Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ljóst er að Vegagerðin leggur mikla áherslu á að lágmarka umhverfis- áhrif vegarins um Teigsskóg. Fram- kvæmdir á Vestfjarðavegi (60) um Gufudalssveit ganga vel eins og fram kemur í myndbandi um fram- kvæmdina sem Vegagerðin hefur látið vinna. Áfangarnir í þessu stóra verkefni eru fimm; einum er lokið, þrír eru í framkvæmd og enn á eftir að bjóða út þann síðasta. „Það er mikil þörf fyrir betri veg hér um svæðið. Niðurstaðan var sú að fara yfir Þorskafjörðinn og í gegnum Teigsskóg, þar yfir Djúpafjörð og síðan yfir Gufufjörð,“ segir Sigur- þór Guðmundsson verkefnastjóri Vegagerðarinnar í framkvæmdum við verkið Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit. Áfangarnir í verkinu eru fimm: Gufufjörður — tenging við Vestfjarðaveg (lokið) Þverun Þorskafjarðar (í fram- kvæmd) Þórisstaðir – Hallsteinsnes, um Teigsskóg (í framkvæmd) Djúpifjörður — tenging við Vestfjarðaveg (í framkvæmd) Hallsteinsnes – Skálanes, þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar (á eftir að bjóða út). Hafist var handa við fram- kvæmdir um Teigsskóg í sumar og er Borgarverk verktaki í fram- kvæmdinni. Vegagerðin segir mikla áherslu lagða á að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna eins og hægt er. „Við ætlum að vanda okkur eins og hægt er að fara hér um þann fræga Teigs- skóg. Helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan. Við viljum halda gróðri sem bestum og ná að endurheimta hann raun- verulega,“ segir Sigurþór en það er gert með því að fletta um 20 cm ofan af gróðurtorfum og svarðalagi í vegstæðinu. Svarða- lagið verður síðan endurnýtt með því að leggja það aftur út í veg- kanta samhliða því sem vegur- inn er byggður upp. „Við erum með Náttúrustofu Vestfjarða með okkur í liði í þessu og erum með vöktunaráætlun til næstu ára um framkvæmdina og árangurinn af endurheimtinni,“ lýsir Sigurþór og leggur áherslu á að Vegagerðin stefni eindregið að því að þetta heppnist vel. Framkvæmdir allra áfanga ganga vel. „Við erum langt komin með Þorskafjörðinn og erum byrjuð að vinna í Teigskógi. Þá erum við búin að leggja nýjan veg í Gufufirði og erum að klára veg í Djúpafirði líka.“ Þverun Þorska- fjarðar ein og sér mun stytta leið milli byggðalaga um 9 km og þegar öllum framkvæmdum verður lokið hefur leiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar verið stytt um 50 km og eru þá Dýra- fjarðargöng meðtalin. Í myndbandi Vegagerðarinnar um framkvæmdirnar er einnig rætt við Jóhönnu Ösp Einarsdóttur formann stjórnar Vestfjarðastofu. Hún lýsir ánægju sinni með lang- þráðar vegabætur og hlakkar til að geta ekið láglendisveg í stað- inn fyrir að fara daglega til vinnu yfir heiðarnar Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þá er rætt við Einar Val Val- garðsson verkstjóra hjá Suður- verki sem er verktaki í fram- kvæmdunum við þverun Þorska- fjarðar. Hann segir framkvæmdir ganga vel við þessa 260 metra löngu brú. Aðstæður á verkstað séu þó oft erfiðar yfir veturinn. Hann segir þverunina koma til með að breyta miklu í framtíðinni, bæði með styttingu á vegalengd og ekki síður með öruggari vega- samgöngum milli byggðarlaga. Myndband Vegagerðarinnar, sem vísað er til í fréttinni, má finna á vef Skessuhorns í frétt sl. mánudag. mm Vandað til vegagerðar í Teigsskógi • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Bílás, Smiðjuvöllum 17, 301 Akranes www.bilas.isbilas@bilas.is 431 2622 Við tökum vel á móti þér... Mikið úrval af nýjum og notuðum bílum Það kostar ekkert að skrá bílinn hjá okkur Bjóðum gott pláss á bílaplani Bíláss fyrir sölubíla Við erum umboðsmenn fyrir bílaumboðin Öskju og Heklu Mikil sala og gott kaffi Við erum með bílinn fyrir þig! Dagskrá 1) Setning samkomunnar 2) Ávarp fulltrúa bæjarins. Ávarp fulltrúa Skógræktar­ félags Íslands 3) Hópsöngur 4) Skógræktarfélag Akraness í 80 ár ­ Stutt samantekt 5) Veitingar í boði félagsins 6) Framtíð skógræktar á Akra­ nesi. Að hverju skal stefna? Stutt umfjöllun hvers fulltrúa og síðan umræður. Fulltrúar félagsins ­ fulltrúar bæjarins ­ fulltrúar Skógræktarfélags Íslands 7) Fyrirspurnir/umræður 8) Hópsöngur/fundarslit Allir hjartanlega velkomnir Skógræktarfélag Akraness fagnar 80 ára afmæli sínu Afmælisfundur í Jónsbúð mánudaginn 21. nóvember kl. 18

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.