Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 16.11.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 202230 Spurning vikunnar Hvaða þætti ertu að horfa á? Spurt í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði Jóhanna María Ægisdóttir „Ég er nýbúin að klára Young Royals. Það eru sænskir Netflixþættir“ María Kúld „Ég var að klára Fleebag og Candy“ Oddfreyr Ágúst Atlason „Var að klára Witcher og er núna að horfa á Merlin.“ Agnar Guðmundsson „Ég horfði nýlega á þættina The Watcher á Netflix. Ég mæli ekki með þeim. Algjör tímasóun.“ Guðrún Jóna Jósepsdóttir (Rúna) „Ég mæli með Unorthodox, þeir eru geggjaðir. En annars er ég nýbúin að hámhorfa á Nashville.“ Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþrótta- maður vikunnar að þessu sinni er körfuknattleikskonan Dagný Inga frá Stykkishólmi. Nafn: Dagný Inga Magnúsdóttir Fjölskylduhagir? Bý heima í Stykkishólmi með foreldrum mínum og systkinum. Hver eru þín helstu áhugamál? Körfubolti og að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Vakna yfirleitt eldhress á morgnana og skelli mér í skólann. Eftir skóla fer ég heim, slaka á og græja mig fyrir æfingu. Eftir æfingu fer ég heim, fæ mér kvöldmat og svo enda ég flesta daga með því að horfa á einn góðan þátt með mömmu. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Ég myndi segja að ég væri mjög skipulögð og samvisku- söm. Minn helsti galli er trúlega að mig vantar nokkra sentimetra. Það má svo sem deila um það hvort það sé galli eða ekki. Hversu oft æfir þú í viku? Fimm til sex sinnum í viku. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Þegar ég var yngri horfði ég mikið upp til systur minnar. Í dag lít ég upp til fullt af íþróttafólki en ég hef enga eina sérstaka fyrirmynd. Af hverju valdir þú körfu­ bolta? Ég valdi körfubolta af því systir mín var að æfa og flestir í kringum mig. Svo hefur líka bara alltaf verið mikil körfubolta- stemning í Stykkishólmi. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Finnst ég sjálf vand- ræðilega fyndin, annars er erfitt að toppa vinkonu mína Thelmu Lind. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Það er skemmtilegast að vinna og þegar það gengur vel og leiðinleg- ast þegar það gengur illa. Vakna eldhress á morgnana Íþróttamaður vikunnar Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Borgarnesi og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem báðir spila með GKG hófu á föstudaginn leik á lokaúrtökumótinu fyrir DP Evrópumótaröðina, sem er sterkasta atvinnumannamótaröðin í Evrópu. Þeir Bjarki og Guðmundur Ágúst voru báðir sáttir með frammistöð- una á 2. stigi úrtökumótanna fyrir DP Evrópumótaröðina. „Sláttur- inn var mjög stöðugur og góður og vinnan sem við Arnar Már erum búnir að leggja inn þar er að skila sér. Ég hinsvegar púttaði ekki vel (á 2. stiginu). Það verður mikilvægt að vera heitur á pútternum í loka- mótinu,“ sagði Bjarki í stuttu spjalli við kylfing.is eftir keppnina helgina áður á 2. stiginu. Tuttugu efstu af 153 keppendum fá þátttökurétt á DP sem er fremsta mótaröðin í Evrópu. Um helmingur af þeim spilurum kemst á lokastigið í gegnum 2. stigið. Það gerðu þeir Bjarki og Guðmundur og voru að keppa annað sinn á þriðja stigi. Hinn helmingurinn eru kylfingar sem náðu ekki að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni 2022. Leikið var í sex daga á Infinitum golfsvæð- inu sem er skammt frá Tarragonga á Spáni. Eftir fjóra hringi var svo niðurskurður. Skemmst er frá því að segja að Bjarki lék á 4 yfir pari í dag og endaði á +21 og náði sér því aldrei á strik á lokaúrtökumótinu. Guðmundur Ágúst komst áfram í gegnum niðurskurðinn og spilaði á 13 undir pari. Aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa áður náð inn á loka úrtökumót Evrópumótaraðarinnar. Birgir Leifur Hafþórsson lék 13 sinnum á lokaúrtökumótinu og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröð- inni en það gerði hann árið 2007. Björgvin Sigurbergsson lék á loka- úrtökumótinu árið 2001 og árið 2019 var Andri Þór Björnsson á lokaúrtökumótinu líkt og Bjarki og Guðmundur Ágúst nú. mm Bjarki á lokaúrtökumóti DP Evrópumótaraðarinnar Bjarki og Guðmundur Ágúst. Ljósm. kylfingur.is Árgangamót ÍA í knattspyrnu fór fram í Akraneshöllinni á laugar- daginn eftir þriggja ára hlé en mótið hafði ekki verið haldið síðan 2019 vegna faraldursins. Fjögur kvennalið tóku þátt, árgangar 1993-96, 1987-89, 1984-86 og 40+ og þar voru sigurvegarar árgangur 1993-96. Karlamegin voru tvær deildir; Ungliðadeild og Lávarðadeild. Í Ungliðadeildinni kepptu sex árgangar, 1985, 1986, 1987, 1990, 1991 og 1992 og þar var árgangur 1991 hlutskarpastur. Í Lávarða- deildinni voru fjögur lið skráð til leiks en það voru árgangar 1977- 78, 1979, 1981 og 1983/1984 og gullið þar hreppti 1979 árgangur- inn. Nýjung að þessu sinni á mótinu var vítaspyrnukeppni og var öllum velkomið að taka spyrnu fyrir litlar 2500 krónur á vítabanann Dino Hodzic úr Kára. Sigurvegari í keppninni var hinn tólf ára Örlygur Hrafn Stefánsson sem sýndi mikið öryggi á vítapunktinum og stóð verðskuldað uppi sem sigurvegari. vaks/ Ljósm. Gísli J. Guðmundsson Árgangamót ÍA í Akraneshöllinni Árgangur 1991 vann ungliðadeildina. Unglömbin í 1993-96 fögnuðu sigri í kvennadeildinni. Árgangur 1979 fékk gullið í Lávarðadeildinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.