitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Sjúkdómseinkennin í gripunum á þeim bæ sem sýkingin greindist á hér, voru aðallega þurr hósti, mæði við áreynslu og blóð- nasir. Einkennin voru vægari í kálf- unum en kúnum. Veikindin gengu yfir á nokkrum vikum,“ segir í til- kynningu MAST. Þá er bent á að veiran veldur ekki sýkingum í fólki og hefur ekki áhrif á heilnæmi mjólkur og kjöts. gbþ Austan hvellur í Hálsasveit Fjárhúsþak á Refsstöðum fauk af með sperrum og járni og dreifðist á melinn vestan við bygginguna. Ljósm. bhs Veiran BPIV3 greinist í fyrsta sinn hér á landi Ljósm. úr safni Skessuhorns og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Biðluðu til almennings

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.