Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 17 hræddur við hestana en hann hefur náð að sigrast á hræðslunni. Núna ríður hann út og ég gaf honum meira að segja hest í afmælisgjöf þannig að hann er kominn á fullt í þetta með mér.“ Þrífst á lærdómi Það er mikil binding að vera með hesta á húsum og fara þau Guðni og strákarnir í hesthúsin á hverjum degi til að gefa og moka út. „Þetta er bara partur af rútínunni. Guðni gefur á morgnana og ég og strák- arnir förum svo upp í hesthús eftir vinnu hjá mér. Svo þegar Guðni er búinn að vinna kemur hann yfir- leitt líka upp í hesthús og þá getur annað okkar farið á bak. Hesta- mennskan á stóran part í lífi okkar og yfirleitt þegar við erum búin í þeim verkum þá förum við heim í kvöldmat og strákarnir fara svo að sofa,“ segir Valgerður en hún elskar að hafa nóg að gera. Aðspurð seg- ist hún ekki kunna að horfa á sjón- varp. „Fyrst þegar við fluttum í Grundarfjörð var Guðni oft í burtu, að keyra, og þá þreif ég öll kvöld,“ segir Valgerður og hlær. „Af því ég var ekki í neinu námi þá hafði ég ekkert að gera þannig ég bara þreif. En núna þrífst ég á lær- dómi, eins skrítið og það hljómar. Mér finnst voða kósí að sitja við tölvuna á kvöldin að læra. Annars á ég það bara til að hanga í símanum og mér líður ekki vel með að eyða tímanum í það.“ Pabbi er mesta fyrirmyndin „Kannski get ég verið þessi kven- fyrirmynd sem ég hafði ekki sjálf,“ segir Valgerður þegar líður á lok viðtalsins. „Mér finnst ótrúlega mikilvægt að stelpur og konur sjái að það eru til konur sem eru raf- virkjar og vinna í rafmagni. Þær þurfa að vita að það er pláss fyrir þær í rafvirkjun og svo mega þær líka vita að þetta er ótrúlega skemmtilegt starf og skemmtilegt nám,“ segir Valgerður. -En heldur þú að þú hafir fengið áhugann á rafvirkjun í gegnum pabba þinn? „Já alveg klárlega! og hann er mín mesta fyrirmynd í þessu starfi.“ Valgerður segir samt að pabbi sinn hafi alltaf verið varkár með raf- magn og þegar Valgerður hafi verið með honum í vinnunni vildi hann ekki mikið hafa hana með sér í raf- magnsvinnunni sjálfri. „Hann sýndi mér samt alveg helling og ég lærði ýmislegt af honum strax í æsku þótt hann hafi haldið mér í ákveðinni fjarðlægð við rafmagnið sjálft. En ég var bara svo mikið með honum og allar mínar minningar úr vinnunni hans í Rafiðnaðarsambandinu eru mér svo ótrúlega dýrmætar,“ segir Valgerður sem er yngst í hópi sinna systkina. Hún á þrjá eldri bræður sem hún segir að hafi ekki búið að því að eyða svona miklum tíma með pabba þeirra í vinnunni og starfa þeir á allt öðrum vettvangi. Núna er ég bara Valgerður! Valgerður og Guðni hafa nú búið í Grundarfirði í fimm ár og hafa komið sér vel fyrir. Það leynir sér ekki að Valgerður er ánægð með ákvörðun þeirra að flytja þangað en hún segir samfélagið í Grundarfirði vera yndislegt, það sé mjög sam- heldið og allir séu boðnir og búnir að aðstoða náungann. „Ég kann rosalega vel við mig hérna. Ég er sjálf búin að koma mér vel inn í samfélagið og kynnast fólki. Ég var nú samt lengi bara kölluð konan hans Guðna Leifs en ekki lengur. Núna er ég loksins bara Valgerður.“ gbþ/ Ljósm. úr einkasafni. Valgerður útskrifaðist sem rafvirki í vor. Valgerður vann sem sumarstarfsmaður hjá Rarik á meðan hún var enn í námi. STARFSSVIÐ OG MEGINHLUT VERK • Leiðir faglega þróun og stefnumótun í byggingarmálum og verklegum framkvæmdum. • Sinnir lögbundnu hlutverki byggingarfulltrúa skv. viðeigandi löggjöf, ber þ.á.m. ábyrgð á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa og undirbúningi byggingarmála í fagnefndum sveitarfélaganna. • Ber ábyrgð á daglegri starfsemi í byggingarmálum og verklegum framkvæmdum í samstarfi við verkstjóra áhaldahúsa og umsjónarmenn fasteigna. • Er yfirmaður starfsmanna í áhaldahúsum og eignaumsýslu og hefur yfirumsjón með nýframkvæmdum og viðhaldi. • Ber ábyrgð á gerð verk- og kostnaðaráætlana, gerð útboðsgagna og samningsgerð við verktaka og hönnuði og eftirliti með byggingarframkvæmdum.Ber ábyrgð á frágangi og úthlutun lóða, skráningu fasteigna, leigu- og lóðaleigusamningum. • Hefur umsjón með gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. • Tekur við og sinnir ýmsum fyrirspurnum um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í samvinnu við sviðsstjóra og/eða bæjarstjóra/oddvita. • Sinnir ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum að beiðni yfirmanns um byggingartengd málefni. Eyja- og Miklaholtshreppur - Grundarfjarðarbær - Helgafellssveit & Stykkishólmsbær BYGGINGARFULLTRÚI Á SNÆFELLSNESI Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2022 MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR Skilyrði: • Háskólamenntun á sviði byggingarmála sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr.123/2010. • Réttindi til til að starfa sem byggingarfulltrúi. • Góð tölvukunnátta. Mikilvægt: • Góð færni í íslensku og a.m.k. grunnfærni í ensku • Stjórnunarhæfileikar og leiðtogafærni. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuðum hugsun. • Frumkvæði, fagmennska og samviskusemi og einlægur áhugi á málefnasviðinu. Æskilegt: • Þekking á lögum um mannvirki, byggingarreglugerð og skipulagslögum. • Þekking á góðum stjórnsýsluháttum og reynsla sem nýtist í starfi. • Reynsla af stefnumótun á málefnasviðinu. • Reynsla af stjórnun starfsmanna og verkefnastjórnun. Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær og sameinað sveitarfélag Stykkishólms og Helgafellssveitar eru þrjú af fjórum sveitarfélögum á Snæfellsnesi og hafa hlotið EarthCheck umhverfisvottun í rúman áratug. Íbúar eru um 2300 talsins og býr meirihluti þeirra í þéttbýliskjörnunum Stykkishólmi og Grundarfirði. Á Snæfellsnesi er fjölskrúðug og falleg náttúra og gott mannlíf. Atvinnuvegir eru fjölbreyttir og samfélagið fjölskylduvænt. Alla helstu grunnþjónustu er að finna á svæðinu, m.a. leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, öflugt íþróttastarf, heilsugæslu, bókasöfn, matvöruverslanir og margt fleira. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem gesti. Aðstaða er fyrir störf án staðsetningar, t.d. fyrir maka og svo er aðeins um 1,5-2 klst. akstur til höfuðborgarinnar! Byggingarfulltrúi starfar náið með skipulagsfulltrúa, sem jafnframt er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og næsti yfirmaður byggingarfulltrúa. Starfsaðstaða er í Ráðhúsunum í Stykkishólmi og Grundarfirði en auk þess kallar starfið á ferðir og fundi í Eyja- og Miklaholtshreppi, en um hálftíma akstur er milli þessara staða. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað í ráðningakerfi ALFRED.IS Sameiginlegt umhverfis- og skipulagssvið Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps leitar að kraftmiklum byggingarfulltrúa til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir í sveitarfélögunum þremur. Á sviðinu er lögð áhersla á vandað faglegt starf og þróun, öflugt samstarf og góða þjónustu. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í netfangið kristin.thor@stykkisholmur.is og/eða síma 433 8100.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.