Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202218 „Hvað er að frétta,“ var yfirskrift stefnumótunarfundar og ung- mennaþings sem haldið var mið- vikudaginn 9. nóvember síðast- liðinn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Viðburðurinn var vel sóttur, bæði af fullorðnum og ungmennum. Fram kemur á heimasíðu Borgar- byggðar að ungmennin hafi verið í meirihluta á fundinum sem væri mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir vinnuna sem framundan er. Fundurinn fór þannig fram að ungmennin unnu í hóp og full- orðnir í sér hóp. Sköpuðust góðar og gagnlegar umræður á borðunum hjá öllum hópum og í lok fundar kynntu tveir ungmennahópar sínar niðurstöður ásamt tveimur hópum frá fullorðnum. Það er óhætt að segja að forvarnarteymi sveitarfélagsins hafi úr nægu efni að moða á næstu misserum og komu fram góðir punktar á fundinum. Báðir hópar nefndu sérstaklega að það vantaði meiri fræðslu og einnig var áber- andi að íbúar vilja meira samtal og að fundnar verði leiðir til að efla foreldrasamstarf. Ungmennin vilja fá meira starf inn í félagsmiðstöð- ina Óðal og meiri fjölbreytni, betri aðstöðu til að stunda íþróttir, laga leiksvæði á opnum svæðum og við grunnskólana svo fátt eitt sé nefnt. Forvarnarteymi Borgarbyggðar mun nú í framhaldinu rýna í þessar niðurstöður og er áætlað að hefja strax úrbætur og halda síðan annan framhaldsfund vorið 2023, segir í frétt á borgarbyggd.is. vaks Það er ávallt líf í kringum höfn- ina í Grundarfirði jafnt virka daga sem um helgar. Síðasti sunnudagur var engin undantekning en þá kom Runólfur SH í land og Guðmundur í Nesi nýtti bræluna á miðunum til að gera stutt stopp í Grundarfirði til að skipta um mann í áhöfn. tfk Hafnarlífið gengur sinn vana gang Arnar Kristjánsson skipstjóri á Runólfi SH er einbeittur í brúnni er skipið leggur að. Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri gengur hér í átt að ljósmyndara Skessuhorns á meðan Guðmundur í Nesi RE-13 bakkar rólega frá bryggju nýbúinn að sleppa. Guðmundur í Nesi siglir út Grundarfjörð. Steinar Már Ragnarsson vélavörður stendur hér fyrir ofan Hermann Gíslason vélstjóra er Runólfur leggst að. Á meðfylgjandi mynd er Guð- mundur Finnsson starfsmaður Vegagerðarinnar að setja upp merkingar á vegamótum Kalda- dalsvegar, ofan við Húsafell. Mikil umferð er mestallt árið á þessum stað og brýnt að bæta merkingar. bhs Um síðustu helgi fór fram fyrsta Ungmennaþing Vestfjarða. Þingið var haldið á Laugarhóli í Bjarnar- firði og mættu 33 ungmenni á aldrinum 13-18 ára alls staðar að af Vestfjörðum. Fram kemur á vef Vestfjarðastofu að þingið hafi verið líflegt og fræddust ung- mennin meðal annars um lýðræði, ungmennaráð, hvernig þau geta haft áhrif á samfélagið sitt, sam- starf sveitarfélaga á Vestfjörðum og fengu kynningu á styrkja- möguleikum frá Rannís. Þau fengu einnig tækifæri til að vinna að sam- eiginlegum verkefnum sem tengj- ast þeirra áhugasviði. Á þinginu skein í gegn að innan hópsins var mikill áhugi fyrir meira samstarfi á milli ólíkra svæða á Vestfjörðum og ungmennin styrktu tengslin sín á milli. Enn fremur fengu þau að koma að endurskoðun á áherslum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2020- 2024 en það er gífurlega dýrmætt að fá fram sjónarmið unga fólksins við þá vinnu segir á vestfirdir.is. Að lokum ber að nefna að ung- mennin sýndu því eindreginn áhuga að stofna Ungmennaráð Vestfjarða þar sem miklu máli skiptir að ungt fólk fái tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Af því tilefni var kosið í starfshóp skipaðan ung- mennum, einu frá hverju sveitar- félagi, sem hefur það að markmiði að vinna að stofnun ungmennaráðs landshlutans í samvinnu við Fjórð- ungssamband Vestfirðinga. Fjórir fulltrúar komu frá Reyk- hólahreppi en það voru þær Hildigunnur Eiríksdóttir, Ásborg Styrmisdóttir, Bergrós Vilbergs- dóttir og Birgitta Brynjólfsdóttir. vaks Biðskylda af Kaldadalsvegi Fyrsta ungmennaþing Vestfjarða Hildigunnur, Ásborg, Bergrós og Birgitta. Ljósm. reykholar.is/jöe Vel sóttur stefnumótunarfundur og ungmennaþing í Borgarbyggð Fullorðna fólkið að ræða málin. Ljósm. borgarbyggd.is Fundurinn var vel sóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.