Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202222 Grímsey liggur á heimskautsbaug, 41 km frá norðurströnd landsins. Hún er 5,3 ferkílómetrar að stærð, 5,5 km að lengd og bjargbrúnin stendur hæst 105 metra yfir sjó. Íbúar í eynni eru 57 talsins og hefur fækkað nokkuð síðustu árin. Þar var leikskóli og grunnskóli og þar var Miðgarðakirkja, sem reist hafði verið 1867 og þótti með merkilegri kirkjubyggingum landsins. Það var íbúum eyjarinnar mikið áfall þegar kirkjan brann til grunna í septem- ber á síðasta ári. Ekki réðist neitt við eldinn í stífri norðanátt sem þá var og nánast allt varð eldinum að bráð. En menn létu ekki deigan síga. Fljótlega var ákveðið að byggja nýja kirkju og fá Hjörleif Stefánsson arkitekt til þess að teikna hana. Var það gert í nánu samstarfi við íbúa Grímseyjar og útlit nýju kirkjunnar hefur augljósa skírskotun til þeirrar eldri. Í framhaldinu var svo samið við smíðaverkstæðið Loftkastal- ann um verkið, en það er í eigu Vestlendinganna Hilmars Jóhann- essonar og Ingu Lóu Guðjóns- dóttur. Skessuhorn tók þau tali fyrir nokkru til að forvitnast um kirkju- bygginguna og framvindu mála. Ekki gefist upp Grímseyingar sameinuðust fljótt um byggingu nýs guðshúss í stað Miðgarðakirkju sem svo var nefnd og var nyrsta kirkja landsins. Þau Hilmar og Inga Lóa voru kölluð til verksins. Þau eru búsett í Rauðanesi í Borgarhreppi en með fyrirtækið í Gufunesi í Reykjavík, þar sem þau reka listasmiðju. En kirkjusmíðin krafðist samfelldrar viðveru þeirra í Grímsey síðast- liðna rúma fjóra mánuði og verk- inu er ekki lokið. Einstök stað- setning byggingarinnar veldur því að ekki er auðvelt um vik með efnisflutninga og tækjabúnað. Þau gátu t.d. ekki haft afnot af krana til að athafna sig og urðu að smíða stillansa sjálf eftir því sem byggingunni miðaði. Kirk- jan er 12,5 metrar á hæð og hönn- unin er mjög sérstök. Fullbúin mun hún nánast verða hluti lands- lagsins. Veggirnir eru úr lerki og sökkull og þak eru klædd flísum úr sérskornu íslensku stuðlabergi. Með tímanum mun lerkið grána. Við kirkjuna er útbygging með almenningssnyrtingum, en slíkt hefur vantað í eyjunni. Ekki fastir bekkir Byggingin í heild er 89 fermetrar að gólffleti og kirkjuskipið sex metra breitt og ellefu metra langt. Þar er hátt til lofts og kórloft. Um formlegan kór er þó ekki að ræða í Grímsey heldur annast söfnuður- inn sönginn. Gluggar kirkjunnar eru úr lerki eins og veggir hennar. Þeir eru gereftislausir og áfellur eru úr svokölluðu Carbon stáli. Ekki verða í kirkjunni neinir fastir bekkir heldur lausir stólar og er ætlunin að nýta hana fyrir ýmsa menningar- viðburði auk kirkjulegra athafna. Hún er nú orðin fokheld og næsta verk er að setja stuðlabergsflísar á þakið. Þær munu vega um níu tonn, svo hugað hefur verið sérstaklega að burði byggingarinnar. Kirkja byggð í Grímsey Hilmar Jóhannesson Inga Lóa Guðjónsdóttir. Nýja kirkjan er byggð á malarpúða og þurfti að flytja 300 rúmmetra af möl í stórsekkjum út í eyjuna. Hér er samhliða unnið við jarðvegsskipti og í kirkjuturninum. Nýja kirkjan risin og norðurljósin sveipa ævintýraljóma á eyjuna. Kirkja rís.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.