Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 19 Á ráðstefnu um úrgangsmál, sem fram fór á Hótel Hamri í Borg- arnesi sl. mánudag, komu fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi saman til að kynna sér ný lög sem taka munu gildi um næstu áramót og snúa að flokkun sorps. Sorpurðun Vesturlands stóð fyrir ráðstefn- unni en frá og með áramótum munu landsmenn innleiða ný lög þar sem skylt verður að flokka í fjóra aðskilda flokka, þ.e. pappi og pappír, plast, lífrænn úrgangur og almennt sorp. Ekki verður því lengur heimilt að flokka pappa og plast í sömu tunnu. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu kynnti á fundinum tvískiptar tunnur sem höfuðborgarsvæðið hyggst hefja notkun á en sam- ræmt flokkunarkerfi hefur verið samþykkt fyrir allt höfuðborgar- svæðið. Akraneskaupstaður hefur nú þegar fengið kynningu á flokk- unarkerfinu og fleiri sveitarfélög sýnt því áhuga. ,,Við þurftum að leysa það vandamál að koma fjórðu tunnunni fyrir við sérbýli í þétt- býliskjörnum. Tvískipta tunnan er hugsuð fyrir sérbýli þar sem er lítið pláss. Þá verður hægt að hafa pappír/plast í einni tunnu og lífrænt/almennt í annarri. Tunnurnar verða pantaðar milli jóla og nýárs en innleiðingarferlið hefst 1. maí og gengur út október í Reykjavík en það er misjafnt eftir sveitarfélögum hvað þau hyggjast taka langan tíma í innleiðinguna. Núna eru þrjú mismunandi flokk- unarkerfi á höfuðborgarsvæðinu sem verða loks samræmd en einnig verða merkingar samræmdar með nýju kerfi Sorpu. „Við viljum hjálpa öðrum sveitarfélögum í landinu með því að bjóða þeim þetta kerfi. Þetta er það sem við höfum séð að sé skil- virkasta og ódýrasta leiðin, frá- bært væri ef þetta kerfi hentar fleirum. Skoðanakannanir sýna að flestir landsmenn vilja samrænt kerfi á landsvísu en það er hjálp í því þegar fleiri notast við sam- rænt flokkunarkerfi og sömu verk- ferlar eru þá til staðar hjá neyt- endum og úrvinnslustarfsemi á landsvísu. Það verður mikið lagt upp úr kynningarstarfi því við viljum hafa kerfið skýrt og skiljan- legt. Við viljum hafa sama kerfið alls staðar, heima hjá okkur og í sumarbústaðnum,“ sagði Gunnar Dofri í kynningu sem hann hélt á ráðstefnunni. Nú keppast sveitarfélög við að finna lausn á innleiðingu flokkunar- kerfisins fyrir árslok en aðlaga þarf söfnun á sorpi í nýtt kerfi sem sam- ræmist lögum, í hverju sveitar félagi fyrir sig. Ljóst er því að stórar áskoranir eru framundan í sorp- málum á landsvísu. sþ Ný lög um meðhöndlun úrgangs setja sveitarfélögum skyldur á hendur hvað söfnun og ráðstöfun úrgangs varðar. Skylt verður um næstu áramót að auka sérsöfnun við heimili, svo eitthvað sé nefnt en breytingar má rekja til nýrrar úrgangslöggjafar í Evrópu. Við innleiðingu laganna fengu sveitar- félög og atvinnulíf góðan tíma til umsagnar á lögunum og hefur greinargóð vinna farið fram undan- farna mánuði. Ábyrgð breytinganna liggur á herðum sveitarfélaga lands- ins, en þau bera ábyrgð á mála- flokknum samkvæmt lögum. Stórar spurningar hafa vaknað þar sem forsendur og grundvöll vantar til að ganga út frá nýju fyrirkomulagi úrgangsmála. Reglugerð hefur ekki verið mótuð sem fangar nýtt fyrir- komulag sorpmála og Úrvinnslu- sjóður hefur ekki klárað að móta verðskrá, þ.e. hvað sjóðurinn hyggst greiða fyrir endurvinnslu- efnin í tunnum íbúa, en um er að ræða framlengda framleiðendaá- byrgð, sem sveitarfélögin verða að kynna sér vel þar sem Úrvinnslu- sjóður tryggir þar með sveitarfé- lögunum tekjur vegna sérsöfnunar. Mörgum sveitarfélögum skortir tíma, mannauð og þekkingu til að bregðast við lagabreytingunum á skömmum tíma. Vegna þessarar stöðu boðaði Sorpurðun Vesturlands hf. til ráð- stefnu um úrgangsmál sl. mánu- dag þar sem fulltrúar sveitarfé- laga á Vesturlandi gátu í sam- einingu kynnst nýrri reglugerð og myndað umræðuvettvang um mögulegar lausnir. Ný lög kveða á um fjórðu tunnuna við hvert híbýli en nú verður plast, pappi, lífrænt og almennt sorp flokkað í aðskilda flokka á landsvísu. Á ráðstefnunni tóku til máls sér- fræðingar í sorpmálum á lands- vísu, þau Hrafnhildur Tryggva- dóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Borgarbyggð. Eygerður Margrétardóttir, sér- fræðingur í umhverfis- og úrgangs- málum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Valgeir Páll Björns- son verkfræðingur Sorpu bs., Þor- gerður M. Þorbjarnardóttir, sér- fræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gunnar Dofri Ólafsson, sam- skipta- og samskiptaþróunar- stjóri Sorpu bs., Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og Steinar Sigurjónsson frá Gríms- nes- og Grafningshreppi. Fund- inum stjórnaði Freyr Eyjólfsson, verkefnisstjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu. sþ SORP. Nú skulu landsmenn auka flokkun sorps á heimilum. Ný lög taka gildi um áramótin þar sem sveitarfélögum er skylt að sjá til þess að flokkun verði aukin. Hér á myndinni er horft inn í eina af urðunarreinum í Fíflholtum á Mýrum. Slíkir urðunarstaðar eiga í framtíðinni að fá minna magn til urðunar. Ljósm. mm Ný lög um sorpmál setja sveitarfélög í krefjandi stöðu Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur í umhverfis- og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga svarar hér fyrirspurn á fundinum. Ljósm. sþ. Fjórða tunnan kemur um áramótin Hér má sjá tvískipta tunnu sem Gunnar Dofri Ólafsson kynnti á ráðstefnunni. Frá vinstri: Eygerður Margrétardóttir, Þorgerður M Þorbjarnardóttir, Freyr Eyjólfsson, Gunnar Dofri Ólafsson og Valgeir Páll Björnsson, en öll fluttu þau erindi á ráðstefnunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.