Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 31 Álftanes og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á mánudags- kvöldið og var viðureignin í For- setahöllinni á Álftanesi. Í fyrsta leikhluta var nánast jafnt á öllum tölum og munurinn aldrei meiri en fjögur stig á milli liðanna. Dúi Þór Jónsson hitti úr tveimur vítum fyrir heimamenn undir lokin og sá til þess að staðan var 21:17 Álftanesi í vil. Um miðjan annan leikhluta minnkaði Jalen Dupree forskotið í aðeins tvö stig með þriggja stiga stökkskoti fyrir ÍA og staðan 28:26 Álftanesi í vil. Þegar tæpar þrjár mínútur voru í hálfleik var staðan jöfn 36:36 en þá settu heimamenn þrjá þrista niður í röð á skömmum tíma og staðan í hálfleik 47:41 Álftanesi í hag. Í byrjun þriðja leikhluta voru Álftnesingar ávallt skrefinu á undan en Skagamenn neituðu að gef- ast upp og þegar tæpar þrjár mín- útur lifðu af leikhlutanum var munurinn aðeins fjögur stig, 57:53. Álftanes átti síðasta orðið og síð- ustu fjögur stigin á meðan Skaga- menn hittu alls ekki neitt, staðan 61:53 fyrir fjórða og síðasta leik- hluta. Skagamenn hristu það af sér í fjórða leikhluta og voru fljótlega komnir yfir í leiknum, 66:68. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir var staðan 76:73 fyrir Álftanesi og allt á suðupunkti. Skagamenn náðu síðan að minnka muninn í tvö stig þegar rúm hálf mínúta var eftir af leiknum en Cedrick Bowen hitti úr þriggja stiga skoti undir lokin og tryggði sigurinn. Naumur sigur heimamanna og þeirra áttundi í röð bláköld staðreynd, lokatölur 82:77 fyrir Álftanesi. Stigahæstur hjá ÍA var Jalen Dupree með 23 stig og 19 fráköst, Gabriel Adersteg var með 19 stig og Lucien Christofis með 14 stig. Hjá Álftanesi var Dúi Þór Jónsson með 18 stig og 11 stoðsendingar, Dino Stipcic með 15 stig og Eysteinn Bjarni Ævarsson með 11 stig og 12 fráköst. Næsti leikur Skagamanna er næsta föstudag á móti Skallagrími í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og hefst Vesturlands- slagurinn klukkan 19.15. vaks Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samstarfssamn- inga fyrir þetta tímabil við fyrir- tæki sem hafa verið bakhjarlar deildarinnar til margra ára. Undir- skriftir fóru fram í hálfleik á leik Skallagríms og Selfoss í fyrstu deildinni á fimmtudagskvöldið og mættu fulltrúar fyrirtækjanna þriggja með pennana á lofti. Það voru þau Birgir Andrésson fyrir hönd Steypustöðvarinnar, Helga Margrét Friðriksdóttir fyrir hönd Landnámsseturs Íslands og Andri Daði Aðalsteinsson fyrir hönd Límtrés Vírnets. Í tilkynningu á FB síðu Skallagríms segir: „Það er ákaf- lega ánægjulegt og dýrmætt að eiga samstarf við þessi frábæru fyrirtæki í heimabyggð og ljóst að það léttir verulega róðurinn fyrir deildina. Takk fyrir stuðninginn og takk fyrir komuna!“ vaks Skallagrímur tók á móti liði Selfoss í 1. deild karla í körfuknattleik sl. fimmtudag og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnt var nán- ast á öllum tölum í fyrsta leikhluta og munurinn aldrei meiri en fjögur stig milli liðanna, staðan 31:32 gestunum í vil. Selfoss hóf leik af miklum krafti í öðrum leikhluta og skoraði ellefu stig gegn aðeins einu stigi heimamanna, staðan 32:43 eftir aðeins þriggja mínútna leik. Skallagrímur náði síðan að minnka muninn í fimm stig þegar tvær mínútur voru í hálfleik en Sel- foss setti niður síðustu sex stigin og staðan í hálfleikshléinu góð fyrir gestina, 45:56. Í þriðja leikhluta voru heima- menn staðráðnir í því að koma sér inn í leikinn á ný og smám saman minnkuðu þeir forskot gestanna með miklum baráttuvilja og ákefð. Keith Jordan Jr. hjá Skallagrími átti síðasta skotið í leikhlutanum þegar hann setti niður þrist og munur- inn á milli liðanna aðeins þrjú stig, 66:69 Selfossi í hag. Eftir rúmar fjórar mínútur í fjórða leikhluta var staðan 75:78 fyrir Selfyssingum og spenna komin í leikinn en næstu mínútur voru leikmenn liðanna ekki á sínum besta degi og hittu ekki neitt. Almar Örn Björnsson minnk- aði muninn í aðeins eitt stig fyrir Skallagrím á síðustu mínútu leiks- ins og í kjölfarið fór af stað mik- ill atgangur þar sem Skallagríms- menn gerðu hvað sem þeir gátu til að ná sigri. Þriggja stiga skot Keith Jordan Jr fór af hringnum undir blálokin þegar hann hefði getað jafnað leikinn og gestirnir luku leik á vítalínunni þar sem lokastigin tvö komu. Þeir fögnuðu sætum fimm stiga sigri, lokatölur 82:87 Selfossi í vil. Keith Jordan Jr. var stigahæstur hjá Skallagrími með 27 stig, Björg- vin Hafþór Ríkharðsson var með 16 stig og 11 fráköst og bróðir hans Bergþór Ægir Ríkharðsson með 11 stig. Hjá Selfossi var Srdan Stoja- novic með 24 stig, Gerald Robin- son var með 14 stig og 11 fráköst og Kennedy Aigbogun einnig með 14 stig. Skallagrímur er í 7. til 8. sæti deildarinnar ásamt ÍA með sex stig eftir átta leiki en neðst eru Fjölnir með tvö stig og Þór Akureyri án stiga. Næsti leikur Skallagríms er næsta föstudag á móti ÍA í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi og hefst á slaginu klukkan 19.15. vaks KR og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik síðasta miðvikudagskvöld og fór leikurinn fram á Meistaravöllum í Vestur- bænum. Fyrir leik voru liðin jöfn með tólf stig í deildinni ásamt Þór Akureyri í 2. til 4. sæti og því um toppslag að ræða. Það skildi lítið á milli liðanna í fyrsta leikhluta, eftir sex mínútna leik var staðan jöfn 13:13 og Snæfell fór með eins stigs forskot inn í annan leikhluta, staðan 23:24. Það var lítið skorað fyrstu mínúturnar í honum og allt í jafn- vægi á milli liðanna. En þá hrökk varnarleikur Snæfells í gang á sama tíma og Cheah Rael Whitsitt í liði Snæfells tók sig til og skoraði tíu stig gegn engu stigi KR seinni hluta leikhlutans, staðan í hálfleik 29:40 Snæfelli í vil. Staðan breyttist lítið fram í miðjan þriðja leikhluta en í stöð- unni 39:50 tóku heimakonur góðan sprett og náðu að minnka muninn í þrjú stig, 51:54, og allt útlit fyrir spennandi lokaleikhluta. Gestirnir komu sér aftur í þægilega stöðu með því að skora fyrstu átta stigin og voru komnar með 14 stiga for- ystu eftir þrjár mínútur í fjórða leikhluta, 53:67. KR konur hittu síðan þrjár þriggja stiga körfur í röð og hleyptu smá spennu í leik- inn en Snæfell átti síðasta orðið þar sem fyrrnefnd Cheah Rael Whitsitt var í aðalhlutverki, lokatölur 70:77 fyrir Snæfelli. Cheah var atkvæðamest hjá Snæfelli með 36 stig og 19 frá- köst, Preslava Koleva var með 16 stig og Ylenia Maria Bonett með 8 stig. Hjá KR var Violet Morrow með 38 stig, Anna Margrét Her- mannsdóttir var með 10 stig og Lea Gunnarsdóttir með 8 stig. Stjarnan er efst í deildinni með fullt hús stiga eftir átta leiki, Snæ- fell er í öðru sæti með 14 stig og Þór Akureyri og KR í því fjórða með tólf stig. Neðst eru lið Tinda- stóls með tvö stig og Breiðablik b er enn án stiga. Snæfellskonur hafa nú unnið sjö sigra í röð í deildinni og ættu að hafa bætt þeim áttunda við í gærkvöldi þegar þær mættu botn- liði Breiðabliks b í Stykkishólmi. vaks Skallagrímur með þriðja tapið í röð Bergþór Ægir skoraði ellefu stig á móti Selfossi. Ljósm. glh Skagamenn stóðu í Álftnesingum Jalen Dupree var með 23 stig og 19 fráköst á móti Álftanesi. Hér í leik fyrr í vetur á móti Hamri. Ljósm. vaks Skallagrímur gerir nýja samninga við þrjú fyrirtæki í heimabyggð Andri Daði Aðalsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir formaður körfuknattleiksdeildar- innar, Birgir Andrésson og Helga Margrét Friðriksdóttir eftir undirskriftina. Ljósm. glh Snæfell vann sinn sjöunda sigur í röð Snæfell er á ansi góðu skriði þessa dagana í körfunni. Ljósm. sá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.