Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2022 29 Allt landið miðvikudagur 16. nóvember Dagur íslenskrar tungu er haldin hátíðlegur á landsvísu. Borgarfjörður miðvikudagur 16. nóvember Félag eldri borgara í Borgar- fjarðardölum hedur upp á dag íslenskrar tungu í Brún, grunn- skólanemar koma í heimsókn. Við- burðurinn er klukkan 13:30–17. Akranes föstudagur 18. nóvember ÍA og Skallagrímur eigast við í 1. deild karla í körfuknattleik í íþróttahúsinu á Vesturgötu og hefst viðureignin klukkan 19.15. Búðardalur föstudagur 18. nóvember Slökunarnámskeið fyrir 60 ára og eldri. Kennt er í fjögur skipti, mið- vikudaga og föstudaga í þessari og næstu viku. Námskeiðið er haldið í Dalabúð kl. 17-18:30 á miðvikudögum og kl. 14-15:30 á föstudögum. Kennari er Elín Matt- hildur Kristinsdóttir. Skráning fer fram í síma 695-2579 eða á tölvu- pósti ivar.orn73@gmail.com. Stykkishólmur fimmtudagur 17. nóvember Prjónaklúbburinn og Narfeyrar- stofa sameinast um kósý stund í kjallaranum kl. 21. Allir eru vel- komnir og það er engin krafa um að mæta með handavinnu, alla- vega ekki of flókna, svo hægt sé að spjalla. Tilboð verða á barnum. Borgarfjörður föstudagur 18. nóvember Hrútauppboð Hreðja verður haldið í hlöðunni í fjósinu á Hvanneyri. Á viðburðinum verður til sölu hlutur í afburðarhrútnum Hreðjari, hver og einn má kaupa eins marga hluti í hrútnum og hann lystir. Sá einstaklingur sem stendur uppi sem stærsti hluthafi að uppboði loknu fær veglega vinninga í boði Hreðjars. Borgarfjörður laugardagur 19. nóvember Sviðaveisla og Hagyrðingakvöld í félagsheimilinu Brautartungu. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Framreidd verða heit og köld svið, söltuð og reykt ásamt jafningi, kartöflu- og rófu- stöppu. Drykkjarföng sjái hver um fyrir sig. Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti mun svo slá botninn í samkomuna með hag- yrðingakvöldi undir stjórn Stef- áns Skafta Steinólfssonar, frá Ytri- -Fagradal. Miðaverð er 5000 kr, 16 ára aldurstakmark og enginn posi. Pantanir á Facebook, í síma 868-4361 eða umfdagrenning@ gmail.com fyrir kl 22:00 fimmtu- daginn 17. nóvember. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar 8. nóvember. Stúlka. Þyngd: 2.992 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Anna Ragnhildur Skúladóttir og Maixcland De Armas Ramirez, Reykjavík. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. 12. nóvember. Stúlka. Þyngd: 4.370 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Dagný Vilhjálmsdóttir og Sigurður Ólafsson, Borgar- firði. Ljósmóðir: G. Erna. Valen- tínusdóttir. Síðdegis í gær var tekin skóflu- stunga við Asparskóga 3 á Akra- nesi þar sem Bjarg íbúðafélag hses. hyggst byggja 24 íbúðir í þremur sjálfstæðum húsum á tveimur hæðum sem mynda eins konar randbyggð, með garði í miðju sem verður opinn til suðvesturs. Íbúð- irnar eru tveggja til fimm herbergja með sérinngangi frá svalagangi. Húsið verður byggt með svokall- aðri box aðferð sem er þannig að boxeiningar eru smíðaðar inni í verksmiðju og nánast fullvinnast að innan, raðast saman á bygginga- stað og eru síðan klædd að utan á staðnum. Fyrstu íbúðir verða afhentar á fjórða ársfjórðungi 2023 og þær síðustu á öðrum ársfjórðungi 2024. Verktaki er Eðalbyggingar og SG hús á Selfossi og arkitekt er Svava Jóns arkitektur og ráðgjöf. Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri segir að þarna sé enn eitt skrefið stigið í átt að öruggum og hagfelldum leigumarkaði á Akra- nesi. vaks Íslandsmótið í glímu fór fram í íþróttahúsinu í Reykjahlíð í Mývatnssveit 5. nóvember sl. Vaskur hópur úr Glímufélagi Dala- manna tók þátt í mótinu og gekk vel og fóru tveir Íslandsmeistaratitlar með heim í Dalina að móti loknu. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir varð Íslandsmeistari í opnum flokki kvenna, þá varð hún í öðru sæti í flokki -75 kg kvenna. Alexandra Agla Jónsdóttir varð Íslandsmeist- ari hjá stúlkum 12-13 ára. Þórarinn Páll Pálsson varð annar hjá strákum 12-13 ára. Dagný Sara Viðarsdóttir varð í þriðja sæti hjá unglingum og Birna Rún Ingvarsdóttir varð í því fjórða. Þá lenti Birna einnig í þriðja sæti í -75kg flokki kvenna. gbþ Skóflustunga tekin við Asparskóga 3 Tölvugerð mynd af sams konar húsi. Ljósm. aðsend Tveir Íslandsmeistaratitlar rötuðu heim í Dali ‹ Keppendur úr GFD. Fv. Þórarinn Páll Pálsson, Alexandra Agla Jónsdóttir, Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, Dagný Sara Viðarsdóttir, Birna Rún Ingvars- dóttir. « Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir Íslands- meistari í opnum flokki kvenna ásamt Einari Eyþórssyni úr Mývetningi, Íslandsmeistara karla í opnum flokki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.